Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Guð­laugur Victor til Plymouth

    Guðlaugur Victor Pálsson er genginn til liðs við Plymouth Argyle FC en liðið leikur í ensku B-deildinni. Þar hittir hann fyrir sinn gamla þjálfara, Wayne Rooney, en Rooney var þjálfari DC United í Bandaríkjunum þegar Victor lék þar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Aldrei eins margar á­bendingar um mis­munun á einu tíma­bili

    Kick It Out, bresk samtök gegn mismunun í knattspyrnu, greina frá því að aldrei hafi eins margar ábendingar borist á einu tímabili. Samtökin birtu skýrslu um tímabilið 2023–24 í gær. Þar kemur fram að alls hafi borist 1332 ábendingar um mismunun, sem er 32 prósent hækkun frá tímabilinu áður og tvöföldun ef miðað er við tímabilið 2021–22.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    „Þegar mamma er glöð, þá eru allir glaðir“

    Það eru margir sem ráku upp stór augu þegar að Aftur­elding greindi frá því að mark­vörðurinn Jökull Andrés­son kæmi á láni til fé­lagsins frá enska liðinu Rea­ding. Þar með tekur hann slaginn með liðinu í Lengju­deildinni út tíma­bilið. Það eru margir á því að Jökull gæti spilað á hærra getu­stigi. Hann elskar hins vegar pressuna sem fylgir því að vera kominn aftur í upp­eldis­fé­lagið í Mos­fells­bæ.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Onana leysir Luiz af hólmi á Villa Park

    Enska knattspyrnufélagið Aston Villa hefur staðfest kaupin á Amadou Onana en þessi belgíski miðjumaður kemur frá Everton og kostar um 50 milljónir punda eða tæpa níu milljarða íslenskra króna.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ten Hag vill halda McTominay

    Manchester United þarf líklegast að selja leikmenn eftir að hafa eytt talsverðum pening í nýja leikmenn í sumarglugganum. Einhverjir hafa nefnt Skotann kappsama Scott McTominay sem einn af leikmönnunum sem United gæti fengið dágóðan pening fyrir.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    United á eftir mark­sæknu ungstirni Arsenal

    Hinn 16 ára danski sóknarmaður, Chido Obi, er sagður á ratsjá Manchester United og er tíðinda að vænta af ákvörðun hans um félagskipti á næstu dögum eða klukkutímum samkvæmt véfréttinni Fabrizio Romano.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ís­lendingar aftur til Eng­lands: Hver er næstur?

    Undanfarin ár hafa ekki margir íslenskir leikmenn spilað í Englandi. Regluverk ensku deildanna eftir Brexit og fleira hefur haft áhrif en nú eru Íslendingar allt í einu farnir að fara í hrönnum til Englands til að spila fótbolta. Stóra spurningin er, hver er næstur?

    Enski boltinn