

Evrópumótið í handbolta kvenna fer fram 28. nóvember til 15. desember 2024 í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss.
Danmörk og Holland spila hreinan úrslitaleik um sæti í undanúrslitum í lokaumferð milliriðlanna á EM kvenna í handbolta.
Noregur tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum á EM kvenna í handbolta með sannfærandi sigri á Þjóðverjum. Það gerðu þær þótt að það sé ein umferð eftir í milliriðlinum.
Hollenska kvennalandsliðið í handbolta steig skrefi nær undanúrslitaleiknum á EM í handbolta eftir öruggan sigur á Sviss í Vín í kvöld.
Sandra Toft var niðurbrotin eftir að hafa ekki verið valin í EM-hóp danska kvennalandsliðsins í handbolta en núna hefur þessi mikli reynslubolti skyndilega verið kallaður til. Althea Reinhardt fékk nefnilega skot í höfuðið á æfingu.
Svíar töpuðu fyrir Rúmenum, 23-25, í öðrum leik sínum í milliriðli 1 á Evrópumótinu í handbolta kvenna. Fyrir vikið minnkuðu möguleikar Svíþjóðar á að komast í undanúrslit mótsins.
Orlane Kanor skoraði skemmtilegt mark fyrir Frakka á móti Rúmeníu í milliriðli Evrópumóts kvenna í handbolta í gær.
Noregur hefur unnið alla fjóra leiki sína á Evrópumóti kvenna í handbolta. Í kvöld sigruðu Norðmenn Dani, 24-27, í fyrsta leik sínum í milliriðli 2.
Frakkland þurfti að hafa talsvert fyrir því að vinna Rúmeníu í milliriðli 1 á EM í handbolta kvenna. Lokatölur 30-25, Frökkum í vil. Þá unnu Hollendingar Slóvena, 26-22.
Þýskaland og Svíþjóð áttu ekki í neinum vandræðum með að sækja sinn fyrsta sigur í milliriðlum EM í handbolta í dag.
Handboltaþjálfarinn Einar Jónsson segir að gjörbreyta þurfi landslagi íslenska kvennalandsliðsins hér heima fyrir svo að liðið nái að taka næstu skref á alþjóðlegum vettvangi.
Perla Ruth Albertsdóttir var ein af markahæstu leikmönnum allrar riðlakeppninnar á EM í handbolta, og hún skoraði úr flestum vítum allra í þeim hluta mótsins.
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta endaði í sextánda sæti á EM og á fyrir vikið meiri möguleika á því að komast inn á þriðja stórmótið sitt í röð.
Markvörðurinn magnaði Katrine Lunde fékk kökk í hálsinn þegar hún var beðin um að lýsa því hvernig væri að hafa eins skilningsríkan þjálfara og Þóri Hergeirsson, í norska landsliðinu í handbolta.
Íslenska kvennalandsliðið hefur lokið leik á EM eftir að hafa lent á þýskum varnarmúr í kvöld. Kaflaskiptu móti lokið en vegferðin fræga heldur áfram.
Líkt og aðrir leikmenn íslenska landsliðsins var Steinunn Björnsdóttir svekkt með leik liðsins í kvöld gegn sterku liði Þýskalands. Tapaðist leikurinn með ellefu mörkum þar sem Steinunn fékk úr litlu úr að moða á línunni.
Andrea Jacobsen var eðlilega svekkt eftir tap kvöldsins hjá íslenska kvennalandsliðinu fyrir Þýskalandi. Hún er þó stolt af liðinu og stefnir beint á næsta mót.
Elín Rósa Magnúsdóttir var að vonum svekkt eftir að íslenska landsliðið féll úr leik í kvöld gegn Þýskalandi. Lokatölur 19-30, en Elín Rósa lítur þó björtum augum á mótið í heild og á framtíð landsliðsins.
Arnar Pétursson segist ekki ætla að láta tapið stóra gegn Þýskalandi, í lokaleiknum á EM kvenna í handbolta, sitja í sér. Liðið hafi tekið ný skref á mótinu og muni læra helling.
Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Þessu greindi hún frá í samtali við íþróttadeild.
Ísland er fallið úr leik á Evrópumótinu í handbolta. Varð það ljóst eftir ellefu marka tap gegn Þýskalandi í úrslitaleik um hvort liðið færi áfram í milliriðla. Lokatölur 19-30 þar sem íslensku stelpurnar áttu við ramman reip að draga.
Svartfjallaland og Sviss tryggðu sér í kvöld síðustu sætin í milliriðlakeppni EM kvenna í handbolta, ásamt Þýskalandi sem vann Ísland.
Hollendingar lentu í mestu vandræðunum gegn Íslandi í leikjum sínum í F-riðli EM kvenna í handbolta. Eftir öruggan sigur gegn Þýskalandi vann hollenska liðið svo tuttugu marka sigur gegn Úkraínu, í Innsbruck í kvöld.
Elísa Elíasdóttir er lasin og verður ekki með íslenska landsliðinu gegn Þjóðverjum í dag. Landsliðsþjálfararnir gera tvær breytingar á leikmannahópi Íslands.
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, leikjahæsta og markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, hefur notið sín vel á EM kvenna í handbolta í Innsbruck. Hún hefur mikla trú á íslenska liðinu fyrir úrslitaleik kvöldsins við Þýskaland.
„Ég fór á mitt fyrsta stórmót fyrir 14 árum. Þetta hefur verið svolítil bið og loksins kom þetta,“ segir Sunna Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins um sigur á Úkraínu í fyrrakvöld. Nú er komið að næsta verkefni.
Díana Dögg Magnúsdóttir þekkir þýska landsliðið betur en margur í íslenska kvennalandsliðinu enda leikið í Þýskalandi undanfarin ár. Hún segir töluverða pressu á Þjóðverjunum og hjá þeim hafi gengið á ýmsu.
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Þýskalandi í úrslitaleik um sæti í milliriðli á EM 2024 í kvöld. Til að brýna sig fyrir leikinn mikilvæga geta stelpurnar okkar rifjað upp eftirminnilegan sigur á Þjóðverjum á HM 2011.
„Við þurfum alvöru frammistöðu, og það í sextíu mínútur,“ segir landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson um leik dagsins við Þýskaland á EM kvenna í handbolta. Um er að ræða hreinan úrslitaleik um sæti í milliriðli.
Rut Jónsdóttir naut sín vel í sigri Íslands á Úkraínu og líður almennt vel á EM í Innsbruck. Spennan er mikil fyrir leik kvöldsins við Þýskaland.
Stelpurnar okkar hafa gert vel í íþróttaborginni Innsbruck hingað til. Þær voru nærri sigri gegn Hollandi, unnu svo sögulegan sigur á Úkraínu. Í kvöld er komið að lokaverkefninu hér í bæ, gegn þýska stálinu.