Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. desember 2025 15:35 Owen segist skilja líðan Salah vel en gjörðir hans verr. Samsett/Getty Michael Owen, fyrrum framherji Liverpool, sem varð síðar óvinsæll hjá félaginu þegar hann samdi við Manchester United, hefur lagt orð í belg varðandi framgang Mohamed Salah eftir leik Liverpool við Leeds í gær. Owen hefur unnið sem sérfræðingur í sjónvarpi undanfarin ár en tjáði sig um mál Salah á samfélagsmiðlinum X í morgun. Salah fór hörðum orðum um stjórnendur Liverpool eftir leik liðsins við Leeds í gær sem lauk með 3-3 jafntefli. Um var að ræða þriðja leikinn í röð þar sem Salah sat á varamannabekknum eftir dræmt gengi í aðdragandanum. Salah sagði þá sem valdið hafa gera sig að blóraböggli og að samband hans við þjálfarann Arne Slot væri brostið. Owen segist skilja afstöðu Salah en skilur ekkert í því að hann láti hana í ljós með þessum hætti, og á þessum tímapunkti. „Ó, Mo Salah. Ég get ímyndað mér hvernig þér líður. Þú ert búinn að bera þetta lið á herðum þér í langan tíma og unnið allt sem hægt er að vinna. En þetta er liðsíþrótt og þú getur ekki sagt það sem þú sagðir,“ segir Owen og bætir við: Oh @mosalah 🫣 I can imagine how you feel. You’ve carried this team for a long time and won everything there is to win. But this is a team game and you simply can’t publicly say what you’ve said. You’re going to afcon in a week. Surely you bite your lip, enjoy representing your…— Michael Owen (@themichaelowen) December 7, 2025 „Þú ert á leið á Afríkukeppnina eftir viku. Þú hlýtur að geta haldið aftur af þér, notið þess að spila fyrir þjóð þína og séð hvernig landið liggur eftir viku?“ Ljóst er að nóg verður að gera á skrifstofu Liverpool næstu daga og óljóst hvað verður í framhaldinu. Ólíklegt þykir að Slot og Salah geti slíðrað sverðin og leiða má að því líkur að annar þeirra yfirgefi félagið, ef ekki hreinlega báðir. Liverpool á leik við Inter Milan í Meistaradeild Evrópu í Mílanó á þriðjudagskvöldið kemur og mætir síðan Brighton á Anfield næsta laugardag. Í kjölfarið heldur Salah á Afríkumótið með egypska landsliðinu. Enski boltinn Tengdar fréttir Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Mohamed Salah segir Liverpool hafa fleygt sér undir rútuna, efast um framtíð sína hjá félaginu og segir samband hans og Arne Slot brostið. Egyptinn var á varamannabekknum hjá liðinu þriðja leikinn í röð í 3-3 jafntefli við Leeds United í kvöld. 6. desember 2025 21:46 Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur í Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, BBC, gagnrýndi framkomu Mohamed Salah eftir leik liðsins við Leeds í gær. Salah rauf þögnina við fjölmiðla eftir þriðja leik hans á varamannabekk liðsins í röð þar sem hann útilokaði ekki brottför frá félaginu. 7. desember 2025 09:04 Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Fótbolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Fleiri fréttir Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Sjá meira
Owen hefur unnið sem sérfræðingur í sjónvarpi undanfarin ár en tjáði sig um mál Salah á samfélagsmiðlinum X í morgun. Salah fór hörðum orðum um stjórnendur Liverpool eftir leik liðsins við Leeds í gær sem lauk með 3-3 jafntefli. Um var að ræða þriðja leikinn í röð þar sem Salah sat á varamannabekknum eftir dræmt gengi í aðdragandanum. Salah sagði þá sem valdið hafa gera sig að blóraböggli og að samband hans við þjálfarann Arne Slot væri brostið. Owen segist skilja afstöðu Salah en skilur ekkert í því að hann láti hana í ljós með þessum hætti, og á þessum tímapunkti. „Ó, Mo Salah. Ég get ímyndað mér hvernig þér líður. Þú ert búinn að bera þetta lið á herðum þér í langan tíma og unnið allt sem hægt er að vinna. En þetta er liðsíþrótt og þú getur ekki sagt það sem þú sagðir,“ segir Owen og bætir við: Oh @mosalah 🫣 I can imagine how you feel. You’ve carried this team for a long time and won everything there is to win. But this is a team game and you simply can’t publicly say what you’ve said. You’re going to afcon in a week. Surely you bite your lip, enjoy representing your…— Michael Owen (@themichaelowen) December 7, 2025 „Þú ert á leið á Afríkukeppnina eftir viku. Þú hlýtur að geta haldið aftur af þér, notið þess að spila fyrir þjóð þína og séð hvernig landið liggur eftir viku?“ Ljóst er að nóg verður að gera á skrifstofu Liverpool næstu daga og óljóst hvað verður í framhaldinu. Ólíklegt þykir að Slot og Salah geti slíðrað sverðin og leiða má að því líkur að annar þeirra yfirgefi félagið, ef ekki hreinlega báðir. Liverpool á leik við Inter Milan í Meistaradeild Evrópu í Mílanó á þriðjudagskvöldið kemur og mætir síðan Brighton á Anfield næsta laugardag. Í kjölfarið heldur Salah á Afríkumótið með egypska landsliðinu.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Mohamed Salah segir Liverpool hafa fleygt sér undir rútuna, efast um framtíð sína hjá félaginu og segir samband hans og Arne Slot brostið. Egyptinn var á varamannabekknum hjá liðinu þriðja leikinn í röð í 3-3 jafntefli við Leeds United í kvöld. 6. desember 2025 21:46 Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur í Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, BBC, gagnrýndi framkomu Mohamed Salah eftir leik liðsins við Leeds í gær. Salah rauf þögnina við fjölmiðla eftir þriðja leik hans á varamannabekk liðsins í röð þar sem hann útilokaði ekki brottför frá félaginu. 7. desember 2025 09:04 Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Fótbolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Fleiri fréttir Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Sjá meira
Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Mohamed Salah segir Liverpool hafa fleygt sér undir rútuna, efast um framtíð sína hjá félaginu og segir samband hans og Arne Slot brostið. Egyptinn var á varamannabekknum hjá liðinu þriðja leikinn í röð í 3-3 jafntefli við Leeds United í kvöld. 6. desember 2025 21:46
Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur í Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, BBC, gagnrýndi framkomu Mohamed Salah eftir leik liðsins við Leeds í gær. Salah rauf þögnina við fjölmiðla eftir þriðja leik hans á varamannabekk liðsins í röð þar sem hann útilokaði ekki brottför frá félaginu. 7. desember 2025 09:04