Vill gera róttækar breytingar á umhverfi kvennalandsliðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2024 08:32 Elín Klara Þorkelsdóttir er ein af framtíðarleikmönnum íslenska landsliðsins en hún steig sín fyrstu stórsmótaskref á EM í ár. Getty/Henk Seppen Handboltaþjálfarinn Einar Jónsson segir að gjörbreyta þurfi landslagi íslenska kvennalandsliðsins hér heima fyrir svo að liðið nái að taka næstu skref á alþjóðlegum vettvangi. Íslenska landsliðið féll úr leik á Evrópumótinu í handbolta á þriðjudaginn eftir ellefu marka tap á móti Þjóðverjum, 30-19. Mótið var í heild nokkuð fínt hjá liðinu, það tapaði naumlega fyrir Hollendingum í fyrsta leik en vann svo Úkraínu í leik tvö. Þjóðverjar voru aftur á móti of stór biti. Liðið endaði í sextánda sæti á mótinu. Erum nokkuð ánægð með þetta mót „Ég held að við getum verið nokkuð ánægð með þetta mót. Við náðum að vinna Úkraínu sem var okkar fyrsti sigur á Evrópumóti sem er mjög jákvætt. Hollandsleikurinn var mjög jákvæður. Ef það er eitthvað svona eftir á, þó að það hefði ekki gert mikið fyrir okkur, þá var þar kannski möguleiki að stela stigi eða stigum,“ sagði Einar Jónsson í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Þýskalandsleikurinn var mjög erfiður og þær henta okkur mjög illa,“ sagði Einar. „Að mínu mati þurfum við að gera dálítið róttækar breytingar í okkar umhverfi ef við ætlum að fara lengra. Ég sé þetta ekki fara mikið lengra ef við ætlum að vera áfram í sama farinu,“ sagði Einar. Horfa á Holland og Sviss „Við þurfum að taka þetta upp á annað stig. Mínar hugmyndir að því eru að horfa svolítið á það hvernig Hollendingar og Svisslendingar hafa gert þetta undanfarin ár. Þetta eru engar stórþjóðir í handbolta en hafa náð árangri í kvennabolta,“ sagði Einar. „Svisslendingar fóru upp úr riðlinum sínum á þessu EM og Holland búið að vera með virkilega gott lið síðustu tíu til fimmtán ár. Þeir tóku virkilega til í sínum málum,“ sagði Einar. Æfa einu sinni í viku „Þeir fóru að láta kvennaliðið og yngri landsliðin æfa saman einu sinni í viku eða hvort það var eina helgi í mánuði. Svisslendingar hafa verið að gera þetta með svipuðum hætti. Þetta er einhver aðferð sem mér myndi hugnast ef við ætlum að reyna að komast upp á næsta stig,“ sagði Einar. „Við þurfum að styrkja deildina hérna heima. Ég held að það myndi gerast með því að gera þetta en auðvitað eru kannski einhverjar aðrar aðferðir til. Þarna er ég að horfa í ákveðnar fyrirmyndir,“ sagði Einar. „Ég myndi vilja sjá það að leikmenn væru ekki að fara út nema ef að þær væru að fara í alvöru lið, í alvöru umhverfi og til alvöru þjálfara. Vera frekar hérna heima og styrkja deildina,“ sagði Einar. A-landsliðið karla ekki fyrirmyndin „Við þurfum að passa okkur að vera ekki alltaf að horfa á það hvernig karlalandsliðið okkar er. A-landslið karla er ekki endilega fyrirmyndin af því hvernig þú átt að gera þetta með A-landslið kvenna. Það er ekkert til að skammast sín fyrir,“ sagði Einar. „Við eigum bara að horfa í það hvernig við getum náð sem bestum árangri með A-landslið kvenna,“ sagði Einar. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Varar Luke Littler við Man. United heilkenninu Sport „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Handbolti Fleiri fréttir HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum „Líður eins og ég sé tvítugur“ „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Bað um nýtt herbergi í Zagreb Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Dagur og Alfreð byrjuðu á sigri á HM í handbolta Þrír Argentínumenn fengu rautt spjald Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Sjá meira
Íslenska landsliðið féll úr leik á Evrópumótinu í handbolta á þriðjudaginn eftir ellefu marka tap á móti Þjóðverjum, 30-19. Mótið var í heild nokkuð fínt hjá liðinu, það tapaði naumlega fyrir Hollendingum í fyrsta leik en vann svo Úkraínu í leik tvö. Þjóðverjar voru aftur á móti of stór biti. Liðið endaði í sextánda sæti á mótinu. Erum nokkuð ánægð með þetta mót „Ég held að við getum verið nokkuð ánægð með þetta mót. Við náðum að vinna Úkraínu sem var okkar fyrsti sigur á Evrópumóti sem er mjög jákvætt. Hollandsleikurinn var mjög jákvæður. Ef það er eitthvað svona eftir á, þó að það hefði ekki gert mikið fyrir okkur, þá var þar kannski möguleiki að stela stigi eða stigum,“ sagði Einar Jónsson í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Þýskalandsleikurinn var mjög erfiður og þær henta okkur mjög illa,“ sagði Einar. „Að mínu mati þurfum við að gera dálítið róttækar breytingar í okkar umhverfi ef við ætlum að fara lengra. Ég sé þetta ekki fara mikið lengra ef við ætlum að vera áfram í sama farinu,“ sagði Einar. Horfa á Holland og Sviss „Við þurfum að taka þetta upp á annað stig. Mínar hugmyndir að því eru að horfa svolítið á það hvernig Hollendingar og Svisslendingar hafa gert þetta undanfarin ár. Þetta eru engar stórþjóðir í handbolta en hafa náð árangri í kvennabolta,“ sagði Einar. „Svisslendingar fóru upp úr riðlinum sínum á þessu EM og Holland búið að vera með virkilega gott lið síðustu tíu til fimmtán ár. Þeir tóku virkilega til í sínum málum,“ sagði Einar. Æfa einu sinni í viku „Þeir fóru að láta kvennaliðið og yngri landsliðin æfa saman einu sinni í viku eða hvort það var eina helgi í mánuði. Svisslendingar hafa verið að gera þetta með svipuðum hætti. Þetta er einhver aðferð sem mér myndi hugnast ef við ætlum að reyna að komast upp á næsta stig,“ sagði Einar. „Við þurfum að styrkja deildina hérna heima. Ég held að það myndi gerast með því að gera þetta en auðvitað eru kannski einhverjar aðrar aðferðir til. Þarna er ég að horfa í ákveðnar fyrirmyndir,“ sagði Einar. „Ég myndi vilja sjá það að leikmenn væru ekki að fara út nema ef að þær væru að fara í alvöru lið, í alvöru umhverfi og til alvöru þjálfara. Vera frekar hérna heima og styrkja deildina,“ sagði Einar. A-landsliðið karla ekki fyrirmyndin „Við þurfum að passa okkur að vera ekki alltaf að horfa á það hvernig karlalandsliðið okkar er. A-landslið karla er ekki endilega fyrirmyndin af því hvernig þú átt að gera þetta með A-landslið kvenna. Það er ekkert til að skammast sín fyrir,“ sagði Einar. „Við eigum bara að horfa í það hvernig við getum náð sem bestum árangri með A-landslið kvenna,“ sagði Einar.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Varar Luke Littler við Man. United heilkenninu Sport „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Handbolti Fleiri fréttir HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum „Líður eins og ég sé tvítugur“ „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Bað um nýtt herbergi í Zagreb Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Dagur og Alfreð byrjuðu á sigri á HM í handbolta Þrír Argentínumenn fengu rautt spjald Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Sjá meira