Flestum flugferðum aflýst og sárafáir ferðamenn að koma Lillý Valgerður Pétursdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 21. mars 2020 16:30 Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. Vísir/Birgir Sárafáir ferðamenn koma til landsins þessa dagana og segir ferðamálastjóri fjölda þeirra sem fara um Leifsstöð vera allt niður í fjórðung af því sem áður var. Hann vonar að landsmönnum sem ferðast innanlands fjölgi í sumar. Búið er að aflýsa langflestum flugferðum um Keflavíkurflugvöll í dag líkt og síðustu daga. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir fáa á ferð. „Það eru sárafáar komur ferðamanna til landsins og það sést náttúrulega bara á talningunni í Keflavík að það eru sárafáir ferðamenn að koma og það endurspeglar ástandið í ferðaþjónustunni sem er og má gera ráð fyrir að verði á næstu vikum. Við erum að sjá að komur til landsins eru vel innan við þriðjungur, jafnvel fjórðungur, af því sem að eðlilegt er,“ segir Skarphéðinn. Skarphéðinn segir þetta hafa mikil áhrif á fyrirtæki í ferðaþjónustu. „Það eru fyrirtæki í gistingu sem er að sameina húsnæði, hótel og gistihús. Fyrirtæki í afþreyingu eru að gera ýmislegt í svipuðum dúr þannig að það er verulegur samdráttur,“ segir Skarphéðinn. Hann vonast til þess að þær aðgerðir sem stjórnvöld eru að grípa til komi í veg fyrir að fyrirtækin þurfi að segja upp fólki. Hann vonar að ástandið batni fyrir sumarið og að Íslendingar verði duglegir að ferðast innanlands í sumar. „Sumarið er mikilvægasti tími ársins. Þó að haustið verði gott þá ef sumarið á undan hefur verið lélegt þá er það sem ræður. Því að ferðamenn sem að koma á sumrin þeir dvelja lengur, þeir eyða meiru, þeir ferðast víðar um landið, þannig að það eru okkar mikilvægustu viðskiptavinir,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri í hádegisfréttum Bylgjunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Sárafáir ferðamenn koma til landsins þessa dagana og segir ferðamálastjóri fjölda þeirra sem fara um Leifsstöð vera allt niður í fjórðung af því sem áður var. Hann vonar að landsmönnum sem ferðast innanlands fjölgi í sumar. Búið er að aflýsa langflestum flugferðum um Keflavíkurflugvöll í dag líkt og síðustu daga. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir fáa á ferð. „Það eru sárafáar komur ferðamanna til landsins og það sést náttúrulega bara á talningunni í Keflavík að það eru sárafáir ferðamenn að koma og það endurspeglar ástandið í ferðaþjónustunni sem er og má gera ráð fyrir að verði á næstu vikum. Við erum að sjá að komur til landsins eru vel innan við þriðjungur, jafnvel fjórðungur, af því sem að eðlilegt er,“ segir Skarphéðinn. Skarphéðinn segir þetta hafa mikil áhrif á fyrirtæki í ferðaþjónustu. „Það eru fyrirtæki í gistingu sem er að sameina húsnæði, hótel og gistihús. Fyrirtæki í afþreyingu eru að gera ýmislegt í svipuðum dúr þannig að það er verulegur samdráttur,“ segir Skarphéðinn. Hann vonast til þess að þær aðgerðir sem stjórnvöld eru að grípa til komi í veg fyrir að fyrirtækin þurfi að segja upp fólki. Hann vonar að ástandið batni fyrir sumarið og að Íslendingar verði duglegir að ferðast innanlands í sumar. „Sumarið er mikilvægasti tími ársins. Þó að haustið verði gott þá ef sumarið á undan hefur verið lélegt þá er það sem ræður. Því að ferðamenn sem að koma á sumrin þeir dvelja lengur, þeir eyða meiru, þeir ferðast víðar um landið, þannig að það eru okkar mikilvægustu viðskiptavinir,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira