„Förum léttar inn í þennan leik“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2024 11:01 Rut Arnfjörð Jónsdóttir ; Rut Jónsdóttir Vísir/Einar Rut Jónsdóttir naut sín vel í sigri Íslands á Úkraínu og líður almennt vel á EM í Innsbruck. Spennan er mikil fyrir leik kvöldsins við Þýskaland. „Þetta er mjög stórt. Það hefur verið löng bið eftir þessu og við erum rosalega stoltar og glaðar með þennan sigur,“ segir Rut um sigurinn í fyrrakvöld. Eftir að hafa setið á bekknum í fyrsta leik átti Rut fína innkomu í íslenska liðið og raðaði inn stoðsendingum í fyrri hálfleik. „Mér leið rosalega vel. Stelpurnar voru að standa sig vel svo það var auðvelt að detta inn í þetta. Maður hefur spilað með mörgum af þessum stelpum og það var góður fílingur í þessu,“ segir Rut. Hún missti af HM í fyrra vegna barnsburðar og er nú mætt á stórmót í fyrsta sinn í rúman áratug. „Það er rosalega flott umgjörð og mikið auka sem maður er ekki vanur. Þetta hefur verið rosalega vel heppnað hjá öllum og gaman fyrir stelpurnar að vera í þessu. Þetta er vel flottur og samstilltur hópur og það er gaman að upplifa þetta saman,“ segir Rut sem á erfitt með að bera þetta saman við fyrri mót en þykir gaman að fylgjast með þeim sem yngri eru á þessu stóra sviði. „Það er svo langt síðan að ég man ekki alveg allt. Mér hefur alltaf liðið vel í landsliðinu en þetta er extra sætt því þetta er svo samrýmdur hópur, eins og ég segi, það hefur verið mikil uppbygging. Mér finnst líka gaman að fylgjast með þessum ungu flottu stelpum á þessu sviði, þær eru standa sig svo vel.“ Þýskaland er mótherji dagsins í hreinum úrslitaleik. Sigurliðið fer í milliriðil og tapliðið heim. „Mér finnst mjög gaman að við séum að fara inn í þennan leik með möguleika. Við gerum okkur vissulega grein fyrir því að þetta er mjög sterkur andstæðingur. En það er ekkert vitað fyrir fram. Við förum léttar inn í þennan leik og gerum okkar allra besta,“ segir Rut. Klippa: Rut klár í úrslitaleik Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 í kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Sjá meira
„Þetta er mjög stórt. Það hefur verið löng bið eftir þessu og við erum rosalega stoltar og glaðar með þennan sigur,“ segir Rut um sigurinn í fyrrakvöld. Eftir að hafa setið á bekknum í fyrsta leik átti Rut fína innkomu í íslenska liðið og raðaði inn stoðsendingum í fyrri hálfleik. „Mér leið rosalega vel. Stelpurnar voru að standa sig vel svo það var auðvelt að detta inn í þetta. Maður hefur spilað með mörgum af þessum stelpum og það var góður fílingur í þessu,“ segir Rut. Hún missti af HM í fyrra vegna barnsburðar og er nú mætt á stórmót í fyrsta sinn í rúman áratug. „Það er rosalega flott umgjörð og mikið auka sem maður er ekki vanur. Þetta hefur verið rosalega vel heppnað hjá öllum og gaman fyrir stelpurnar að vera í þessu. Þetta er vel flottur og samstilltur hópur og það er gaman að upplifa þetta saman,“ segir Rut sem á erfitt með að bera þetta saman við fyrri mót en þykir gaman að fylgjast með þeim sem yngri eru á þessu stóra sviði. „Það er svo langt síðan að ég man ekki alveg allt. Mér hefur alltaf liðið vel í landsliðinu en þetta er extra sætt því þetta er svo samrýmdur hópur, eins og ég segi, það hefur verið mikil uppbygging. Mér finnst líka gaman að fylgjast með þessum ungu flottu stelpum á þessu sviði, þær eru standa sig svo vel.“ Þýskaland er mótherji dagsins í hreinum úrslitaleik. Sigurliðið fer í milliriðil og tapliðið heim. „Mér finnst mjög gaman að við séum að fara inn í þennan leik með möguleika. Við gerum okkur vissulega grein fyrir því að þetta er mjög sterkur andstæðingur. En það er ekkert vitað fyrir fram. Við förum léttar inn í þennan leik og gerum okkar allra besta,“ segir Rut. Klippa: Rut klár í úrslitaleik Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 í kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Sjá meira