„Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2025 09:01 Arne Slot með Ibrahima Konate á meðan allt lék í lyndi hjá Liverpool. Getty/Andrew Powell Það er óhætt að segja að Liverpool-miðvörðurinn Ibrahima Konaté hafi fengið að heyra það frá Messumönnum í gær þegar farið var yfir frammistöðu Frakkans á þessu vonbrigðartímabili fyrir Englandsmeistara Liverpool. Liverpool missti niður 2-0 forystu á móti Leeds um helgina og varð á endanum að sætta sig við 3-3 jafntefli. Konaté gaf vítaspyrnu í stöðunni 2-0 sem kom Leeds-mönnum inn í leikinn. Alberti Brynjari Ingasyni fannst þessi frammistaða Konaté vera enn eitt dæmið um slaka spilamennsku hans. Ekkert eðlilega heimskuleg ákvörðun „Þessi leikur var náttúrulega bara nánast kominn í hús. Þeir voru 2-0 yfir og sigur þarna hefði róað ástandið svo mikið fyrir [Arne] Slot. Þá hefðu þetta verið sjö stig í síðustu þremur leikjum,“ sagði Albert. „Þeir voru komnir í 2-0 og þessi leikur var í fullkomnu jafnvægi áður en hann henti sér í þessa tæklingu. Þetta er ekkert eðlilega heimskuleg ákvörðun hjá Konaté,“ sagði Albert og vildi líka meina að Konaté hafi gert mistök í öðru marki Leeds. Albert tók síðan fyrir fjölda atvika á leiktíðinni þar sem Konaté leit illa út í Liverpool-vörninni. „Það eru fimmtán leikir búnir á tímabili og það er hægt að finna svo rosalega margar klippur af Konaté,“ sagði Albert og sýndi nokkrar þeirra. Þetta er svo letilegt „Þetta er svo letilegt, fótavinnan er svo þung og hún er svo hæg. Þetta er bara leikur eftir leik þar sem Konaté á skítaframmistöðu,“ sagði Albert. „Það er eins og hann sé farinn í hausnum og vilji bara ekki meiðast,“ skaut Arnar Gunnlaugsson inn í. „Þetta er bara svo skrítið því þetta byrjaði bara strax í fyrstu umferð,“ sagði Albert. Hann benti líka á það að Arne Slot hefur verið óhræddur við að bekkja aðra leikmenn en Konaté er alltaf í liðinu. Slot er búinn að vera harður „Slot er búinn að vera harður. Við erum að tala um Salah hérna. Hann er harður að henda honum á bekkinn þrjá leiki í röð. Ég ber virðingu fyrir því, það er bara rétt hjá honum,“ sagði Albert og fór líka yfir aðra leikmenn Liverpool sem hefur sett á bekkinn. „Af hverju fær Konaté alltaf að vera í liðinu, maður sem vill ekki skrifa undir nýjan samning. Ég skil það ekki. Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot þarna þegar hann fór í fyrra. Það er eitthvað sem hann er með á honum,“ sagði Albert. Það má horfa á alla þessa umræðu um Ibrahima Konaté hér fyrir ofan. Enski boltinn Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Donni dregur sig úr landsliðshópnum Handbolti Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Handbolti McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Bournemouth - Arsenal | Skytturnar á suðurströndinni Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fleiri fréttir Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Bournemouth - Arsenal | Skytturnar á suðurströndinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Sjá meira
Liverpool missti niður 2-0 forystu á móti Leeds um helgina og varð á endanum að sætta sig við 3-3 jafntefli. Konaté gaf vítaspyrnu í stöðunni 2-0 sem kom Leeds-mönnum inn í leikinn. Alberti Brynjari Ingasyni fannst þessi frammistaða Konaté vera enn eitt dæmið um slaka spilamennsku hans. Ekkert eðlilega heimskuleg ákvörðun „Þessi leikur var náttúrulega bara nánast kominn í hús. Þeir voru 2-0 yfir og sigur þarna hefði róað ástandið svo mikið fyrir [Arne] Slot. Þá hefðu þetta verið sjö stig í síðustu þremur leikjum,“ sagði Albert. „Þeir voru komnir í 2-0 og þessi leikur var í fullkomnu jafnvægi áður en hann henti sér í þessa tæklingu. Þetta er ekkert eðlilega heimskuleg ákvörðun hjá Konaté,“ sagði Albert og vildi líka meina að Konaté hafi gert mistök í öðru marki Leeds. Albert tók síðan fyrir fjölda atvika á leiktíðinni þar sem Konaté leit illa út í Liverpool-vörninni. „Það eru fimmtán leikir búnir á tímabili og það er hægt að finna svo rosalega margar klippur af Konaté,“ sagði Albert og sýndi nokkrar þeirra. Þetta er svo letilegt „Þetta er svo letilegt, fótavinnan er svo þung og hún er svo hæg. Þetta er bara leikur eftir leik þar sem Konaté á skítaframmistöðu,“ sagði Albert. „Það er eins og hann sé farinn í hausnum og vilji bara ekki meiðast,“ skaut Arnar Gunnlaugsson inn í. „Þetta er bara svo skrítið því þetta byrjaði bara strax í fyrstu umferð,“ sagði Albert. Hann benti líka á það að Arne Slot hefur verið óhræddur við að bekkja aðra leikmenn en Konaté er alltaf í liðinu. Slot er búinn að vera harður „Slot er búinn að vera harður. Við erum að tala um Salah hérna. Hann er harður að henda honum á bekkinn þrjá leiki í röð. Ég ber virðingu fyrir því, það er bara rétt hjá honum,“ sagði Albert og fór líka yfir aðra leikmenn Liverpool sem hefur sett á bekkinn. „Af hverju fær Konaté alltaf að vera í liðinu, maður sem vill ekki skrifa undir nýjan samning. Ég skil það ekki. Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot þarna þegar hann fór í fyrra. Það er eitthvað sem hann er með á honum,“ sagði Albert. Það má horfa á alla þessa umræðu um Ibrahima Konaté hér fyrir ofan.
Enski boltinn Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Donni dregur sig úr landsliðshópnum Handbolti Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Handbolti McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Bournemouth - Arsenal | Skytturnar á suðurströndinni Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fleiri fréttir Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Bournemouth - Arsenal | Skytturnar á suðurströndinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Sjá meira