Sigurður Hjartarson er látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2024 02:44 Sigurður Hjartarson er látinn. The last member Sigurður Hjartarson, fyrrverandi menntaskólakennari og stofnandi Hins íslenzka reðasafns, er látinn 82 ára að aldri. Lilja Svanbjörg Sigurðardóttir rithöfundur og dóttir Sigurðar greinir frá andláti hans á Facebook. „Elsku besti, skemmtilegasti og fyndnasti pabbi er svifinn á braut til forfeðra sinna,“ segir Lilja í færslunni. Margir minnast Sigurðar á Facebook og ljóst að þar fór kennari sem snerti hjörtu nemenda sinna og var óhræddur að fara ótroðnar slóðir. Sigurður fæddist á Akureyri 1941. Stúdentspróf tók hann frá Menntaskólanum á Akureyri 1962 og BA-próf í sögu og landafræði frá Háskóla Íslands 1965. Þá útskrifaðist hann með meistaragráðu í bókmenntafræði frá háskólanum í Edinborg 1968 en Sigurður lagði áherslu á sögu Rómönsku-Ameríku. Hann stundað sagnfræðirannsóknir í Svíþjóð, Spáni og Mexíkó en síðastnefnda landið átti sérstakan stað í huga fjölskyldunnar. Sigurður, eftirlifandi eiginkona hans Jóna Kristín Sigurðardóttir og börn þeirra fjögur seldu húsið sitt árið 1980 og fluttu til Mexíkó í tvö ár. Þar voru tækifæri og áskoranir á hverju strái eins og hjónin sögðu frá í viðtali við DV árið 1982. Meðal þeirra fjölmörgu sem minnast Sigurðar á Facebook-síðu Lilju dóttur hans er tónlistarmaðurinn Páll Óskar sem var nemandi Sigurðar í MH. Sigurður starfaði sem kennari og skólastjóri í 37 ár og kenndi aðallega sögu og spænsku. „Ég stend í mikilli þakkarskuld við pabba þinn fyrir spænskukennsluna í MH fyrir rúmlega 30 árum síðan. Hún er aldeilis að koma mér að góðum notum núna í lífinu vegna Antonio sem ég er að fara að giftast. Hvern hefði grunað? Hef hugsað mikið til Sigga Hjartar undanfarið ár, sérstaklega þegar ég þarf að beygja spænskar óreglulegar sagnir,“ segir Páll Óskar og vottar fjölskyldunni samúð sína. Fleiri minnast einstaks kennara. Það var svo árið 1997 sem Sigurður stofnaði Hið íslenzka reðasafn sem 27 árum síðar nýtur vinsælda meðal ferðamanna sem sækja landið heim. Hann hafði þá í lengri tíma safnað limum og átti sextíu slíka í einkasafni sínu. Á vef Wikipedia er fjallað ítarlega um safnið. Þar segir að uppspretta áhuga Sigurðar á getnaðarlimum hafi átt rætur að rekja til barnæsku hans þegar hann fékk svipu að gjöf er gerð var úr nautsreðri. Hann fékk líffærin fyrir safnið úr íslenskum dýrum víðs vegar að, frá 170 sm framenda af getnaðarlimi steypireyðs til 2 mm limbeins hamsturs, sem eingöngu er sjáanlegt með stækkunargleri. Vinsældir safnsins eru slíkar að það hefur orðið að vinsælum aðkomustað meðal ferðamanna og skipta gestir þess þúsundum á hverju ári og hefur það fengið athygli heimspressunnar, þar á meðal í kanadísku heimildarmyndinni The Final Member, sem fjallar um leiðangur safnsins til að verða sér úti um mannsreður. Safnið var upphaflega á skrifstofu Sigurðar í MH en fékk svo styrk frá Reykjavíkurborg til að sýna það opinberlega. Safninu var lokað árið 2004 vegna skorts á fjárhagslegum stuðningi en opnaði aftur þegar Sigurður flutti til Húsavíkur. Árið 2011 var fyrsti mannslimurinn afhjúpaður á safninu og við það tilefni gaf Sigurður Hirti Gísla Sigurðssyni safnið. Hjörtur Gísli flutti safnið til Reykjavíkur þar sem það hefur staðið síðan, undanfarin ár á Hafnartorgi. Sigurður lætur eftir sig eiginkonu sína Jónu Kristínu og börnin fjögur; Sigríði Elfu, Hjört gísla, Þorgerði, Lilju Svanbjörgu og fjölskyldur þeirra. Útförin mun fara fram í kyrrþey. Andlát Reykjavík Söfn Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Áttavilltir ferðamenn í leit að typpum komu þingkonu á kortið Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingkona Pírata, deildi mynd af skondinni tilkynningu til ferðamanna á Twitter-reikningi sínum en yfir hundrað þúsund notenda hafa nú "líkað við“ færsluna. 14. mars 2018 20:00 Flestir reðrarnir komnir í gám Nú stendur yfir reðraburður í Hlöðufelli á Húsavík en Hið íslenska reðasafn verður flutt frá Húsavík til Reykjavíkur og er áætlað að það verði opnað á nýjum stað á Laugavegi 116 í nóvember. 11. október 2011 06:00 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Fleiri fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Sjá meira
„Elsku besti, skemmtilegasti og fyndnasti pabbi er svifinn á braut til forfeðra sinna,“ segir Lilja í færslunni. Margir minnast Sigurðar á Facebook og ljóst að þar fór kennari sem snerti hjörtu nemenda sinna og var óhræddur að fara ótroðnar slóðir. Sigurður fæddist á Akureyri 1941. Stúdentspróf tók hann frá Menntaskólanum á Akureyri 1962 og BA-próf í sögu og landafræði frá Háskóla Íslands 1965. Þá útskrifaðist hann með meistaragráðu í bókmenntafræði frá háskólanum í Edinborg 1968 en Sigurður lagði áherslu á sögu Rómönsku-Ameríku. Hann stundað sagnfræðirannsóknir í Svíþjóð, Spáni og Mexíkó en síðastnefnda landið átti sérstakan stað í huga fjölskyldunnar. Sigurður, eftirlifandi eiginkona hans Jóna Kristín Sigurðardóttir og börn þeirra fjögur seldu húsið sitt árið 1980 og fluttu til Mexíkó í tvö ár. Þar voru tækifæri og áskoranir á hverju strái eins og hjónin sögðu frá í viðtali við DV árið 1982. Meðal þeirra fjölmörgu sem minnast Sigurðar á Facebook-síðu Lilju dóttur hans er tónlistarmaðurinn Páll Óskar sem var nemandi Sigurðar í MH. Sigurður starfaði sem kennari og skólastjóri í 37 ár og kenndi aðallega sögu og spænsku. „Ég stend í mikilli þakkarskuld við pabba þinn fyrir spænskukennsluna í MH fyrir rúmlega 30 árum síðan. Hún er aldeilis að koma mér að góðum notum núna í lífinu vegna Antonio sem ég er að fara að giftast. Hvern hefði grunað? Hef hugsað mikið til Sigga Hjartar undanfarið ár, sérstaklega þegar ég þarf að beygja spænskar óreglulegar sagnir,“ segir Páll Óskar og vottar fjölskyldunni samúð sína. Fleiri minnast einstaks kennara. Það var svo árið 1997 sem Sigurður stofnaði Hið íslenzka reðasafn sem 27 árum síðar nýtur vinsælda meðal ferðamanna sem sækja landið heim. Hann hafði þá í lengri tíma safnað limum og átti sextíu slíka í einkasafni sínu. Á vef Wikipedia er fjallað ítarlega um safnið. Þar segir að uppspretta áhuga Sigurðar á getnaðarlimum hafi átt rætur að rekja til barnæsku hans þegar hann fékk svipu að gjöf er gerð var úr nautsreðri. Hann fékk líffærin fyrir safnið úr íslenskum dýrum víðs vegar að, frá 170 sm framenda af getnaðarlimi steypireyðs til 2 mm limbeins hamsturs, sem eingöngu er sjáanlegt með stækkunargleri. Vinsældir safnsins eru slíkar að það hefur orðið að vinsælum aðkomustað meðal ferðamanna og skipta gestir þess þúsundum á hverju ári og hefur það fengið athygli heimspressunnar, þar á meðal í kanadísku heimildarmyndinni The Final Member, sem fjallar um leiðangur safnsins til að verða sér úti um mannsreður. Safnið var upphaflega á skrifstofu Sigurðar í MH en fékk svo styrk frá Reykjavíkurborg til að sýna það opinberlega. Safninu var lokað árið 2004 vegna skorts á fjárhagslegum stuðningi en opnaði aftur þegar Sigurður flutti til Húsavíkur. Árið 2011 var fyrsti mannslimurinn afhjúpaður á safninu og við það tilefni gaf Sigurður Hirti Gísla Sigurðssyni safnið. Hjörtur Gísli flutti safnið til Reykjavíkur þar sem það hefur staðið síðan, undanfarin ár á Hafnartorgi. Sigurður lætur eftir sig eiginkonu sína Jónu Kristínu og börnin fjögur; Sigríði Elfu, Hjört gísla, Þorgerði, Lilju Svanbjörgu og fjölskyldur þeirra. Útförin mun fara fram í kyrrþey.
Andlát Reykjavík Söfn Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Áttavilltir ferðamenn í leit að typpum komu þingkonu á kortið Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingkona Pírata, deildi mynd af skondinni tilkynningu til ferðamanna á Twitter-reikningi sínum en yfir hundrað þúsund notenda hafa nú "líkað við“ færsluna. 14. mars 2018 20:00 Flestir reðrarnir komnir í gám Nú stendur yfir reðraburður í Hlöðufelli á Húsavík en Hið íslenska reðasafn verður flutt frá Húsavík til Reykjavíkur og er áætlað að það verði opnað á nýjum stað á Laugavegi 116 í nóvember. 11. október 2011 06:00 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Fleiri fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Sjá meira
Áttavilltir ferðamenn í leit að typpum komu þingkonu á kortið Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingkona Pírata, deildi mynd af skondinni tilkynningu til ferðamanna á Twitter-reikningi sínum en yfir hundrað þúsund notenda hafa nú "líkað við“ færsluna. 14. mars 2018 20:00
Flestir reðrarnir komnir í gám Nú stendur yfir reðraburður í Hlöðufelli á Húsavík en Hið íslenska reðasafn verður flutt frá Húsavík til Reykjavíkur og er áætlað að það verði opnað á nýjum stað á Laugavegi 116 í nóvember. 11. október 2011 06:00