Hægði verulega á vexti ferðaþjónustunnar undir lok árs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. febrúar 2024 10:29 Ferðamenn í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Töluvert hægði á vexti ferðaþjónustunnar síðustu tvo mánuði ársins 2023. Velta jókst töluvert í flestum atvinnugreinum á árinu samanborið við 2022 þar sem ferðaþjónustan varð um tíma stærsta atvinnugrein landsins og óx um tuttugu prósent ásamt fasteignaviðskiptum og byggingarstarfsemi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. Þar segir að almennt hafi hægt á vexti veltu í nóvember til desember í fyrra samanborið við sömu mánuði árið 2022. Veltan í ferðaþjónustu hafi verið nær óbreytt miðað við sama tíma árið 2022 eða rúmlega 121 milljarður króna. Þannig minnkaði velta í helmingi atvinnugreina og jókst umfram verðbólgu, 7,9 prósent, í einungis fjórðungi þeirra. Mesta aukningin var í fasteignaviðskiptum, sölu á vélknúnum ökutækjum og byggingarstarfsemi. Mestur samdráttur var í framleiðslu málma, veitustarfsemi og greinum í tækni- og hugverkaiðnaði. Velta í ferðaþjónustu var óbreytt milli ára eftir mikinn og samfelldan vöxt frá miðju ári 2021. Velta í fasteignaviðskiptum hélt áfram að aukast eða um alls 21 prósent og reyndist 27 milljarðar króna á tímabilinu. Meginþorra hækkunarinnar mátti líkt og áður rekja til aukinna leigutekna af atvinnuhúsnæði, bæði vegna hækkunar leigu og nýrra tekjulinda. Þá var einnig markverður vöxtur í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð þar sem velta jókst um 11 prósent á milli ára. Sú hækkun stafaði einkum af 13 prósent vexti í sérhæfðri byggingarstarfsemi, til dæmis raf- og pípulagnir, múrhúðun og fleira. Minni aukning var í byggingu húsnæðis og þróun byggingarverkefna eða 8 prósent. Lítill vöxtur í framleiðslugreinum Þá kemur fram í tilkynningu Hagstofunnar að lítill vöxtur hafi verið í framleiðslugreinum hagkerfisins þar sem lækkun álverðs átti áfram þátt í 16 prósent lægri veltu í framleiðslu málma. Velta í framleiðslu málma hefur nú minnkað sjö skipti í röð. Þá var sjö prósent samdráttur í tækni- og hugverkaiðnaði þar sem sex prósent samdráttur var í hátækniþjónustu og 15 prósent í meðal- og hátækniframleiðslu. Velta var óbreytt í upplýsingatækni og fjarskiptum. Loks var tiltölulega lítill vöxtur í matvælaframleiðslu eða fimm prósent og þar af tvö prósent í kjötiðnaði en samdráttur var í sjávarútvegi og fiskeldi um eitt prósent, þar af fjögur prósent samdráttur í sjávarútvegi. Áfram var góður vöxtur í sölu, viðgerðum og viðhaldi vélknúinna ökutækja og nam velta tímabilsins 57 milljörðum króna sem var 14 prósent hækkun miðað við sama tíma árið 2021. Hins vegar var lítill vöxtur í verslunargreinum og reyndar samdráttur í heildverslun um eitt prósent þar sem helst var markverð níu prósent lækkun í heildverslun með timbur, byggingarefni og hreinlætistæki. Velta í smásölu jókst um sex prósent þar sem 11 prósent vöxtur var hjá stórmörkuðum og matvöruverslunum, níu prósent í lyfjaverslun og sex prósent í sölu á fatnaði en þar var einnig tíu prósent samdráttur í veltu með járn- og byggingarvöru, málningu og gler í sérverslunum. Atvinnurekendur Ferðamennska á Íslandi Byggingariðnaður Mest lesið Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. Þar segir að almennt hafi hægt á vexti veltu í nóvember til desember í fyrra samanborið við sömu mánuði árið 2022. Veltan í ferðaþjónustu hafi verið nær óbreytt miðað við sama tíma árið 2022 eða rúmlega 121 milljarður króna. Þannig minnkaði velta í helmingi atvinnugreina og jókst umfram verðbólgu, 7,9 prósent, í einungis fjórðungi þeirra. Mesta aukningin var í fasteignaviðskiptum, sölu á vélknúnum ökutækjum og byggingarstarfsemi. Mestur samdráttur var í framleiðslu málma, veitustarfsemi og greinum í tækni- og hugverkaiðnaði. Velta í ferðaþjónustu var óbreytt milli ára eftir mikinn og samfelldan vöxt frá miðju ári 2021. Velta í fasteignaviðskiptum hélt áfram að aukast eða um alls 21 prósent og reyndist 27 milljarðar króna á tímabilinu. Meginþorra hækkunarinnar mátti líkt og áður rekja til aukinna leigutekna af atvinnuhúsnæði, bæði vegna hækkunar leigu og nýrra tekjulinda. Þá var einnig markverður vöxtur í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð þar sem velta jókst um 11 prósent á milli ára. Sú hækkun stafaði einkum af 13 prósent vexti í sérhæfðri byggingarstarfsemi, til dæmis raf- og pípulagnir, múrhúðun og fleira. Minni aukning var í byggingu húsnæðis og þróun byggingarverkefna eða 8 prósent. Lítill vöxtur í framleiðslugreinum Þá kemur fram í tilkynningu Hagstofunnar að lítill vöxtur hafi verið í framleiðslugreinum hagkerfisins þar sem lækkun álverðs átti áfram þátt í 16 prósent lægri veltu í framleiðslu málma. Velta í framleiðslu málma hefur nú minnkað sjö skipti í röð. Þá var sjö prósent samdráttur í tækni- og hugverkaiðnaði þar sem sex prósent samdráttur var í hátækniþjónustu og 15 prósent í meðal- og hátækniframleiðslu. Velta var óbreytt í upplýsingatækni og fjarskiptum. Loks var tiltölulega lítill vöxtur í matvælaframleiðslu eða fimm prósent og þar af tvö prósent í kjötiðnaði en samdráttur var í sjávarútvegi og fiskeldi um eitt prósent, þar af fjögur prósent samdráttur í sjávarútvegi. Áfram var góður vöxtur í sölu, viðgerðum og viðhaldi vélknúinna ökutækja og nam velta tímabilsins 57 milljörðum króna sem var 14 prósent hækkun miðað við sama tíma árið 2021. Hins vegar var lítill vöxtur í verslunargreinum og reyndar samdráttur í heildverslun um eitt prósent þar sem helst var markverð níu prósent lækkun í heildverslun með timbur, byggingarefni og hreinlætistæki. Velta í smásölu jókst um sex prósent þar sem 11 prósent vöxtur var hjá stórmörkuðum og matvöruverslunum, níu prósent í lyfjaverslun og sex prósent í sölu á fatnaði en þar var einnig tíu prósent samdráttur í veltu með járn- og byggingarvöru, málningu og gler í sérverslunum.
Atvinnurekendur Ferðamennska á Íslandi Byggingariðnaður Mest lesið Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira