Enski boltinn

Kominn með nóg og vill fara frá United

Valur Páll Eiríksson skrifar
Kobbie Mainoo virðist ekki vera í náðinni hjá Ruben Amorim
Kobbie Mainoo virðist ekki vera í náðinni hjá Ruben Amorim Vísir/Getty

Kobbie Mainoo, miðjumaður Manchester United, er sagður hafa fengið nóg af tækifæraleysi undir stjórn Rúbens Amorim og vill komast burt á láni til að spila fótbolta á nýju ári.

The Athletic greinir frá. Forráðamenn hjá United eru sagðir vilja halda Mainoo fram yfir komandi Afríkukeppni hið minnsta, þar sem Amad Diallo og Bryan Mbeumo verða báðir í eldlínunni.

Mainoo er 20 ára gamall og heillaði þegar hann spratt fram á sjónarsviðið hjá United-liðinu. Hann var til að mynda í hópi Englands sem fór á EM í fyrra.

Hann hefur aftur á móti ekki byrjað einn einasta deildarleik á yfirstandandi leiktíð og hefur beðið United um að komast burt á láni í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×