Keflavíkurflugvöllur eins og draugabær Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2020 17:58 Nánast engir ferðamenn eru að koma til landsins og engir Íslendingar á leið úr landi. Vísir/Vilhelm Keflavíkurflugvöllur leit út eins og draugabær í dag en ferðamönnum hefur fækkað gífurlega hér á landi og sömuleiðis ferðum Íslendinga vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og samkomubanns. Fyrr í þessum mánuði fór þar að auki að draga verulega úr flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Sjá einnig: Stórlega dregið úr umferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu Samkomubannið sem er í gildi hér á landi var hert á miðnætti og mega tuttugu manns eða fleiri nú ekki koma saman. Sjá einnig: „Við erum ekkert að grínast með þetta“ Er takmörkununum ætlað að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Enn er lögð áhersla á að nánd milli fólks verði ekki minni en tveir metrar og í allri starfsemi verður að tryggja að hægt sé að hafa minnst tvo metra á milli einstaklinga. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir fjölda fyrirtækja skella í lás í dag á fyrsta degi herts samkomubanns. Sum fyrirtæki megi hreinlega ekki starfa, önnur sjá ekki hag sinn í að hafa opið og mörgum er lokað vegna lítillar eftirspurnar. Sjá einnig: Fjöldi fyrirtækja skellti í lás í dag Ljósmyndari Vísis, Vilhelm Gunnarsson, tók göngutúr um Keflavíkurflugvöll í dag og fangaði andrúmsloftið. Myndirnar má sjá hér að neðan. 240 manns var sagt upp hjá Icelandair í gær og var einnig gripið til annarskonar aðgerða.Vísir/Vilhelm Fáir ferðamenn voru að fara í flug í dag.Vísir/Vilhelm Þessi ferðamaður var á leið úr landi og var ef til vill beðinn um að slökkva ljósin á eftir sér.Vísir/Vilhelm Bílastæðin við Keflavíkurflugvöll eru nánast tóm.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Flugvélum hefur verið lagt víða um heim.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur leit út eins og draugabær í dag en ferðamönnum hefur fækkað gífurlega hér á landi og sömuleiðis ferðum Íslendinga vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og samkomubanns. Fyrr í þessum mánuði fór þar að auki að draga verulega úr flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Sjá einnig: Stórlega dregið úr umferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu Samkomubannið sem er í gildi hér á landi var hert á miðnætti og mega tuttugu manns eða fleiri nú ekki koma saman. Sjá einnig: „Við erum ekkert að grínast með þetta“ Er takmörkununum ætlað að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Enn er lögð áhersla á að nánd milli fólks verði ekki minni en tveir metrar og í allri starfsemi verður að tryggja að hægt sé að hafa minnst tvo metra á milli einstaklinga. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir fjölda fyrirtækja skella í lás í dag á fyrsta degi herts samkomubanns. Sum fyrirtæki megi hreinlega ekki starfa, önnur sjá ekki hag sinn í að hafa opið og mörgum er lokað vegna lítillar eftirspurnar. Sjá einnig: Fjöldi fyrirtækja skellti í lás í dag Ljósmyndari Vísis, Vilhelm Gunnarsson, tók göngutúr um Keflavíkurflugvöll í dag og fangaði andrúmsloftið. Myndirnar má sjá hér að neðan. 240 manns var sagt upp hjá Icelandair í gær og var einnig gripið til annarskonar aðgerða.Vísir/Vilhelm Fáir ferðamenn voru að fara í flug í dag.Vísir/Vilhelm Þessi ferðamaður var á leið úr landi og var ef til vill beðinn um að slökkva ljósin á eftir sér.Vísir/Vilhelm Bílastæðin við Keflavíkurflugvöll eru nánast tóm.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Flugvélum hefur verið lagt víða um heim.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Sjá meira