Lundabúðum lokað Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. mars 2020 10:21 Skilti sem boða brunaútsölur í minjagripabúðum í miðborginni fara ekki fram hjá neinum. Allt verður að fara úr þessari verslun Nordic Store við Laugaveg 41 fyrir yfirvofandi lokun. Vísir/þg Vegna áhrifa kórónuveirunnar á ferðamannaflauminn til landsins hafa aðstandendur minjagripakeðjunnar Nordic Store ákveðið að loka meirihluta verslana sinna - tímabundið að eigin sögn. Gestir miðborgarinnar hafa ekki farið varhluta af yfirvofandi lokunum enda skilti sem boða tugprósenta afslátt í verslunum keðjunnar fyrirferðamikil, eins og myndin hér að ofan ber með sér. Þar að auki segir Bjarni Jónsson, eigandi Nordic Store, í samtali við Morgunblaðið að offramboð sambærilegra verslana í miðborginni bæti ekki úr skák. Minjagripabúðum, eða „lundabúðunum“ svokölluðu, hafi fjölgað um 50 prósent á síðustu árum samhliða uppgangi í ferðaþjónustunni. Því hafi leiðrétting í þessum efnum að líkindum verið tímabær að hans mati, nú þegar hægst hefur á ferðamannastraumnum. Nordic Store ætli þannig að loka fjórum af sex verslunum sínum, en keðjan rekur meðal annars útibú við Laugaveg 4 til 6, 18, 41 og 95 til 99. Bjarni segir að þau hjá Nordic Store hafi verið undir samdrátt búin, eiginfjárstaða félagsins sé góð og að með niðurskurði geti þau tórað lengi. Jafnframt séu vormánuðirnir „langlélegustu mánuðir ársins“ fyrir verslanir í miðborginni þannig að höggið er enn sem komið er ekkert gríðarlegt. Dragist niðursveiflan á langinn gæti þó önnur staða skapast og segist Bjarni því ekki geta útilokað að einhverjum útibúum Nordic Store verði lokað til frambúðar, þó svo að honum þyki það ekki líkleg niðurstaða. Árið verði þó að líkindum „mjög lélegt“ fyrir sambærilega verslun í miðborginni enda stefni í „hörmulegt ár í íslenskri ferðaþjónustu.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Center-hótel loka fimm af sjö hótelum Nú herðir að starfsemi hótela og gistihúsa á landinu. 18. mars 2020 06:53 Fimmtíu manns í ferðaþjónustu misstu vinnuna í febrúar Fjörutíu manns var sagt upp störfum hjá Icelandair Hotels í febrúar. 33 misstu vinnuna í síðustu viku en áður hafði sjö manns verið sagt upp. 4. mars 2020 09:50 Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Vegna áhrifa kórónuveirunnar á ferðamannaflauminn til landsins hafa aðstandendur minjagripakeðjunnar Nordic Store ákveðið að loka meirihluta verslana sinna - tímabundið að eigin sögn. Gestir miðborgarinnar hafa ekki farið varhluta af yfirvofandi lokunum enda skilti sem boða tugprósenta afslátt í verslunum keðjunnar fyrirferðamikil, eins og myndin hér að ofan ber með sér. Þar að auki segir Bjarni Jónsson, eigandi Nordic Store, í samtali við Morgunblaðið að offramboð sambærilegra verslana í miðborginni bæti ekki úr skák. Minjagripabúðum, eða „lundabúðunum“ svokölluðu, hafi fjölgað um 50 prósent á síðustu árum samhliða uppgangi í ferðaþjónustunni. Því hafi leiðrétting í þessum efnum að líkindum verið tímabær að hans mati, nú þegar hægst hefur á ferðamannastraumnum. Nordic Store ætli þannig að loka fjórum af sex verslunum sínum, en keðjan rekur meðal annars útibú við Laugaveg 4 til 6, 18, 41 og 95 til 99. Bjarni segir að þau hjá Nordic Store hafi verið undir samdrátt búin, eiginfjárstaða félagsins sé góð og að með niðurskurði geti þau tórað lengi. Jafnframt séu vormánuðirnir „langlélegustu mánuðir ársins“ fyrir verslanir í miðborginni þannig að höggið er enn sem komið er ekkert gríðarlegt. Dragist niðursveiflan á langinn gæti þó önnur staða skapast og segist Bjarni því ekki geta útilokað að einhverjum útibúum Nordic Store verði lokað til frambúðar, þó svo að honum þyki það ekki líkleg niðurstaða. Árið verði þó að líkindum „mjög lélegt“ fyrir sambærilega verslun í miðborginni enda stefni í „hörmulegt ár í íslenskri ferðaþjónustu.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Center-hótel loka fimm af sjö hótelum Nú herðir að starfsemi hótela og gistihúsa á landinu. 18. mars 2020 06:53 Fimmtíu manns í ferðaþjónustu misstu vinnuna í febrúar Fjörutíu manns var sagt upp störfum hjá Icelandair Hotels í febrúar. 33 misstu vinnuna í síðustu viku en áður hafði sjö manns verið sagt upp. 4. mars 2020 09:50 Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Center-hótel loka fimm af sjö hótelum Nú herðir að starfsemi hótela og gistihúsa á landinu. 18. mars 2020 06:53
Fimmtíu manns í ferðaþjónustu misstu vinnuna í febrúar Fjörutíu manns var sagt upp störfum hjá Icelandair Hotels í febrúar. 33 misstu vinnuna í síðustu viku en áður hafði sjö manns verið sagt upp. 4. mars 2020 09:50