Veiran miklu meira smitandi en göngugarpurinn Róbert gat ímyndað sér Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. mars 2020 09:14 Róbert Marshall, fyrrverandi fjölmiðla- og alþingismaður, göngugarpur og verðandi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Íslands. stjórnarráðið Róbert Marshall, verðandi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, var í hópi þeirra göngugarpa sem smitaðist við Mývatn um þarsíðustu helgi. Nær allir meðlimir hópsins hafa ýmist sýnt einkenni eða greinst með kórónuveirusmit og segir Róbert ljóst að um mikla óværu sé að ræða, enda hafi hópurinn hugað vel að smitvörnum. Í hópnum voru 24 göngugarpar sem gengu á gönguskíðum við Mývatni helgina 13. til 15. mars og gistu á hóteli í nágrenninu. Sjá einnig. Næstum allir líklega smitaðir eftir 24 manna útivistarævintýri á Norðurlandi „Þarna var verið að fara eftir öllum þeim ráðleggingum sem voru í gildi, þetta er náttúrulega fyrir samkomubann. Enginn heilsaðist með handabandi, engin faðmlög, engar hópmyndatökur þar sem fólk var ofan í hvort öðru og svo framvegis,“ segir Róbert Marshall og tekur þar í sama streng og Andrea Sigurðardóttir, samferðakona hans, sem ritaði til að mynda pistil í gær þar sem hún rekur ferð hópsins. Hópurinn í góðum gír í Jarðböðunum. Myndatakan tók aðeins nokkrar sekúndur að sögn Andreu Sigurðardóttur sem var á meðal ferðalanganna. Annars var leitast við að halda tveggja metra bili. Róbert er nú í sóttkví eftir ferðina, segist vera einkennalaus að frátöldu kvefi sem hann hefur burðast með undanfarnar vikur. Hann segir að á þriðjudag eftir heimkomu hafi fólk í hópnum farið að finna fyrir einkennum. Tvær drifu sig þá í sýnatöku sem báðar sýndu fram á smit. Nú hefur komið á daginn að hið minnsta 20 af 24 göngugörpum hafa greinst með kórónuveiru. Þegar fréttastofa ræddi við Róbert um helgina sagðist hann vonast til að geta komist sjálfur í sýnatöku í dag, mánudag. „Ég talaði við mína heilsugæslu á föstudag og var tjáð að ég væri ekki með nógu mikil einkenni til þess að það væri forsvaranlegt,“ segir Róbert. Sjá einnig: „Allt tal um snjóhúsaknús er tóm þvæla“ Hann segist ekki hafa getað gert sér í hugarlund hversu smitandi veiran er í raun. „Það rennur upp fyrir manni, þegar maður hefur orðið vitni að þessu, að þetta er bráðsmitandi. Eiginlega miklu meira en maður hafði ímyndað sér vegna þess að maður var að þvo sér um hendur, hvað maður snerti og hélt höndunum frá andlitinu,“ segir Róbert. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvernig gönguhópurinn smitaðist, en fyrrnefnd Andrea telur að uppruna smitsins megi mögulega rekja til hótelsins þar sem hópurinn gisti. Ferðamennska á Íslandi Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Allt tal um snjóhúsaknús er tóm þvæla“ Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur segir að alls séu tuttugu af þeim 24 sem fóru saman í skíðaferð í Mývatnssveit um þarsíðustu helgi hafi greinst með kórónuveiru. 23. mars 2020 07:48 Næstum allir líklega smitaðir eftir 24 manna útivistarævintýri á Norðurlandi Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur er líklega smituð af kórónuveirunni eftir gönguskíðaferð sem hún fór í með vinum sínum á Norðurlandi um síðustu helgi. 21. mars 2020 10:44 Ríkisstjórnin fær Marshall-aðstoð Róbert Marshall hefur verið ráðinn til þriggja mánaða í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar. 20. mars 2020 12:49 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Róbert Marshall, verðandi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, var í hópi þeirra göngugarpa sem smitaðist við Mývatn um þarsíðustu helgi. Nær allir meðlimir hópsins hafa ýmist sýnt einkenni eða greinst með kórónuveirusmit og segir Róbert ljóst að um mikla óværu sé að ræða, enda hafi hópurinn hugað vel að smitvörnum. Í hópnum voru 24 göngugarpar sem gengu á gönguskíðum við Mývatni helgina 13. til 15. mars og gistu á hóteli í nágrenninu. Sjá einnig. Næstum allir líklega smitaðir eftir 24 manna útivistarævintýri á Norðurlandi „Þarna var verið að fara eftir öllum þeim ráðleggingum sem voru í gildi, þetta er náttúrulega fyrir samkomubann. Enginn heilsaðist með handabandi, engin faðmlög, engar hópmyndatökur þar sem fólk var ofan í hvort öðru og svo framvegis,“ segir Róbert Marshall og tekur þar í sama streng og Andrea Sigurðardóttir, samferðakona hans, sem ritaði til að mynda pistil í gær þar sem hún rekur ferð hópsins. Hópurinn í góðum gír í Jarðböðunum. Myndatakan tók aðeins nokkrar sekúndur að sögn Andreu Sigurðardóttur sem var á meðal ferðalanganna. Annars var leitast við að halda tveggja metra bili. Róbert er nú í sóttkví eftir ferðina, segist vera einkennalaus að frátöldu kvefi sem hann hefur burðast með undanfarnar vikur. Hann segir að á þriðjudag eftir heimkomu hafi fólk í hópnum farið að finna fyrir einkennum. Tvær drifu sig þá í sýnatöku sem báðar sýndu fram á smit. Nú hefur komið á daginn að hið minnsta 20 af 24 göngugörpum hafa greinst með kórónuveiru. Þegar fréttastofa ræddi við Róbert um helgina sagðist hann vonast til að geta komist sjálfur í sýnatöku í dag, mánudag. „Ég talaði við mína heilsugæslu á föstudag og var tjáð að ég væri ekki með nógu mikil einkenni til þess að það væri forsvaranlegt,“ segir Róbert. Sjá einnig: „Allt tal um snjóhúsaknús er tóm þvæla“ Hann segist ekki hafa getað gert sér í hugarlund hversu smitandi veiran er í raun. „Það rennur upp fyrir manni, þegar maður hefur orðið vitni að þessu, að þetta er bráðsmitandi. Eiginlega miklu meira en maður hafði ímyndað sér vegna þess að maður var að þvo sér um hendur, hvað maður snerti og hélt höndunum frá andlitinu,“ segir Róbert. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvernig gönguhópurinn smitaðist, en fyrrnefnd Andrea telur að uppruna smitsins megi mögulega rekja til hótelsins þar sem hópurinn gisti.
Ferðamennska á Íslandi Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Allt tal um snjóhúsaknús er tóm þvæla“ Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur segir að alls séu tuttugu af þeim 24 sem fóru saman í skíðaferð í Mývatnssveit um þarsíðustu helgi hafi greinst með kórónuveiru. 23. mars 2020 07:48 Næstum allir líklega smitaðir eftir 24 manna útivistarævintýri á Norðurlandi Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur er líklega smituð af kórónuveirunni eftir gönguskíðaferð sem hún fór í með vinum sínum á Norðurlandi um síðustu helgi. 21. mars 2020 10:44 Ríkisstjórnin fær Marshall-aðstoð Róbert Marshall hefur verið ráðinn til þriggja mánaða í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar. 20. mars 2020 12:49 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
„Allt tal um snjóhúsaknús er tóm þvæla“ Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur segir að alls séu tuttugu af þeim 24 sem fóru saman í skíðaferð í Mývatnssveit um þarsíðustu helgi hafi greinst með kórónuveiru. 23. mars 2020 07:48
Næstum allir líklega smitaðir eftir 24 manna útivistarævintýri á Norðurlandi Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur er líklega smituð af kórónuveirunni eftir gönguskíðaferð sem hún fór í með vinum sínum á Norðurlandi um síðustu helgi. 21. mars 2020 10:44
Ríkisstjórnin fær Marshall-aðstoð Róbert Marshall hefur verið ráðinn til þriggja mánaða í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar. 20. mars 2020 12:49