„Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 3. desember 2024 22:20 Steinunn Björnsdóttir í baráttunni gegn Þýskalandi í kvöld. Getty/Marco Wolf Líkt og aðrir leikmenn íslenska landsliðsins var Steinunn Björnsdóttir svekkt með leik liðsins í kvöld gegn sterku liði Þýskalands. Tapaðist leikurinn með ellefu mörkum þar sem Steinunn fékk úr litlu úr að moða á línunni. „Ég viðurkenni að þetta eru pínu vonbrigði að hafa tapað svona stórt á móti þessari þjóð. Við ætluðum okkur meira, en ég verð að vera alveg hreinskilin að þær eru ógeðslega sterkar og sérstaklega líkamlega fannst mér. Mér fannst við alveg eiga að einhverju leyti roð í þær þegar við fengum þær aðeins til að hreyfa sig, fengum góðar klippingar og svona en þegar þær grípa okkur þá áttum við einhvern veginn lítinn séns,“ sagði Steinunn. Steinunn skoraði eitt mark úr sínu eina skoti í leiknum og fiskaði eitt víti. Var hún í algjörri gjörgæslu hjá þýsku vörninni og segir hún það hafa verið erfitt að berjast við líkamlega sterka leikmenn Þýskalands. „Fyrir mig persónulega var þetta gríðarlega erfitt að finna sér stöðu og reyna að hjálpa einhvern veginn liðinu. Þannig að eins og ég segi þá er þetta pínu svekkelsi.“ „Gerðum allt sem við gátum“ Sóknarleikurinn gekk illa í kvöld. Steinunn vill þó líta til þess árangurs sem liðið hefur náð á því sviði leiksins í mótinu sjálfu og aðdraganda þess. „Við náðum ekki okkar riðma sóknarlega, það verður að segjast eins og er, og þær náðu bara að gera þetta vel. Mér fannst sóknarleikurinn okkar á þessu móti bara búinn að vera stórkostlegur að mörgu leyti og líka í undirbúningsleikjunum gegn Póllandi og í Sviss. Þannig að það er gríðarlegur stígandi í sóknarleiknum okkar og mér langa svolítið að taka það út úr þessu. Við áttum bara ekki góðan leik en að sama skapi á móti fáránlega sterkri þjóð.“ Steinunn gengur sátt frá borði frá mótinu sjálfu og er stolt af íslenska liðinu. „Heilt yfir er ég bara með mjög jákvæða upplifun og það var markmiðið okkar, ef ég reyni að setja aðeins þennan leik aðeins til hliðar. Við gáfum samt allt í þetta, liðið lagði sig allt fram, við gerðum allt sem við gátum og fyrir það er ég bara ótrúlega þakklát og stolt af liðinu.“ Landsliðsskórnir að fara á hilluna? Steinunn er orðin 33 ára og farið að síga á seinni hluta ferilsins. Var þetta hennar fyrsta stórmót með landsliðinu. Aðspurð hvort hún sé farin að hugleiða að setja landsliðskóna á hilluna svara hún því játandi, en er nokkuð myrk í máli hvenær það yrði og segir það eiga eftir að koma í ljós. „Já, ég verð að viðurkenna það. Það er farið að líða að lokum, ég veit ekki alveg hvenær nákvæmlega en ég ætla aðeins að fá að hugsa það og vera heima og njóta jólanna og afmæli barnanna minna og svona. Þannig að það kemur bara allt í ljós.“ EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Andrea Jacobsen var eðlilega svekkt eftir tap kvöldsins hjá íslenska kvennalandsliðinu fyrir Þýskalandi. Hún er þó stolt af liðinu og stefnir beint á næsta mót. 3. desember 2024 22:02 Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Elín Rósa Magnúsdóttir var að vonum svekkt eftir að íslenska landsliðið féll úr leik í kvöld gegn Þýskalandi. Lokatölur 19-30, en Elín Rósa lítur þó björtum augum á mótið í heild og á framtíð landsliðsins. 3. desember 2024 21:53 „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Þessu greindi hún frá í samtali við íþróttadeild. 3. desember 2024 21:33 „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ Arnar Pétursson segist ekki ætla að láta tapið stóra gegn Þýskalandi, í lokaleiknum á EM kvenna í handbolta, sitja í sér. Liðið hafi tekið ný skref á mótinu og muni læra helling. 3. desember 2024 21:43 Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Ísland er fallið úr leik á Evrópumótinu í handbolta. Varð það ljóst eftir ellefu marka tap gegn Þýskalandi í úrslitaleik um hvort liðið færi áfram í milliriðla. Lokatölur 19-30 þar sem íslensku stelpurnar áttu við ramman reip að draga. 3. desember 2024 21:20 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
„Ég viðurkenni að þetta eru pínu vonbrigði að hafa tapað svona stórt á móti þessari þjóð. Við ætluðum okkur meira, en ég verð að vera alveg hreinskilin að þær eru ógeðslega sterkar og sérstaklega líkamlega fannst mér. Mér fannst við alveg eiga að einhverju leyti roð í þær þegar við fengum þær aðeins til að hreyfa sig, fengum góðar klippingar og svona en þegar þær grípa okkur þá áttum við einhvern veginn lítinn séns,“ sagði Steinunn. Steinunn skoraði eitt mark úr sínu eina skoti í leiknum og fiskaði eitt víti. Var hún í algjörri gjörgæslu hjá þýsku vörninni og segir hún það hafa verið erfitt að berjast við líkamlega sterka leikmenn Þýskalands. „Fyrir mig persónulega var þetta gríðarlega erfitt að finna sér stöðu og reyna að hjálpa einhvern veginn liðinu. Þannig að eins og ég segi þá er þetta pínu svekkelsi.“ „Gerðum allt sem við gátum“ Sóknarleikurinn gekk illa í kvöld. Steinunn vill þó líta til þess árangurs sem liðið hefur náð á því sviði leiksins í mótinu sjálfu og aðdraganda þess. „Við náðum ekki okkar riðma sóknarlega, það verður að segjast eins og er, og þær náðu bara að gera þetta vel. Mér fannst sóknarleikurinn okkar á þessu móti bara búinn að vera stórkostlegur að mörgu leyti og líka í undirbúningsleikjunum gegn Póllandi og í Sviss. Þannig að það er gríðarlegur stígandi í sóknarleiknum okkar og mér langa svolítið að taka það út úr þessu. Við áttum bara ekki góðan leik en að sama skapi á móti fáránlega sterkri þjóð.“ Steinunn gengur sátt frá borði frá mótinu sjálfu og er stolt af íslenska liðinu. „Heilt yfir er ég bara með mjög jákvæða upplifun og það var markmiðið okkar, ef ég reyni að setja aðeins þennan leik aðeins til hliðar. Við gáfum samt allt í þetta, liðið lagði sig allt fram, við gerðum allt sem við gátum og fyrir það er ég bara ótrúlega þakklát og stolt af liðinu.“ Landsliðsskórnir að fara á hilluna? Steinunn er orðin 33 ára og farið að síga á seinni hluta ferilsins. Var þetta hennar fyrsta stórmót með landsliðinu. Aðspurð hvort hún sé farin að hugleiða að setja landsliðskóna á hilluna svara hún því játandi, en er nokkuð myrk í máli hvenær það yrði og segir það eiga eftir að koma í ljós. „Já, ég verð að viðurkenna það. Það er farið að líða að lokum, ég veit ekki alveg hvenær nákvæmlega en ég ætla aðeins að fá að hugsa það og vera heima og njóta jólanna og afmæli barnanna minna og svona. Þannig að það kemur bara allt í ljós.“
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Andrea Jacobsen var eðlilega svekkt eftir tap kvöldsins hjá íslenska kvennalandsliðinu fyrir Þýskalandi. Hún er þó stolt af liðinu og stefnir beint á næsta mót. 3. desember 2024 22:02 Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Elín Rósa Magnúsdóttir var að vonum svekkt eftir að íslenska landsliðið féll úr leik í kvöld gegn Þýskalandi. Lokatölur 19-30, en Elín Rósa lítur þó björtum augum á mótið í heild og á framtíð landsliðsins. 3. desember 2024 21:53 „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Þessu greindi hún frá í samtali við íþróttadeild. 3. desember 2024 21:33 „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ Arnar Pétursson segist ekki ætla að láta tapið stóra gegn Þýskalandi, í lokaleiknum á EM kvenna í handbolta, sitja í sér. Liðið hafi tekið ný skref á mótinu og muni læra helling. 3. desember 2024 21:43 Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Ísland er fallið úr leik á Evrópumótinu í handbolta. Varð það ljóst eftir ellefu marka tap gegn Þýskalandi í úrslitaleik um hvort liðið færi áfram í milliriðla. Lokatölur 19-30 þar sem íslensku stelpurnar áttu við ramman reip að draga. 3. desember 2024 21:20 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Andrea Jacobsen var eðlilega svekkt eftir tap kvöldsins hjá íslenska kvennalandsliðinu fyrir Þýskalandi. Hún er þó stolt af liðinu og stefnir beint á næsta mót. 3. desember 2024 22:02
Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Elín Rósa Magnúsdóttir var að vonum svekkt eftir að íslenska landsliðið féll úr leik í kvöld gegn Þýskalandi. Lokatölur 19-30, en Elín Rósa lítur þó björtum augum á mótið í heild og á framtíð landsliðsins. 3. desember 2024 21:53
„Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Þessu greindi hún frá í samtali við íþróttadeild. 3. desember 2024 21:33
„Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ Arnar Pétursson segist ekki ætla að láta tapið stóra gegn Þýskalandi, í lokaleiknum á EM kvenna í handbolta, sitja í sér. Liðið hafi tekið ný skref á mótinu og muni læra helling. 3. desember 2024 21:43
Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Ísland er fallið úr leik á Evrópumótinu í handbolta. Varð það ljóst eftir ellefu marka tap gegn Þýskalandi í úrslitaleik um hvort liðið færi áfram í milliriðla. Lokatölur 19-30 þar sem íslensku stelpurnar áttu við ramman reip að draga. 3. desember 2024 21:20