Handbolti

Dönsku stelpurnar tryggðu sér úr­slita­leik á móti Hollandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mie Hojlund og félagar í danska liðinu unnu góðan sigur í kvöld.
Mie Hojlund og félagar í danska liðinu unnu góðan sigur í kvöld. Getty/Marco Wolf

Danmörk og Holland spila hreinan úrslitaleik um sæti í undanúrslitum í lokaumferð milliriðlanna á EM kvenna í handbolta.

Þetta varð ljóst eftir að dönsku stelpurnar unnu sjö marka sigur á Slóveníu í kvöld, 33-26.

Holland vann Sviss fyrr í kvöld og liðin eru því jöfn í öðru og þriðja sæti með sex stig. Noregur er efst með átta stig og búið að tryggja sér sigur í milliriðlinum og sæti í undanúrslitunum.

Slóvenía stóð í þeim dönsku og var tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleiknum en danska liðið endaði hálfleikinn með 5-1 spretti sem skilaði liðinu 17-15 forystu í hálfleik.

Danska liðið komst þremur mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks en þær slóvensku gáfu sig ekki. Dönsku stelpurnar voru sterkari undir lokin og unnu nokkuð öruggan sigur.

Elma Halilcevic skoraði sex mörk fyrir Dani og Andrea Aagot Hansen var með fimm mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×