Sóttu fótbrotinn göngumann við Hrafntinnusker Þegar klukkan var að ganga þrjú í dag barst björgunarsveitum Landsbjargar tilkynning um slasaðan göngumann á gönguleiðinni um Laugaveginn, sunnan við Hrafntinnusker. Innlent 8. júlí 2019 16:45
Nesti frekar en einnota umbúðir úr bensínstöðvahillum Rakel Garðarsdóttir segir skipulagningu gera gæfumuninn þegar kemur að því að draga úr notkun einnota umbúða og annars tilvonandi rusls. Innlent 8. júlí 2019 11:30
Bókunarþjónusta í 270 milljóna þrot Kröfur í þrotabú bókunarþjónustunnar Iceland Travel Asisstance, sem tekið var til gjaldþrotaskipta í mars á síðasta ári, námu rúmum 268 milljónum króna. Viðskipti innlent 8. júlí 2019 10:47
Gott veður víðast hvar á landinu um helgina Ein stærsta ferðahelgi ársins er fram undan. Innlent 5. júlí 2019 14:15
Vilja búa til ísgöng í stað hella sem eru að bráðna í Langjökli Fyrirtækið Mountaineers of Iceland fékk leyfi frá Bláskógabyggð til að grafa í Suðurjökul Langjökuls til að útbúa þar eitt hundrað metra ísgöng. Herbert Hauksson, stofnandi fyrirtækisins, segir náttúrulega íshella í jökulsporðinu vera að bráðna. Bjóða þurfi ferðamönnum nýjan möguleika á breyttum tímum. Innlent 5. júlí 2019 07:15
Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli í Mýrdal. Innlent 4. júlí 2019 21:48
900 starfsmenn Netflix í skemmtiferð til Íslands Um níu hundruð starfsmenn streymisveitunnar Netflix verður hér á landi í vikunni og um næstu helgi. Viðskipti innlent 4. júlí 2019 15:57
„Mildari áhrif“ og minni fækkun ferðamanna en gert var ráð fyrir Ferðamálastjóri segir nýjar tölur yfir brottfarir erlendra farþega frá Keflavíkurflugvelli í júní sýna minni fækkun en gert hafði verið ráð fyrir í spám. Innlent 4. júlí 2019 13:45
Auka hlutafé um 300 milljónir Kynnisferða juku við hlutafé fyrirtækisins um 300 milljónir króna í fyrra. Viðskipti innlent 4. júlí 2019 07:00
Hjólabátar Mýrdælinga ekki fengist samþykktir sem skip Áform Mýrdælinga um að hefja á ný siglingar með ferðamenn á hjólabátum eru strand í kerfinu. Tveir hjólabátar, sem keyptir voru til landsins, hafa safnað skuldum á þriðja ár. Innlent 3. júlí 2019 22:29
Skipt um gír eftir hraða uppbyggingu Bláa Lónið fjárfesti fyrir 13 milljarða króna á fimm árum í innviðum án þess að safna skuldum eða auka hlutafé. Grímur Sæmundsen forstjóri segir að nú verði áhersla lögð á almennan rekstur. Viðskipti innlent 3. júlí 2019 09:00
Enn ein skýrslan!!! Vantar okkur virkilega enn eina skýrsluna? Er nokkur furða þó maður spyrji. Í stjórnkerfinu er endalaust verið að skila skýrslum um allt milli himins jarðar. Margar enda í skúffunni. Þetta á ekkert síður við um ferðaþjónustuna en önnur svið þjóðfélagsins. Skoðun 2. júlí 2019 10:10
Staða ferðaþjónustunnar í hnotskurn Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar dregur upp dökka mynd af stöðunni. Skoðun 28. júní 2019 15:36
„Viele Leute haben gestorben hier“ Kristni R. Ólafssyni tókst með naumindum að forða Þjóðvera frá því að stinga sér til sunds í Reynisfjöru. Innlent 28. júní 2019 15:20
Þriðjungs samdráttur í útleigu með Airbnb á Íslandi Heildarfjöldi greiddra gistinátta í maí dróst saman um rúmlega tíu prósent milli áranna 2018 og 2019. Munaði þar mestu um heimagistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður en þar var fækkunin 29%. Kortavelta útlendinga hefur hins vegar dregist minna saman en fjöldi þeirra og þeir ferðamenn sem koma verja hærri fjárhæðum í landinu. Innlent 28. júní 2019 12:45
Gistinóttum á Airbnb fækkaði um 29 prósent Heildarfjöldi greiddra gistinátta í maí dróst saman um 10,2% milli 2018 og 2019. Viðskipti innlent 28. júní 2019 10:25
Fleiri íbúðir í langtímaleigu vegna eftirlits með heimagistingu Ferðamálaráðherra segir að aukið eftirlit með heimagistingu hafi haft mikil áhrif á húsnæðismarkaðinn hér á landi. Viðskipti innlent 27. júní 2019 15:30
Lýsa stórkostlegum en martraðarkenndum fyrsta degi Íslandsferðar Óhætt er að segja að fyrsti dagur bandarísku YouTube-ferðalanganna Megan og Michael Korpp hér á Íslandi hafi verið viðburðarmikill. Týndu þau dróna við Seljalandsfoss auk þess sem að þau festu húsbíl sinn í mýri á tjaldsvæði á Suðurlandi. Lífið 27. júní 2019 13:45
Rolluhópur stríddi ljósmyndara Bieber sem er langfyrstur Bandaríski ljósmyndarinn og Íslandsvinurinn Chris Burkard er langfyrstur í keppni einstaklinga í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni. Rolluhópur stríddi honum þó aðeins núna í morgun og tafði hann líklega um einhverjar sekúndur. Lífið 27. júní 2019 11:45
Uppistand á ensku öll kvöld vikunnar York Underwood heldur utan um uppistand á ensku sem boðið er upp á öll kvöld vikunnar á The Secret Cellar. Uppistandarinn heimsfrægi Bill Burr kom þrisvar fram í klúbbnum til þess að prufukeyra nýtt efni. Lífið 27. júní 2019 11:15
Hagkvæm leið til að bregðast við fækkun ferðamanna Framboð á flugferðum til Íslands hefur allt að segja um fjölda ferðamanna sem hingað koma. Brotthvarf WOW sýnir þetta með skýrum hætti, sem og fækkun flugferða hjá Easyjet. Skoðun 27. júní 2019 10:07
Þúsundir ábendinga um óleyfilega heimagistingu og fjöldi mála áframsendur til skattrannsóknarstjóra Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. Viðskipti innlent 26. júní 2019 19:30
Íslandssjúkur ljósmyndari Bieber tekur þátt í WOW Cyclothon Ljósmyndarinn Chris Burkard, sem líklega er best þekktur fyrir að hafa ljósmyndað og tekið upp ferðalag Justin Bieber um Ísland árið 2015 tekur þátt í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon sem hófst í gær. Hann segist elska Ísland en þetta er í 34. skiptið sem hann kemur til landsins. Lífið 26. júní 2019 10:15
Stálu öllu nema bröndurunum af kanadískum grínista sem heimsótti Ísland um helgina Bíræfnir þjófar brutust inn í Airbnb-íbúð sem kanadíski grínistinn Ryan Dillon hafði á leigu í Reykjavík um helgina ásamt kærustu og tveimur vinum. Innlent 25. júní 2019 15:00
Krónprins Barein veiddi með Beckham og félögum Salman bin Hamad bin Isa Al Khalifa, krónprins Barein, var einn af þeim sem staddur var með knattspyrnugoðsögninni David Beckham við veiðar hér á landinu um helgina. Lífið 25. júní 2019 14:59
Rúmlega þúsund kröfur vegna Gaman ferða Ferðamálastofa áætlar að nokkurn tíma muni taka að fara yfir þann mikla fjölda krafna sem gerður var í tryggingafé ferðaskrifstofunnar Gaman ferða, sem lögðu upp laupana í vor. Viðskipti innlent 25. júní 2019 10:25
David Beckham og félagar aftur mættir í veiði: „Við elskum Ísland“ Knattspyrnugoðsögnin David Beckham er enn á ný mættur til Íslands í veiði með félögum sínum, þeim Björgólfi Thor Björgólfssyni og breska leikstjóranum Guy Ritchie. Þeir félagar voru einnig staddir hér á landi í sömu erindagjörðum á síðasta ári. Lífið 25. júní 2019 09:35
BBC fjallar um glæfralega hegðun og skeytingarleysi áhrifavalda á Íslandi Íslendingar eru langþreyttir á virðingarleysi erlendra áhrifavalda, að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um áhrifavaldastrauminn hingað til lands síðustu ár og vaxandi vinsældir Íslands á samfélagsmiðlum. Innlent 25. júní 2019 08:25
Bíll flaut niður Krossá og hafnaði á göngubrú Erlent par á ferð um Þórsmörk komst heldur betur í hann krappann í dag þegar þau hugðust þvera Krossá á bifreið sinni, í stað þess að komast klakklaust yfir var dýptin mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir og tók bíllinn að fljóta niður eftir ánni þar til að hann hafnaði á göngubrú yfir ána. Innlent 23. júní 2019 22:05
Rukkað í Skálholti í gegnum ökutæki Skálholt er mjög vinsæll ferðamannastaður í Uppsveitum Árnessýslu en um tvö hundruð og fjörutíu þúsund ferðamenn heimsækja staðin á hverju ári. Innlent 23. júní 2019 11:00