Dagur þrjú: Ferðalangur í eigin landi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. mars 2020 11:00 Garpur ferðast einn um Ísland á tímum kórónuveiru. Fallegt hrafnapar náði athygli hans á jökli. Vísir/Garpur Elísabetarson Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. Ferðadagbók hans fyrir þriðja dag ferðarinnar má finna hér fyrir neðan. Klippa: Dagur 3 - Ferðalangur í eigin landi Ég vaknaði þriðja daginn í ferðalaginu við fallegt útsýni frá Hótel Kötlu, austan við Vík. Veðrið var á báðum áttum, skin eða skúrir. Áður en ég yfirgaf svæðið fór ég í göngutúr fyrir ofan bæinn og renndi mér á línum þvers og kruss yfir gilið sem liggur fyrir ofan Vík. Vísir/Garpur Elísabetarson Framundan beið mín svo ferðalag yfir sandanna í austurátt að Vatnajökli. Þessi leið er ein af mínum uppáhaldsleiðum til að keyra og það er eiginlega synd að hafa ekki bílstjóra til að keyra fyrir sig, svo maður geti dáðst að útsýninu, af öllum jöklunum sem leka niður frá Vatnajökli. Vísir/Garpur Elísabetarson Ég vissi svo sem ekkert hvað beið mín eða hvað ég myndi ná langt áður en ég myndi bregða á leik. Vinir mínir og ofurleiðsögumennirnir Íris og Árni búa undir Vatnajökli og renndi ég við hjá þeim og plataði þau til þess að koma með mér uppá Falljökul. Sá jökull hefur verið aðal áfangastaður jökulþyrsta ferðamanna síðan Svínafellsjökull lokaði fyrir nokkrum árum. Vísir/Garpur Elísabetarson Það fer enginn einn upp á jöklanna, sama hvað, en ég þurfti nú ekki mikið til að sannfæra vini mína að koma með mér í leiðangur. Jökullinn bauð okkur velkomin í allri sinni dýrð. Veðrið sem var búið að vera á báðum áttum um daginn róaði sig niður og gaf okkur fínasta ferðaveður á meðan við óðum snjóinn að jöklinum. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Í fyrsta nestisstoppi hlýtur að hafa skrjáfað hressilega í kexpakkanum sem við vorum með, því ofur fallegt hrafnspar ákvað að veita okkur félagsskap upp jökulinn. Þeir kunna sýna kúnst vel og voru aldrei langt undan þegar bakpokarnir sigu niður í jörðina, nestið er að koma. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Við fundum ísvegg sem upplagt var að príla aðeins í og við settum upp línu og klifruðum stundarkorn. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Ég endaði svo kvöldið í Öræfum, á Fosshótel Glacier Lagoon þar sem ég lagðist dauðþreyttur og sæll á koddann, spenntur fyrir morgundeginum og þeim ævintýrum sem hann hefur í för með sér. Vísir/Garpur Elísabetarson Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ferðalangur í eigin landi Tengdar fréttir Dagur tvö: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. 26. mars 2020 10:30 Dagur eitt: Ferðalangur í eigin landi Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. Á leið sinni um landið tekur hann myndir og skrifar ferðadagbók hér á Vísi. 25. mars 2020 09:30 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. Ferðadagbók hans fyrir þriðja dag ferðarinnar má finna hér fyrir neðan. Klippa: Dagur 3 - Ferðalangur í eigin landi Ég vaknaði þriðja daginn í ferðalaginu við fallegt útsýni frá Hótel Kötlu, austan við Vík. Veðrið var á báðum áttum, skin eða skúrir. Áður en ég yfirgaf svæðið fór ég í göngutúr fyrir ofan bæinn og renndi mér á línum þvers og kruss yfir gilið sem liggur fyrir ofan Vík. Vísir/Garpur Elísabetarson Framundan beið mín svo ferðalag yfir sandanna í austurátt að Vatnajökli. Þessi leið er ein af mínum uppáhaldsleiðum til að keyra og það er eiginlega synd að hafa ekki bílstjóra til að keyra fyrir sig, svo maður geti dáðst að útsýninu, af öllum jöklunum sem leka niður frá Vatnajökli. Vísir/Garpur Elísabetarson Ég vissi svo sem ekkert hvað beið mín eða hvað ég myndi ná langt áður en ég myndi bregða á leik. Vinir mínir og ofurleiðsögumennirnir Íris og Árni búa undir Vatnajökli og renndi ég við hjá þeim og plataði þau til þess að koma með mér uppá Falljökul. Sá jökull hefur verið aðal áfangastaður jökulþyrsta ferðamanna síðan Svínafellsjökull lokaði fyrir nokkrum árum. Vísir/Garpur Elísabetarson Það fer enginn einn upp á jöklanna, sama hvað, en ég þurfti nú ekki mikið til að sannfæra vini mína að koma með mér í leiðangur. Jökullinn bauð okkur velkomin í allri sinni dýrð. Veðrið sem var búið að vera á báðum áttum um daginn róaði sig niður og gaf okkur fínasta ferðaveður á meðan við óðum snjóinn að jöklinum. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Í fyrsta nestisstoppi hlýtur að hafa skrjáfað hressilega í kexpakkanum sem við vorum með, því ofur fallegt hrafnspar ákvað að veita okkur félagsskap upp jökulinn. Þeir kunna sýna kúnst vel og voru aldrei langt undan þegar bakpokarnir sigu niður í jörðina, nestið er að koma. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Við fundum ísvegg sem upplagt var að príla aðeins í og við settum upp línu og klifruðum stundarkorn. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Ég endaði svo kvöldið í Öræfum, á Fosshótel Glacier Lagoon þar sem ég lagðist dauðþreyttur og sæll á koddann, spenntur fyrir morgundeginum og þeim ævintýrum sem hann hefur í för með sér. Vísir/Garpur Elísabetarson Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar.
Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ferðalangur í eigin landi Tengdar fréttir Dagur tvö: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. 26. mars 2020 10:30 Dagur eitt: Ferðalangur í eigin landi Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. Á leið sinni um landið tekur hann myndir og skrifar ferðadagbók hér á Vísi. 25. mars 2020 09:30 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Dagur tvö: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. 26. mars 2020 10:30
Dagur eitt: Ferðalangur í eigin landi Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. Á leið sinni um landið tekur hann myndir og skrifar ferðadagbók hér á Vísi. 25. mars 2020 09:30