Enski boltinn

Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Danny Welbeck mætir sínu gamla liði í 3. umferð ensku bikarkeppninnar.
Danny Welbeck mætir sínu gamla liði í 3. umferð ensku bikarkeppninnar. getty/Simon Stacpoole

Dregið var í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta í kvöld. Manchester United fær verðugt verkefni.

United dróst gegn Brighton sem er í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Liverpool mætir C-deildarliði Barnsley á heimavelli. Barnsley hefur unnið síðustu tvo leiki sína á Anfield, 1997 og 2008.

Topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Arsenal, etur kappi við Portsmouth sem er í fallsæti í B-deildinni.

Bikarmeistarar Crystal Palace hefja titilvörnina gegn utandeildarliði Macclesfield.

Tottenham og Aston Villa eigast við á heimavelli Spurs, Manchester City tekur á móti Exeter City, sem vermir 20. sæti C-deildarinnar, og Chelsea mætir Charlton Athletic á útivelli.

Leikirnir í 3. umferð ensku bikarkeppninnar fara fram aðra helgina í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×