Lilja Dögg ráðherra er ánægð með að Bláa lónið sé opið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. febrúar 2024 13:30 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, sem var gestur á opnum fundi Framsóknar í Árborg í gær. Magnús Hlynur Hreiðarsson Menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir er mjög sátt við að Bláa lónið sé opið þrátt fyrir jarðhræringar á Reykjanesi. Hún segir fyrirtækið afar mikilvægt þegar ferðaþjónustan er annars vegar en þar starfa tæplega níu hundruð manns. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra var gestur í gær á opnum fundi Framsóknar í Árborg þar sem hún fór yfir fjölmörg mál, bæði hér heima og í útlöndum. Mestur tími fór þó í að ræða stöðuna í Grindavík og aðstoðina við samfélagið þar. „Við leggjum fram í næstu viku frumvarp þess efnis þar sem er verið að kynna uppkaup á húsnæði. Við höfum líka heyrt af því að það hugnist ekki öllum því það eru ýmsir, sem vilja um leið og þetta er orðið öruggt að flytja til baka og það kæmi mér ekki á óvart að við munum sjá svipaða þróun og var í Vestmannaeyjum að það sé hluti, sem kemur til baka en hluti, sem flytur frá Grindavík en þetta segi ég auðvitað með það að leiðarljósi að Grindavík verði orðin örugg,” segir Lilja. Það eru margir hissa á því á meðan Grindvíkingar mega ekki eyða meiri tíma í bæjarfélaginu sínu eða flytja heim þar sem það er óhætt að Bláalónið, sé opið á sama tíma. Hvað segir Lilja við því ? „Það er þannig að tæplega 900 manns starfa í Bláa lóninu og þetta er eitt okkar öflugasta ferðaþjónustufyrirtæki og það hefur áhrif á alla ferðaþjónustuna þegar lokað er í Bláa lóninu.” Þannig að þú ert með því að hafa opið? „Þegar það er metið að það sé öruggt og fólk er búið að æfa rýmingu og annað slíkt þá tel ég að það geti verið opið,” segir Lilja. Fjölmargir mættu til að hlusta á hvað Lilja Dögg hefði að segja.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ríkisvaldið að standa sig vel varðandi Grindavík að mati Lilju eða hvað? „Já, við erum að gera allt, sem við mögulega getum og viljum áfram stuðla að því að ná utan um þessa stöðu en ég skil auðvitað, það eru margir, sem eru orðnir pirraðir og ég væri það sjálf ef ég kæmist ekki í húsið mitt, þannig að við þurfum bara að vinna með það en alltaf að ná utan um fólkið,” segir Lilja Dögg. Lilja Dögg er hlynnt því að Bláa lónið sé opið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Framsóknarflokkurinn Grindavík Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra var gestur í gær á opnum fundi Framsóknar í Árborg þar sem hún fór yfir fjölmörg mál, bæði hér heima og í útlöndum. Mestur tími fór þó í að ræða stöðuna í Grindavík og aðstoðina við samfélagið þar. „Við leggjum fram í næstu viku frumvarp þess efnis þar sem er verið að kynna uppkaup á húsnæði. Við höfum líka heyrt af því að það hugnist ekki öllum því það eru ýmsir, sem vilja um leið og þetta er orðið öruggt að flytja til baka og það kæmi mér ekki á óvart að við munum sjá svipaða þróun og var í Vestmannaeyjum að það sé hluti, sem kemur til baka en hluti, sem flytur frá Grindavík en þetta segi ég auðvitað með það að leiðarljósi að Grindavík verði orðin örugg,” segir Lilja. Það eru margir hissa á því á meðan Grindvíkingar mega ekki eyða meiri tíma í bæjarfélaginu sínu eða flytja heim þar sem það er óhætt að Bláalónið, sé opið á sama tíma. Hvað segir Lilja við því ? „Það er þannig að tæplega 900 manns starfa í Bláa lóninu og þetta er eitt okkar öflugasta ferðaþjónustufyrirtæki og það hefur áhrif á alla ferðaþjónustuna þegar lokað er í Bláa lóninu.” Þannig að þú ert með því að hafa opið? „Þegar það er metið að það sé öruggt og fólk er búið að æfa rýmingu og annað slíkt þá tel ég að það geti verið opið,” segir Lilja. Fjölmargir mættu til að hlusta á hvað Lilja Dögg hefði að segja.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ríkisvaldið að standa sig vel varðandi Grindavík að mati Lilju eða hvað? „Já, við erum að gera allt, sem við mögulega getum og viljum áfram stuðla að því að ná utan um þessa stöðu en ég skil auðvitað, það eru margir, sem eru orðnir pirraðir og ég væri það sjálf ef ég kæmist ekki í húsið mitt, þannig að við þurfum bara að vinna með það en alltaf að ná utan um fólkið,” segir Lilja Dögg. Lilja Dögg er hlynnt því að Bláa lónið sé opið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Framsóknarflokkurinn Grindavík Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira