Enginn veit … Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 29. mars 2020 17:11 Fyrir aðeins mánuði síðan hefðu fáir getað ímyndað sér stöðuna eins og hún er í dag. Kórónuveiran hefur stökkbreytt samfélögum og hagkerfum heimsbyggðarinnar á örskömmum tíma. Við þekkjum ekki þessa veröld sem við búum við í dag og horfum agndofa á hvernig veiran þýtur um heiminn og veldur veikindum, dauða og lamar mörg þau gangverk sem við höfum hingað til talið sjálfsögð. Ferðaþjónusta er sú atvinnugrein sem fyrst fær rothöggið. Ferðaþjónusta eins og við þekktum hana fyrir örfáum vikum síðan hefur nú nánast lagst af. Það er átakanlegt að horfa á hvert hótelið á fætur öðru skella í lás, veitingahús sömuleiðis, rútuflotann og bílaleigubílana verklausa, snjósleðana komna niður á láglendi, hvalaskoðunarskipin bundin við höfn, flugvélaflotann á jörðu niðri. Starfsfólk í tugþúsundatali sem veit ekki sitt rjúkandi ráð. Það stefndi í gott ferðaþjónustuár 2020 - sem hefði án vafa skotið enn styrkari stoðum undir ferðaþjónustu sem burðarás í íslensku atvinnulífi, stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugreinina sem skapar líf, störf og tekjur um land allt. Á þessari stundu veit enginn hversu lengi þetta ástand, sem ekkert okkar vill vera í, kemur til með að vara. Hvenær getum við keyrt vélarnar aftur í gang? Hvenær verður ferðatakmörkunum aflétt? Hvernig verður efnahagsástand í á markaðssvæðunum okkar þegar upp verður staðið? Hvenær verða ferðamenn tilbúnir til að ferðast aftur? Verður það eftir tvo mánuði? Sex mánuði? Tólf mánuði, eða kannski ekki fyrr en eftir átján mánuði? Það veit enginn. Á meðan er það lífsnauðsynlegt að halda lífi í fyrirtækjunum, svo þau verði tilbúin til áframhaldandi verðmætasköpunar um leið og rofar til. Það er lykilatriði að viðhalda ráðningarsambandi fyrirtækja og starfsmanna, eins lengi og auðið er. Við megum ekki við því að missa þá þekkingu og reynslu sem byggst hefur upp undanfarin ár. Ferðaþjónustan var sú atvinnugrein sem keyrði okkur af krafti upp úr síðustu kreppu og hún hefur alla burði til að gera það aftur. Fyrstu björgunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar voru kærkomnar og það var ómetanlegt að finna stuðning hins opinbera strax frá fyrstu stundu. Þessar aðgerðir komu án efa í veg fyrir fjöldauppsagnir i stórum stíl. Það er mikilvægt að smíða og hafa tilbúið í startholunum alþjóðlegt markaðsátak, sem fer í gang um leið og færi gefst. Það er ekki ólíklegt að þegar upp verður staðið, verðum við með sterk spil á hendi - með víðfemið, víðernin og fámennið. Það er líka mikilvægt að fara í markaðsátak á innanlandsmarkaði, þar sem það er líklegt að íslenskir ferðamenn verði tilbúnir til ferða um landið og viðskipta við innlend fyrirtæki fyrr en erlendir gestir. Það er óskandi að Íslendingar skynji líka mikilvægi þess að eiga þessi viðskipti og örva þar með heimahagkerfið. Fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar munu gera mörgum fyrirtækjum kleift að þreyja þorrann í einhverjar vikur eða mánuði. Það liggur hins vegar fyrir að ef við missum út háannatíma ferðaþjónustu verðum við í verulegra slæmri stöðu, sem mun krefjast töluvert meiri stuðnings frá hinu opinbera. Það liggur allavega fyrir að hafi einhver efast um gildi og þýðingu ferðaþjónustu fyrir íslenskt hagkerfi, atvinnusköpun og byggðamál, þá ætti að vera runnið upp ljós fyrir hinum sama núna. Það sannast hið fornkveðna að „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Bjarnheiður Hallsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir aðeins mánuði síðan hefðu fáir getað ímyndað sér stöðuna eins og hún er í dag. Kórónuveiran hefur stökkbreytt samfélögum og hagkerfum heimsbyggðarinnar á örskömmum tíma. Við þekkjum ekki þessa veröld sem við búum við í dag og horfum agndofa á hvernig veiran þýtur um heiminn og veldur veikindum, dauða og lamar mörg þau gangverk sem við höfum hingað til talið sjálfsögð. Ferðaþjónusta er sú atvinnugrein sem fyrst fær rothöggið. Ferðaþjónusta eins og við þekktum hana fyrir örfáum vikum síðan hefur nú nánast lagst af. Það er átakanlegt að horfa á hvert hótelið á fætur öðru skella í lás, veitingahús sömuleiðis, rútuflotann og bílaleigubílana verklausa, snjósleðana komna niður á láglendi, hvalaskoðunarskipin bundin við höfn, flugvélaflotann á jörðu niðri. Starfsfólk í tugþúsundatali sem veit ekki sitt rjúkandi ráð. Það stefndi í gott ferðaþjónustuár 2020 - sem hefði án vafa skotið enn styrkari stoðum undir ferðaþjónustu sem burðarás í íslensku atvinnulífi, stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugreinina sem skapar líf, störf og tekjur um land allt. Á þessari stundu veit enginn hversu lengi þetta ástand, sem ekkert okkar vill vera í, kemur til með að vara. Hvenær getum við keyrt vélarnar aftur í gang? Hvenær verður ferðatakmörkunum aflétt? Hvernig verður efnahagsástand í á markaðssvæðunum okkar þegar upp verður staðið? Hvenær verða ferðamenn tilbúnir til að ferðast aftur? Verður það eftir tvo mánuði? Sex mánuði? Tólf mánuði, eða kannski ekki fyrr en eftir átján mánuði? Það veit enginn. Á meðan er það lífsnauðsynlegt að halda lífi í fyrirtækjunum, svo þau verði tilbúin til áframhaldandi verðmætasköpunar um leið og rofar til. Það er lykilatriði að viðhalda ráðningarsambandi fyrirtækja og starfsmanna, eins lengi og auðið er. Við megum ekki við því að missa þá þekkingu og reynslu sem byggst hefur upp undanfarin ár. Ferðaþjónustan var sú atvinnugrein sem keyrði okkur af krafti upp úr síðustu kreppu og hún hefur alla burði til að gera það aftur. Fyrstu björgunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar voru kærkomnar og það var ómetanlegt að finna stuðning hins opinbera strax frá fyrstu stundu. Þessar aðgerðir komu án efa í veg fyrir fjöldauppsagnir i stórum stíl. Það er mikilvægt að smíða og hafa tilbúið í startholunum alþjóðlegt markaðsátak, sem fer í gang um leið og færi gefst. Það er ekki ólíklegt að þegar upp verður staðið, verðum við með sterk spil á hendi - með víðfemið, víðernin og fámennið. Það er líka mikilvægt að fara í markaðsátak á innanlandsmarkaði, þar sem það er líklegt að íslenskir ferðamenn verði tilbúnir til ferða um landið og viðskipta við innlend fyrirtæki fyrr en erlendir gestir. Það er óskandi að Íslendingar skynji líka mikilvægi þess að eiga þessi viðskipti og örva þar með heimahagkerfið. Fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar munu gera mörgum fyrirtækjum kleift að þreyja þorrann í einhverjar vikur eða mánuði. Það liggur hins vegar fyrir að ef við missum út háannatíma ferðaþjónustu verðum við í verulegra slæmri stöðu, sem mun krefjast töluvert meiri stuðnings frá hinu opinbera. Það liggur allavega fyrir að hafi einhver efast um gildi og þýðingu ferðaþjónustu fyrir íslenskt hagkerfi, atvinnusköpun og byggðamál, þá ætti að vera runnið upp ljós fyrir hinum sama núna. Það sannast hið fornkveðna að „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun