Misheppnað bónorð á Íslandi fékk farsælan endi Hinn 27 ára gamli Adam Groves hafði ráðgert að biðja unnustu sinnar undir norðurljósunum á Íslandi. Sú áætlun fór forgörðum en í fluginu á leiðinni heim fékk parið óvæntan glaðning. Lífið 28. febrúar 2023 21:22
Flugu í hringi til að sýna farþegum norðurljósin Flugstjórar flugvélar Easy Jet sem verið var að fljúga frá Keflavík til Manchester í gær, flugu vélinni í hring yfir Norðursjó. Það gerðu þeir svo farþegarnir gætu notið norðurljósanna. Lífið 28. febrúar 2023 13:21
Munu fljúga þrisvar í viku til Köben Niceair mun fljúga þrisvar á viku frá Akureyrarflugvelli til Kaupmannahafnar frá og með byrjun júní. Flugfélagið hefur flogið tvisvar í viku til dönsku höfuðborgarinnar, á fimmtudögum og sunnudögum, en mun nú einnig fljúga á þriðjudögum í sumar. Viðskipti innlent 28. febrúar 2023 09:02
Afgreiðslukonan hafi „eiginlega ekkert“ sofið í níu daga vegna álags Þórarinn Leifsson, leiðsögumaður og rithöfundur, hefur áhyggjur af þeim gífurlega fjölda ferðamanna sem koma til Íslands. Hann segir að grípa þurfi til aðgerða og telur best að byrja á skemmtiferðaskipunum. Innlent 27. febrúar 2023 21:47
Spennufíklar geri sig klára fyrir sviflínurnar úr Kömbunum Spennufíklar geta nú látið sig fara að hlakka til því nú styttist óðum í að hægt verði að renna sér í tveimur sviflínum úr kömbum niður að þjónustuhúsinu Reykjadal við Hveragerði. Á næsta ári verðu svo opnuð sleðabraut á sömu leið. Innlent 25. febrúar 2023 20:06
Skoða að byggja göngubrú yfir Hvítárgljúfur við Gullfoss Landeigendur jarðar austan megin við Gullfoss skoða nú ásamt öðrum að byggja göngubrú yfir Hvítárgljúfur við Gullfoss. Með brúnni væri hægt að koma í veg fyrir að ráðast þurfi í dýrar framkvæmdir við að byggja upp aðstöðu austan megin en ferðamönnum sem kjósa að fara þeim megin fer fjölgandi með hverju ári. Innlent 25. febrúar 2023 10:01
Telur tjónið nú þegar nema hundruð milljónum króna Ferðamálastjóri telur að útvega þurfi nokkur hundruð ferðamönnum nýja gistingu því hótel hafi eða séu að loka vegna verkfalla Eflingarfélaga. Ferðaþjónustan hafi þegar orðið af hundruðum milljóna króna. Neyðarnúmer hefur verið virkjað. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins væntir þess að félagsmenn SA munu samþykkja boðað verkbann en atkvæðagreiðslu um það lýkur í dag. Viðskipti innlent 22. febrúar 2023 11:51
Hafa þurft að aflýsa nokkrum pakkaferðum vegna verkfallsins Icelandair hefur í nokkrum tilfellum þurft að aflýsa pakkaferðum Icelandair Holidays vegna verkfalls Eflingarstarfsfólks. Verkfallið hafi þó ekki haft áhrif á flugáætlun félagsins og ekki sé ráð fyrir gert að svo verði heldur í fyrirsjáanlegri framtíð. Innlent 21. febrúar 2023 14:12
Sameinaðar á Íslandi eftir tveggja ára aðskilnað Tvær konur, önnur frá Bandaríkjunum og hin frá Bretlandi, hittust í Þýskalandi árið 2019 og urðu yfir sig ástfangnar. Ferðatakmarkanir vegna kórónuveirunnar settu hins vegar stórt strik í reikninginn og komu í veg fyrir að þær gátu hist. Eftir tæpan tveggja ára aðskilnað voru þær loksins sameinaðar á ný, á Íslandi. Lífið 20. febrúar 2023 22:40
Rætur nýs markaðsstjóra Icewear liggja til Víkur í Mýrdal Elma Bjartmarsdóttir hefur verið ráðin nýr markaðsstjóri Icewear. Elma er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í markaðsfræðum frá Háskólanum á Bifröst og viðurkenndur stafrænn markaðssérfræðingur frá Akademias. Viðskipti innlent 20. febrúar 2023 12:01
Bílstjórum og hótelstarfsfólki sagt að búa sig undir verkfall Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sent skilaboð til hótelstarfsmanna og bílstjóra í félaginu, um að vera í viðbragðsstöðu til að hefja verkfallsaðgerðir að nýju á miðnætti í kvöld. Innlent 19. febrúar 2023 15:33
„Brjálæðislega dýr bjór“ bitni á ferðaþjónustunni og tekjulágum Enn og aftur hefur Íslandi tekist að bæta Evrópumetið í áfengissköttum. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda gagnrýnir hækkunina harðlega. Hún bitni á ferðaþjónustunni og þeim sem hafa minnst á milli handanna. Neytendur 17. febrúar 2023 15:41
Myndi aldrei ná að þrífa jafnmörg herbergi sjálfur Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir að frestun verkfalla hafi afstýrt hættuástandi hér á landi. Hann bindur vonir við að það leysist úr kjaradeilunni um helgina en býr sig þó undir það versta. Innlent 17. febrúar 2023 11:17
Alls ekki auðveld ákvörðun að fresta aðgerðum Formaður Eflingar segir það hafa verið erfiða ákvörðun að fresta verkfallsaðgerðum stéttarfélagsins. Ákvörðunin sé þó útpæld og nú er búist við „raunverulegum kjarasamningsviðræðum“. Innlent 16. febrúar 2023 22:16
Verkfallsaðgerðum frestað Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu hefur verið frestað á meðan samningaviðræður Eflingar og SA halda áfram. Fulltrúar beggja aðila hafa fundað í húsnæði ríkissáttasemjara í kvöld og tókst að finna flöt til að halda viðræðunum gangandi. Innlent 16. febrúar 2023 21:04
Segir leiðsögumönnum að láta dæluna ganga Dagsferðir frá höfuðborginni verða fyrstar til að falla vegna verkfallsaðgerða segir rekstrarstjóri ferðaþjónustufyrirtækis. Allir leiðsögumenn hafa verið beðnir um að fylla á tankinn eins oft og þeir mögulega geta. Innlent 16. febrúar 2023 19:00
Segir raunverulegan möguleika á að opna þurfi fjöldahjálparstöðvar Þúsundir ferðamanna sem sem von er á til landsins munu ekki geta nýtt sér þá gistingu sem þeir hafa keypt sér vegna verkfallsaðgerða á hótelum. Raunverulegur möguleiki á að opna þurfi fjöldahjálparstöðvar segir talsmaður ferðaþjónustunnar. Verkföllin hafa áhrif á allt samfélagið. Innlent 16. febrúar 2023 12:58
Trúir því ekki að verkfallið dragist á langinn Forstjóri Icelandair segist ekki hafa trú á því að verkfall olíuflutningabílstjóra dragist á langinn. Þetta sagði hann ítrekað í viðtali við fréttastofu nú síðdegis. Að óbreyttu hefst ótímabundið verkfall olíuflutningabílstjóra í Eflingu klukkan tólf á hádegi á morgun. Viðskipti innlent 14. febrúar 2023 16:40
Litlar áhyggjur af Strætó en „ömurleg staða“ fyrir ferðaþjónustuna Framkvæmdastjóri Strætó er bjartsýnn á að undanþágubeiðni vegna verkfalls olíubílstjóra verði samþykkt af Eflingu. Forstjóri Kynnisferða segir stöðuna vera ömurlega. Viðskipti innlent 14. febrúar 2023 16:10
Mestar áhyggjur að starfsmenn verði bensínlausir og komist ekki til vinnu Forstjóri flugfélagsins Play segist verulega áhyggjufullur af boðuðum verkföllum hjá Olíudreifingu og Skeljungi. Hann hefur ekki síst áhyggjur yfir því að starfsfólk bæði Play og Isavia komist ekki til vinnu þegar bensínstöðvarnar verða uppiskroppa með eldsneyti. Viðskipti innlent 14. febrúar 2023 15:40
Þurfa ekki á „heimagerðum hamförum“ Eflingar að halda Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar er harðorður í garð Eflingar í grein sem birt var á Vísi í dag. Hún segir ferðaþjónustuna ekki þurfa á „heimagerðum hamförum í boði Eflingar“ að halda. Viðskipti innlent 14. febrúar 2023 11:23
Munu ekki ónáða gesti og öryggisverðir fylgi ekki verkfallsvörðum Forsvarsmenn Eflingar og Íslandshótela hafa náð samkomulagi um framkvæmd verkfallsvörslu á hótelum Íslandshótela. Innlent 13. febrúar 2023 09:46
Uppgjör Icelandair bendir til að „flugið er komið til baka“ Rekstur Icelandair á árinu 2022 var ótrúlegur þegar litið er til hversu mikið farþegum flugfélagsins fjölgaði á milli ára og hvernig til tókst að „skala upp reksturinn“ til að mæta aukinni á eftirspurn, segir hlutabréfagreinandi IFS. Erlendir hluthafar eiga samanlagt 26 prósenta hlut í Icelandair, að sögn forstjóra Icelandair. Innherji 6. febrúar 2023 15:31
Iva klippt út úr myndbandi um gott aðgengi vegna skoðana sinna Söngkonunni og laganemanum Ivu Marín Adrichem var illa brugðið þegar settur ferðamálastjóri, Elías Bj. Gíslason, tilkynnti henni að brugðið hafi verið á það ráð að taka myndband sem fjallar um bætt aðgengi á ferðamannastöðum úr birtingu og klippa hana út. Innlent 6. febrúar 2023 12:25
Nýr hótelstjóri á Hótel Selfossi í kjölfar eigendaskipta Björgvin Jóhannesson hefur verið ráðinn hótelstjóri Hótel Selfoss. Viðskipti innlent 6. febrúar 2023 11:04
Ferðamennska allt árið um kring Íslensk ferðaþjónusta er að öllu leyti á mjög spennandi stað í dag. Greinin er í hröðum vexti og fyrirtækin eru að stækka og styrkja tengsl sín við innlenda og erlenda samstarfsaðila. Sá styrkur sem greinin býr yfir sést ekki síst í því hvað hún var fljót að ná vopnum sínum eftir Covid faraldurinn. Skoðun 6. febrúar 2023 08:01
Skoða að setja upp sleðabraut niður Kambana Fyrirtækið Kambagil ehf. hefur óskað eftir því að hefja viðræður við Hveragerðisbæ um uppsetningu á sleðabraut (e. Alpine Coaster) niður Kambana. Bæjarráð tók vel í erindið og fól bæjarstjóra að vinna málið frekar. Innlent 3. febrúar 2023 08:20
Tímabært að hefja ráðningar erlends starfsfólks? Bókunarstaða ferðaþjónustunnar lofar svo sannarlega góðu fyrir næsta ár og líkur á harðri samkeppni um hæft starfsfólk eru miklar. Til að vel takist til þarf að huga snemma að því að ráða starfsfólk og veita því góða þjálfun. Skoðun 1. febrúar 2023 15:00
Sólveig Anna vonar að SA komist niður á jörðina Formaður Eflingar vonar að niðurstaða atkvæðagreiðslu um verkföll á sjö hótelum sem og nýboðaðar viðbótaraðgerðir verði til þess að koma Samtökum atvinnulífsins niður á jörðina. Eflingarfólki sé alvara með að samið verði við það á þeirra forsendum en því ekki gert að þiggja mylsnu af borði annarra. Innlent 31. janúar 2023 13:41
Boða fleiri verkföll á hótelum, í vörubílaakstri og olíudreifingu Samninganefnd Eflingar hefur boðað til fleiri verkfalla, sem taka til hótelkeðjanna Berjaya Hotels, hótelsins The Reykjavík Edition, til þeirra sem starfa við vörubílaakstur og olíudreifingu. Atkvæðagreiðsla meðal félagsfólks sem boðanirnar taka til verða auglýstar á vef Eflingar fyrir hádegi í dag. Aftur er um að ræða ótímabundna vinnustöðvun sem mun hefjast klukkan tólf á hádegi 15. febrúar. Innlent 31. janúar 2023 11:13