Ætla að vinna með nýjan veruleika í Bláa lóninu Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 8. febrúar 2024 12:49 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu- markaðs og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins. Vísir/Arnar Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu- markaðs og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins, segir að forsvarsmenn lónsins ætli að vinna með nýjan veruleika sem eldgos á Reykjanesskaga hafi haft í för með sér. Kerfi Bláa lónsins séu innan varnargarða. Þetta kom fram í sérstökum aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu. Eins og fram hefur komið hefur hraun farið yfir Grindavíkurveg og Norðurljósaveg að Bláa lóninu. „Við fengum auðvitað upplýsingar í nótt og tilkynningu um að rýma. Við gerðum það með yfirveguðum hætti og það gekk hratt og örugglega fyrir sig,“ segir Helga. Hún segir að svo hafi forsvarsmenn lónsins fylgst með atburðarásinni eins og aðrir. Ljóst sé að enn sé vegur í gegnum Hafnir sem heiti Nesvegur opinn að lóninu. Það þýði að ekki séu allir vegir lokaðir að lóninu. „Við horfum bara á stöðuna þannig að við erum komin inn í þetta jarðhræringatímabil eins og talað hefur verið um. Við aðlögum okkar rekstur að því og það er mikilvægt að geta rýmt hratt og örugglega og svo að sama skapi opnað aftur þegar aðstæður leyfa. Þetta er nýr veruleiki og við ætlum bara að vinna með hann.“ Helga segir að hraunið hafi ekki haft áhrif á kerfi Bláa lónsins. Það sé innan varnargarða, við orkuverið í Svartsengi. Hún vænti þess ekki að það verði fyrir áhrifum en fylgst sé vel með því. Öryggi gesta og starfsmanna sé fyrst og fremst í fyrirrúmi. Hún segir fyrirtækið ekki finna mikið fyrir afbókunum. „Við höfum frekar horft til þess að gestir okkar séu að bíða eftir þeirra degi og sjá hvort það sé búið að opna eða ekki. En það hefur hægt á bókunarinnflæði, ferðamenn sjá hvort þeir komi til Íslands eða hvort þeir bíði með það.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Grindavík Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Þetta kom fram í sérstökum aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu. Eins og fram hefur komið hefur hraun farið yfir Grindavíkurveg og Norðurljósaveg að Bláa lóninu. „Við fengum auðvitað upplýsingar í nótt og tilkynningu um að rýma. Við gerðum það með yfirveguðum hætti og það gekk hratt og örugglega fyrir sig,“ segir Helga. Hún segir að svo hafi forsvarsmenn lónsins fylgst með atburðarásinni eins og aðrir. Ljóst sé að enn sé vegur í gegnum Hafnir sem heiti Nesvegur opinn að lóninu. Það þýði að ekki séu allir vegir lokaðir að lóninu. „Við horfum bara á stöðuna þannig að við erum komin inn í þetta jarðhræringatímabil eins og talað hefur verið um. Við aðlögum okkar rekstur að því og það er mikilvægt að geta rýmt hratt og örugglega og svo að sama skapi opnað aftur þegar aðstæður leyfa. Þetta er nýr veruleiki og við ætlum bara að vinna með hann.“ Helga segir að hraunið hafi ekki haft áhrif á kerfi Bláa lónsins. Það sé innan varnargarða, við orkuverið í Svartsengi. Hún vænti þess ekki að það verði fyrir áhrifum en fylgst sé vel með því. Öryggi gesta og starfsmanna sé fyrst og fremst í fyrirrúmi. Hún segir fyrirtækið ekki finna mikið fyrir afbókunum. „Við höfum frekar horft til þess að gestir okkar séu að bíða eftir þeirra degi og sjá hvort það sé búið að opna eða ekki. En það hefur hægt á bókunarinnflæði, ferðamenn sjá hvort þeir komi til Íslands eða hvort þeir bíði með það.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Grindavík Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira