Opna spa í gamalli garðyrkjustöð á Flúðum Lovísa Arnardóttir skrifar 31. janúar 2024 18:03 Sveitarstjórn og Torfi handsala samninginn. Aðsend Samkomulag um uppbyggingu á vegum Greenhouse Spa á Flúðum var undirritað á milli fyrirtækisins og Hrunamannahrepps í liðinni viku. Svæði fyrir ferðaþjónustutengda starfsemi hafði áður verið auglýst laust til úthlutunar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarstjóra Flúða, Aldísi Hafsteinsdóttur. Þar segir að með samkomulaginu sé fyrirtækinu úthlutað svæði við Litlu Laxá, í miðbæ Flúða, til uppbyggingar fjölbreyttrar ferðaþjónustu. Á svæðinu var áður garðyrkjustöð og hyggjast forsvarsmenn Greenhouse spa nýta sér þau gróðurhús sem eru á svæðinu í rekstrinum en öll hönnun miðar að því að gestir geti notið þess að heimsækja gróðurhús og átt í þeim afslappandi gæðastundir án tillits til veðurs. Svona mun svæðið mögulega líta út. Aðsend Að sögn Torfa G. Yngvasonar, forsvarsmanns Greenhouse Spa, mun fjöldi gufubaða og heitra lauga einkenna staðinn en einnig er gert ráð fyrir veitingahúsi, ferðamannaverslun, beint frá býli verslun og önnur ferðatengd þjónusta. Gert er ráð fyrir að fyrstu gestir geti notið þess að heimsækja Ylju, sem er vinnuheiti verkefnisins, sumarið 2025. Fyrirtækið hefur einnig fengið úthlutað lóð fyrir um 60 herbergja hótel á sama stað og mun uppbygging þessara tveggja verkefna fylgjast að. Þá segir í tilkynningu að Jón Bjarnason, oddviti Hrunamannahrepps, sé ánægður með að samkomulag hafi náðst um þetta verkefni og fagnar því að á reitnum öllum rísi eftirsóknarverð og aðlaðandi starfsemi sem styrkja mun Hrunamannahrepp og Flúðir sem eftirsóknarverðan áfangastað ferðamanna og ekki síður sem eftirsóknarverðan búsetukost til framtíðar. Hrunamannahreppur Sundlaugar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira
Þar segir að með samkomulaginu sé fyrirtækinu úthlutað svæði við Litlu Laxá, í miðbæ Flúða, til uppbyggingar fjölbreyttrar ferðaþjónustu. Á svæðinu var áður garðyrkjustöð og hyggjast forsvarsmenn Greenhouse spa nýta sér þau gróðurhús sem eru á svæðinu í rekstrinum en öll hönnun miðar að því að gestir geti notið þess að heimsækja gróðurhús og átt í þeim afslappandi gæðastundir án tillits til veðurs. Svona mun svæðið mögulega líta út. Aðsend Að sögn Torfa G. Yngvasonar, forsvarsmanns Greenhouse Spa, mun fjöldi gufubaða og heitra lauga einkenna staðinn en einnig er gert ráð fyrir veitingahúsi, ferðamannaverslun, beint frá býli verslun og önnur ferðatengd þjónusta. Gert er ráð fyrir að fyrstu gestir geti notið þess að heimsækja Ylju, sem er vinnuheiti verkefnisins, sumarið 2025. Fyrirtækið hefur einnig fengið úthlutað lóð fyrir um 60 herbergja hótel á sama stað og mun uppbygging þessara tveggja verkefna fylgjast að. Þá segir í tilkynningu að Jón Bjarnason, oddviti Hrunamannahrepps, sé ánægður með að samkomulag hafi náðst um þetta verkefni og fagnar því að á reitnum öllum rísi eftirsóknarverð og aðlaðandi starfsemi sem styrkja mun Hrunamannahrepp og Flúðir sem eftirsóknarverðan áfangastað ferðamanna og ekki síður sem eftirsóknarverðan búsetukost til framtíðar.
Hrunamannahreppur Sundlaugar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira