Lotus: Raikkönen verður enn betri á næsta ári Birgir Þór Harðarson skrifar 29. október 2012 23:15 Kimi mun aka fyrir Lotus á næsta ári. nordicphotos/afp Kimi Raikkönen, ökumaður Lotus-liðsins í Formúlu 1, mun aka áfram fyrir liðið á næsta ári. Þetta staðfesti Lotus í dag í kynningarmyndbandi. Raikkönen hefur staðið sig gríðarlega vel í Formúlu 1 í ár. Hann hefur skorað stig í öllum mótum ársins nema í kínverska kappkstrinum þar sem hann var í basli með dekkin. Hann hefur hins vegar lokið öllum keppnishringjum í mótum ársins. Frábær akstur Raikkönen hefur sannfært Lotus um að Finninn sé rétta valið fyrir næsta ár. Í samningi hans sem hann skrifaði undir í byrjun árs var aðeins gert ráð fyrir að hann myndi aka í ár. Hann átti hins vegar möguleika á endurnýjun ef hann myndi uppfylla nokkur skilyrði. Þau skilyrði hefur hann uppfyllt auðveldlega. Raikkönen tók sér tveggja ára frí frá Formúlu 1 og keppti í heimsmeistararallinu árin 2010 og 2011. Hann snéri aftur í ár. Þegar þrjú mót eru eftir er hann í þriðja sæti í titilbartáttunni þrátt fyrir að hafa ekki unnið eitt einasta mót. Hann hefur hins vegar staðið sex sinnum á verðlaunapalli. Formúla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Kimi Raikkönen, ökumaður Lotus-liðsins í Formúlu 1, mun aka áfram fyrir liðið á næsta ári. Þetta staðfesti Lotus í dag í kynningarmyndbandi. Raikkönen hefur staðið sig gríðarlega vel í Formúlu 1 í ár. Hann hefur skorað stig í öllum mótum ársins nema í kínverska kappkstrinum þar sem hann var í basli með dekkin. Hann hefur hins vegar lokið öllum keppnishringjum í mótum ársins. Frábær akstur Raikkönen hefur sannfært Lotus um að Finninn sé rétta valið fyrir næsta ár. Í samningi hans sem hann skrifaði undir í byrjun árs var aðeins gert ráð fyrir að hann myndi aka í ár. Hann átti hins vegar möguleika á endurnýjun ef hann myndi uppfylla nokkur skilyrði. Þau skilyrði hefur hann uppfyllt auðveldlega. Raikkönen tók sér tveggja ára frí frá Formúlu 1 og keppti í heimsmeistararallinu árin 2010 og 2011. Hann snéri aftur í ár. Þegar þrjú mót eru eftir er hann í þriðja sæti í titilbartáttunni þrátt fyrir að hafa ekki unnið eitt einasta mót. Hann hefur hins vegar staðið sex sinnum á verðlaunapalli.
Formúla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira