Mótmæltu fyrirhuguðu ferðabanni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. mars 2020 20:01 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Vísir/Vilhelm Ferðaskrifstofur hafa í samvinnu við Icelandair skipulagt loftbrú til að flytja Íslendinga heim frá Kanaríeyjum í fimmtán flugferðum á fjórum dögum. Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt hugmyndum innan Evrópusambandsins um ferðabann innan Schengen svæðisins. Það hefur verið nokkuð rólegt yfir í flugstöðinni Keflavík. Margir þeirra örfáu ferðamanna sem komu til landsins um klukkan tíu í morgun voru með andlitsgrímur. Minnst sautján af þrjátíu og einni fyrirhugaðri brottför hefur til að mynda verið aflýst á tímabilinu frá því um klukkan eitt í nótt til klukkan tíu í kvöld. Ferðaskrifstofa Íslands, Vita og Heimsferðir í samstarfi við Icelandair hafa aftur á móti skipulagt loftbrú frá Kanaríeyjum til Íslands þar sem nú er útgöngubann. Icelandair hyggst fljúga fimmtán ferðir þangað næstu fjóra daga. Reiknað er með að þeir á milli tvö og þrjú þúsund Íslendingar sem staddir eru á Kanaríeyjum á vegum ferðaskrifstofa verði komnir heim á föstudag. Einnig er hafin almenn sala flugferða sem áætlaðar eru á föstudaginn frá Tenerife og Kanarí. Ferðabannið rætt á leiðtogafundi ESB Tillaga framkvæmdastjórnar ESB um tímabundið bann við óþarfa ferðalögum á Scengen-svæðinu var rædd á fundi ríkisstjórnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. „Við höfum komið á framfæri ákveðnum mótmælum enda höfum við fylgt vísindalegum sjónarmiðum í öllum okkar ákvörðunum varðandi veiruna til þessa," sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi. „Það kemur ákvörðun sem verður borin undir leiðtogafund í dag og henni verður beint til Íslands," sagði Áslaug en leiðtogafundi Evrópusambandsríkjanna sem fram fór í gegnum fjarfundabúnað og lauk nú fyrr í kvöld. „Það hafa þegar ýmis landamæri verið lokuð víða, ekki bara innan Schengen-landanna heldur mun víðar og þetta mun ekki hafa áhrif á þær lokanir. Þær munu áfram halda þó að það sé verið að beina til þess að ytri landamæri Schengen muni einnig loka. En við getum þá áfram ferðast innan landa sem ekki ennþá hafa lokað sínum eigin landamærum," sagði Áslaug. Ekki stefnan að grípa inn í rekstur Icelandair Til viðbótar við þær ferðatakmarkanir sem þegar hafa tekið gildi er ljóst er að slíkt ferðabann myndi hafa veruleg áhrif á Icelandair. „Við erum ekki með nein áform um það en það er langbest að spyrja forsvarsmenn fyrirtækisins um það hver staðan er og ég skil það þannig að þeir séu að reyna að laga sig að aðstæðum og þetta nýjasta sem er að gerast á schengen svæðinu er kannski ekki til að hjálpa," sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi. Rætt var við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en hann ræddi meðal annars við utanríkisráðherra Bandaríkjanna í dag. Lengra viðtal við Guðlaug Þór má sjá í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Ferðamennska á Íslandi Utanríkismál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira
Ferðaskrifstofur hafa í samvinnu við Icelandair skipulagt loftbrú til að flytja Íslendinga heim frá Kanaríeyjum í fimmtán flugferðum á fjórum dögum. Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt hugmyndum innan Evrópusambandsins um ferðabann innan Schengen svæðisins. Það hefur verið nokkuð rólegt yfir í flugstöðinni Keflavík. Margir þeirra örfáu ferðamanna sem komu til landsins um klukkan tíu í morgun voru með andlitsgrímur. Minnst sautján af þrjátíu og einni fyrirhugaðri brottför hefur til að mynda verið aflýst á tímabilinu frá því um klukkan eitt í nótt til klukkan tíu í kvöld. Ferðaskrifstofa Íslands, Vita og Heimsferðir í samstarfi við Icelandair hafa aftur á móti skipulagt loftbrú frá Kanaríeyjum til Íslands þar sem nú er útgöngubann. Icelandair hyggst fljúga fimmtán ferðir þangað næstu fjóra daga. Reiknað er með að þeir á milli tvö og þrjú þúsund Íslendingar sem staddir eru á Kanaríeyjum á vegum ferðaskrifstofa verði komnir heim á föstudag. Einnig er hafin almenn sala flugferða sem áætlaðar eru á föstudaginn frá Tenerife og Kanarí. Ferðabannið rætt á leiðtogafundi ESB Tillaga framkvæmdastjórnar ESB um tímabundið bann við óþarfa ferðalögum á Scengen-svæðinu var rædd á fundi ríkisstjórnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. „Við höfum komið á framfæri ákveðnum mótmælum enda höfum við fylgt vísindalegum sjónarmiðum í öllum okkar ákvörðunum varðandi veiruna til þessa," sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi. „Það kemur ákvörðun sem verður borin undir leiðtogafund í dag og henni verður beint til Íslands," sagði Áslaug en leiðtogafundi Evrópusambandsríkjanna sem fram fór í gegnum fjarfundabúnað og lauk nú fyrr í kvöld. „Það hafa þegar ýmis landamæri verið lokuð víða, ekki bara innan Schengen-landanna heldur mun víðar og þetta mun ekki hafa áhrif á þær lokanir. Þær munu áfram halda þó að það sé verið að beina til þess að ytri landamæri Schengen muni einnig loka. En við getum þá áfram ferðast innan landa sem ekki ennþá hafa lokað sínum eigin landamærum," sagði Áslaug. Ekki stefnan að grípa inn í rekstur Icelandair Til viðbótar við þær ferðatakmarkanir sem þegar hafa tekið gildi er ljóst er að slíkt ferðabann myndi hafa veruleg áhrif á Icelandair. „Við erum ekki með nein áform um það en það er langbest að spyrja forsvarsmenn fyrirtækisins um það hver staðan er og ég skil það þannig að þeir séu að reyna að laga sig að aðstæðum og þetta nýjasta sem er að gerast á schengen svæðinu er kannski ekki til að hjálpa," sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi. Rætt var við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en hann ræddi meðal annars við utanríkisráðherra Bandaríkjanna í dag. Lengra viðtal við Guðlaug Þór má sjá í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Ferðamennska á Íslandi Utanríkismál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira