Ferðaskrifstofur mega vinna saman til að koma fólki heim Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2020 08:33 Farbönn sem ýmis ríki hafa gripið til undanfarna daga raska ferðaáætlunum margra, bæði íslenskra og erlendra ferðamanna. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Samkeppniseftirlitið hefur veitt ferðaskrifstofum heimild til að vinna saman að því að tryggja að viðskiptavinir þeirra komist til síns heima og takmarka tjón sem hlýst af kórónuveiruheimsfaraldrinum. Áður hafði stofnunin leyft ferðaþjónustufyrirtækjum að hafa samstarf til að bregðast við faraldrinum. Nokkur ríki hafa nú gripið til þess að loka landamærum sínum eða takmarka ferðalög verulega vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá því í gær er vísað til fordæmalauss ástands sem nú ríki. Samstarf ferðaskrifstofanna er bundið þeim skilyrðum að Ferðamálastofa meti samstarfið nauðsynlegt hverju sinni og að stofnunin sé þátttakandi eða sé gefinn kostur á að vera þátttakandi í öllum samskiptum sem lúta að samstarfinu. Tilgangur þessa er sagður að tryggja að samstarf þessara keppinauta eigi sér aðeins stað að því marki sem Ferðamálastofa telur óhjákvæmilegt til að verja þá hagsmuni sem í húfi eru. Um leið sé tryggt að Ferðamálastofa öðlist yfirsýn yfir þær aðgerðir sem keppinautar á markaðnum grípa til að þessu leyti. Samtök í ferðaþjónustu (SAF) fengu undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu til að gera ferðaþjónustunni betur kleift að grípa til aðgerða til að verja eða auka eftirspurn eftir íslenskri ferðaþjónustu 4. mars. Á föstudag veitti Samkeppniseftirlitið leyfi til samstarfs keppinauta á vettvangi innflutnings og dreifingar á lyfjum sem sé nauðsynlegt til að bregðast við almannavá vegna faraldursins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Samkeppnismál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur veitt ferðaskrifstofum heimild til að vinna saman að því að tryggja að viðskiptavinir þeirra komist til síns heima og takmarka tjón sem hlýst af kórónuveiruheimsfaraldrinum. Áður hafði stofnunin leyft ferðaþjónustufyrirtækjum að hafa samstarf til að bregðast við faraldrinum. Nokkur ríki hafa nú gripið til þess að loka landamærum sínum eða takmarka ferðalög verulega vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá því í gær er vísað til fordæmalauss ástands sem nú ríki. Samstarf ferðaskrifstofanna er bundið þeim skilyrðum að Ferðamálastofa meti samstarfið nauðsynlegt hverju sinni og að stofnunin sé þátttakandi eða sé gefinn kostur á að vera þátttakandi í öllum samskiptum sem lúta að samstarfinu. Tilgangur þessa er sagður að tryggja að samstarf þessara keppinauta eigi sér aðeins stað að því marki sem Ferðamálastofa telur óhjákvæmilegt til að verja þá hagsmuni sem í húfi eru. Um leið sé tryggt að Ferðamálastofa öðlist yfirsýn yfir þær aðgerðir sem keppinautar á markaðnum grípa til að þessu leyti. Samtök í ferðaþjónustu (SAF) fengu undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu til að gera ferðaþjónustunni betur kleift að grípa til aðgerða til að verja eða auka eftirspurn eftir íslenskri ferðaþjónustu 4. mars. Á föstudag veitti Samkeppniseftirlitið leyfi til samstarfs keppinauta á vettvangi innflutnings og dreifingar á lyfjum sem sé nauðsynlegt til að bregðast við almannavá vegna faraldursins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Samkeppnismál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira