Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2025 10:31 Cristiano Ronaldo yfirgaf Manchester United með miklum leiðindum og nú gæti Mohamed Salah verið á útleið hjá Liverpool. Getty/Naomi Baker/Carl Recine Mohamed Salah hefur séð til þess að þessa tímabils verður líklega minnst frekar fyrir það sem hann gerði utan vallar en innan hans. Þegar knattspyrnustjóri hans var undir gríðarlegri pressu þá kaus þessi 33 ára gamli leikmaður að búa til fyrirsagnir með orðum sínum utan vallar frekar en gjörðum sínum inni á honum. Enginn frábær leikmaður mun nokkurn tíma vilja viðurkenna það, en þegar þeir byrja að skapa meiri fréttir með því sem þeir segja en því sem þeir hafa gert er það skýr vísbending um að íþróttaleg geta þeirra sé á niðurleið og að þeir ráði ekki við að vera ekki lengur aðalmaðurinn. Allt annað en hannað til hagsbóta fyrir liðið Viðtal Salah við fréttamenn eftir leikinn um helgina, eftir að hafa verið ónotaður varamaður í 3-3 jafntefli Liverpool gegn Leeds United á laugardag, var sjálfselskt og allt annað en hannað til hagsbóta fyrir liðið. Með því að segja að honum hefði verið „kastað undir rútuna“ af félaginu og bæta við að „einhver vilji að ég fái alla sökina,“ beitti Salah sömu aðferð og Cristiano Ronaldo þegar sprengifimt viðtal hans við Piers Morgan í nóvember 2022 gerði brottför hans frá Manchester United óumflýjanlega. Ronaldo talað um svik og slitið samband Ronaldo sagðist „finna fyrir svikum“ af hálfu United og talaði um slitið samband við þáverandi stjóra, Erik ten Hag. Salah gæti hafa verið að lesa úr sama handriti þegar hann lét gremju sína í ljós á Elland Road, og orð hans gætu enn leitt til sömu niðurstöðu og hjá Ronaldo: skjótra félagaskipta yfir í sádí-arabísku úrvalsdeildina og skaddaðrar arfleifðar hjá félaginu þar sem hann varð goðsögn. Salah hafði verið varamaður í þriðja leiknum í röð og egypski landsliðsmaðurinn gerði það ljóst að hann væri sár og meiddur yfir niðurlægingunni. Langt undir hans besta Frammistaða Salah á þessu tímabili hefur bara verið svo langt undir hans besta, aðeins fimm mörk í 19 leikjum, að Slot hafði gefið honum meira en nægan tíma til að komast upp úr formdýfu sinni áður en hann tók þá djarfhuga ákvörðun að setja stjörnuleikmann sinn á bekkinn. Staðan er einföld; hefði Salah verið nálægt sínu besta á þessu tímabili hefði hann ekki misst sæti sitt í liðinu. En sá veruleiki hefur ekki enn sokkið inn. Fyrri afrek hans hafa tryggt honum goðsagnakennda stöðu hjá Liverpool, en nýleg frammistaða hans hefur í raun veitt honum réttinn til að fá sömu meðferð og allir aðrir. Hann sætti sig ekki við það og það er erfitt að sjá hann spila aftur fyrir Liverpool á meðan Slot er knattspyrnustjóri. Alveg eins og Ronaldo yfirgaf Old Trafford með leiðindum fyrir þremur árum er sama niðurstaða nánast gulltryggð hjá Salah. Enski boltinn Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Donni dregur sig úr landsliðshópnum Handbolti Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Handbolti McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Bournemouth - Arsenal | Skytturnar á suðurströndinni Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fleiri fréttir Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Bournemouth - Arsenal | Skytturnar á suðurströndinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Sjá meira
Þegar knattspyrnustjóri hans var undir gríðarlegri pressu þá kaus þessi 33 ára gamli leikmaður að búa til fyrirsagnir með orðum sínum utan vallar frekar en gjörðum sínum inni á honum. Enginn frábær leikmaður mun nokkurn tíma vilja viðurkenna það, en þegar þeir byrja að skapa meiri fréttir með því sem þeir segja en því sem þeir hafa gert er það skýr vísbending um að íþróttaleg geta þeirra sé á niðurleið og að þeir ráði ekki við að vera ekki lengur aðalmaðurinn. Allt annað en hannað til hagsbóta fyrir liðið Viðtal Salah við fréttamenn eftir leikinn um helgina, eftir að hafa verið ónotaður varamaður í 3-3 jafntefli Liverpool gegn Leeds United á laugardag, var sjálfselskt og allt annað en hannað til hagsbóta fyrir liðið. Með því að segja að honum hefði verið „kastað undir rútuna“ af félaginu og bæta við að „einhver vilji að ég fái alla sökina,“ beitti Salah sömu aðferð og Cristiano Ronaldo þegar sprengifimt viðtal hans við Piers Morgan í nóvember 2022 gerði brottför hans frá Manchester United óumflýjanlega. Ronaldo talað um svik og slitið samband Ronaldo sagðist „finna fyrir svikum“ af hálfu United og talaði um slitið samband við þáverandi stjóra, Erik ten Hag. Salah gæti hafa verið að lesa úr sama handriti þegar hann lét gremju sína í ljós á Elland Road, og orð hans gætu enn leitt til sömu niðurstöðu og hjá Ronaldo: skjótra félagaskipta yfir í sádí-arabísku úrvalsdeildina og skaddaðrar arfleifðar hjá félaginu þar sem hann varð goðsögn. Salah hafði verið varamaður í þriðja leiknum í röð og egypski landsliðsmaðurinn gerði það ljóst að hann væri sár og meiddur yfir niðurlægingunni. Langt undir hans besta Frammistaða Salah á þessu tímabili hefur bara verið svo langt undir hans besta, aðeins fimm mörk í 19 leikjum, að Slot hafði gefið honum meira en nægan tíma til að komast upp úr formdýfu sinni áður en hann tók þá djarfhuga ákvörðun að setja stjörnuleikmann sinn á bekkinn. Staðan er einföld; hefði Salah verið nálægt sínu besta á þessu tímabili hefði hann ekki misst sæti sitt í liðinu. En sá veruleiki hefur ekki enn sokkið inn. Fyrri afrek hans hafa tryggt honum goðsagnakennda stöðu hjá Liverpool, en nýleg frammistaða hans hefur í raun veitt honum réttinn til að fá sömu meðferð og allir aðrir. Hann sætti sig ekki við það og það er erfitt að sjá hann spila aftur fyrir Liverpool á meðan Slot er knattspyrnustjóri. Alveg eins og Ronaldo yfirgaf Old Trafford með leiðindum fyrir þremur árum er sama niðurstaða nánast gulltryggð hjá Salah.
Enski boltinn Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Donni dregur sig úr landsliðshópnum Handbolti Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Handbolti McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Bournemouth - Arsenal | Skytturnar á suðurströndinni Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fleiri fréttir Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Bournemouth - Arsenal | Skytturnar á suðurströndinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Sjá meira