Enski boltinn

Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík

Valur Páll Eiríksson skrifar
Liðin skiptust á jafnan hlut í dag.
Liðin skiptust á jafnan hlut í dag. Warren Little/Getty Images

Georginio Rutter tryggði Brighton stig á ögurstundu í leik liðsins við West Ham United í ensku úrvalsdeildinni síðdegis.

Brighton tók á móti West Ham á suðurströnd Englands í dag og úr varð tíðindalítill leikur. Markalaust var allt fram á 73. mínútu leiksins þegar Jarrod Bowen veitti West Ham forystuna.

Allt stefndi í sigur West Ham liðsins en Hollendingurinn Georginio Rutter tókst að jafna af harðfylgi í uppbótartíma.

Leikmenn gestanna voru æfir og vildu meina að Rutter hefði handleikið boltann í aðdragandanum. Boltinn hæfði hönd Hollendingsins en af stuttu færi og af læri hans.

Markið stóð og 1-1 jafntefli niðurstaðan. Þökk sé stiginu fór West Ham upp í 17. sæti deildarinnar með 15 stig, með betri markatölu en Nottingham Forest sem er þar fyrir neðan í fallsæti.

Brighton er með 23 stig í sjöunda sæti deildarinnar, tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti og einu stigi frá neðri hluta deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×