Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 5. desember 2024 16:09 Karolina Kochaniak-Sala reynir að verjast Jenny Carlson í leik Póllands og Svíþjóðar í dag. EPA-EFE/Zsolt Czegledi Þýskaland og Svíþjóð áttu ekki í neinum vandræðum með að sækja sinn fyrsta sigur í milliriðlum EM í handbolta í dag. Eftir að riðlakeppninni lauk á þriðjudaginn spila liðin á EM núna í tveimur sex liða milliriðlum, og taka þangað með sér einn leik úr riðlakeppninni. Í tilvikum Þýskalands og Svíþjóðar voru það tapleikir, gegn Hollandi og Ungverjalandi. Í dag unnu þau bæði hins vegar stórsigra. Þýskaland rúllaði yfir Sviss í milliriðli 1, sem leikinn er í Debrecen í Ungverjalandi, og vann níu marka sigur, 36-27, eftir að hafa verið 18-14 yfir í hálfleik. Þjóðverjar endurtóku þar með leikinn frá því á þriðjudaginn þegar liðið vann einnig stórsigur gegn Íslandi með því að stinga af í seinni hálfleik. Munurinn varð mestur ellefu mörk. Annika Lott sækir að marki Sviss í sigri Þýskalands í dag.Getty/Andrea Kareth Sviss, sem vann Ísland naumlega í tvígang í vináttulandsleikjum á heimavelli helgina fyrir EM, er því enn án stiga en Þýskaland nú með tvö stig. Alexia Hauf var markahæst Þýskalands með sex mörk og þær Alina Grijseels og Xenia Smits skoruðu fimm mörk hvor. Hjá Sviss var Tabea Schmid markahæst með átta mörk. Svíar keyrðu yfir Pólverja í seinni hálfleik Svíar unnu svo aðra fyrrverandi mótherja Íslands, úr vináttulandsleikjum á Íslandi í lok október sem Ísland vann, eða lið Póllands, 33-25. Svíar höfðu yfirhöndina allan tímann en munurinn var aðeins tvö mörk í hálfleik, 17-15. Svíþjóð komst svo í 21-16 og Pólverjum tókst aldrei að hleypa spennu í leikinn eftir það. A solid 𝐒𝐰𝐞𝐝𝐞𝐧 perfect in defending, stealing and running 👏#ehfeuro2024 #catchthespirit pic.twitter.com/vHL17wtDlf— EHF EURO (@EHFEURO) December 5, 2024 Jamina Roberts var valin maður leiksins en hún skoraði sex mörk fyrir Svía og Nathalie Hagman níu mörk. Hjá Póllandi var Aleksandra Olek markahæst með sex mörk. Stórleikur í kvöld Stórleikur er á dagskrá í milliriðli tvö í kvöld þegar Þórir Hergeirsson stýrir Noregi gegn Danmörku, en áður mætast Holland og Slóvenía. Í milliriðli eitt mætast Frakkland og Rúmenía, og Ungverjaland og Svartfjallaland. Þar heldur keppni svo áfram strax á morgun þegar Svíar mæta Rúmeníu, Frakkar mæta Svartfellingum og Ungverjar mæta Pólverjum. EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Fótbolti „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Körfubolti Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Körfubolti Meiðslalistinn lengist í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Einar Bragi og félagar unnu toppliðið Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Sjá meira
Eftir að riðlakeppninni lauk á þriðjudaginn spila liðin á EM núna í tveimur sex liða milliriðlum, og taka þangað með sér einn leik úr riðlakeppninni. Í tilvikum Þýskalands og Svíþjóðar voru það tapleikir, gegn Hollandi og Ungverjalandi. Í dag unnu þau bæði hins vegar stórsigra. Þýskaland rúllaði yfir Sviss í milliriðli 1, sem leikinn er í Debrecen í Ungverjalandi, og vann níu marka sigur, 36-27, eftir að hafa verið 18-14 yfir í hálfleik. Þjóðverjar endurtóku þar með leikinn frá því á þriðjudaginn þegar liðið vann einnig stórsigur gegn Íslandi með því að stinga af í seinni hálfleik. Munurinn varð mestur ellefu mörk. Annika Lott sækir að marki Sviss í sigri Þýskalands í dag.Getty/Andrea Kareth Sviss, sem vann Ísland naumlega í tvígang í vináttulandsleikjum á heimavelli helgina fyrir EM, er því enn án stiga en Þýskaland nú með tvö stig. Alexia Hauf var markahæst Þýskalands með sex mörk og þær Alina Grijseels og Xenia Smits skoruðu fimm mörk hvor. Hjá Sviss var Tabea Schmid markahæst með átta mörk. Svíar keyrðu yfir Pólverja í seinni hálfleik Svíar unnu svo aðra fyrrverandi mótherja Íslands, úr vináttulandsleikjum á Íslandi í lok október sem Ísland vann, eða lið Póllands, 33-25. Svíar höfðu yfirhöndina allan tímann en munurinn var aðeins tvö mörk í hálfleik, 17-15. Svíþjóð komst svo í 21-16 og Pólverjum tókst aldrei að hleypa spennu í leikinn eftir það. A solid 𝐒𝐰𝐞𝐝𝐞𝐧 perfect in defending, stealing and running 👏#ehfeuro2024 #catchthespirit pic.twitter.com/vHL17wtDlf— EHF EURO (@EHFEURO) December 5, 2024 Jamina Roberts var valin maður leiksins en hún skoraði sex mörk fyrir Svía og Nathalie Hagman níu mörk. Hjá Póllandi var Aleksandra Olek markahæst með sex mörk. Stórleikur í kvöld Stórleikur er á dagskrá í milliriðli tvö í kvöld þegar Þórir Hergeirsson stýrir Noregi gegn Danmörku, en áður mætast Holland og Slóvenía. Í milliriðli eitt mætast Frakkland og Rúmenía, og Ungverjaland og Svartfjallaland. Þar heldur keppni svo áfram strax á morgun þegar Svíar mæta Rúmeníu, Frakkar mæta Svartfellingum og Ungverjar mæta Pólverjum.
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Fótbolti „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Körfubolti Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Körfubolti Meiðslalistinn lengist í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Einar Bragi og félagar unnu toppliðið Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Sjá meira