EM í fótbolta 2024

EM í fótbolta 2024

Evrópumótið í fótbolta karla fer fram í Þýskalandi dagana 14. júní til 14. júlí 2024.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Stórar fréttir fyrir Arnór bárust í upp­­hafi undir­búnings Ís­lands

    Ís­lenski lands­liðs­maðurinn Arnór Ingvi Trausta­son hefur verið með lands­liðinu í undir­búningi liðsins í Vín fyrir síðustu tvo leiki sína í undan­keppni EM, úti­leiki gegn Slóvakíu og Portúgal. Arnór sneri aftur á gamlar slóðir í Vín en hann spilaði á sínum tíma með liði Rapid Wien þar í borg og í upphafi landsliðsverkefnisins bárust stórar fréttir úr herbúðum félagsliðs hans, IFK Norrköping.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Hrósa happi yfir á­huga­leysi Ís­lendinga

    Búast má við því að upp­selt verði á leik Slóvakíu og Ís­lands í undan­keppni EM á Tehel­no polí leik­vanginum í Bratislava á fimmtu­daginn kemur. Jafn­tefli nægir heima­mönnum, sem verða studdir á­fram af um tuttugu þúsund stuðnings­mönnum, til að tryggja EM sætið.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Tíðinda að vænta af Aroni sem er klár í eins mikinn djöful­gang og Åge vill

    Aron Einar Gunnars­son, fyrir­liði ís­lenska lands­liðsins í fót­bolta, segir ljóst að allt þurfi að ganga upp til að liðið tryggi sér beint sæti á EM að næstu tveimur leikjum liðsins loknum. Ís­land mætir Slóvakíu á fimmtu­daginn kemur í Bratislava og Aron, sem hefur ekkert spilað upp á síð­kastið, hefur verið að æfa stíft og styttist í að það dragi til tíðinda og að hann færi sig um set innan Katar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Hareide frétti af á­kvörðun Vöndu í gær

    Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag eftir að landsliðshópur Íslands fyrir lokaleiki liðsins í undankeppni EM var opinberaður. Þar var hann meðal annars spurður út í væntanlegt brotthvarf Vöndu Sigurgeirsdóttur úr formannsembættinu hjá KSÍ.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    KSÍ óskar eftir að spila heima­leiki sína er­lendis

    Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur óskað eftir því að leika möguleiga heimaleiki sína í umspili fyrir EM og í Þjóðadeildinni á erlendri grundu. Leikirnir fara fram snemma árs 2024. Ástæðan er aðstöðuleysi sambandsins yfir vetrartímann hér á landi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Segir að brottreksturinn frá KSÍ hafi verið pólitískur

    Arnar Þór Viðarsson segir að það hafi verið pólitísk ákvörðun hjá KSÍ að segja sér upp sem þjálfara karlalandsliðs Íslands í fótbolta. Hann segir jafnframt að það hafi verið gríðarlega erfitt að stýra landsliðinu meðan hann var við stjórnvölinn hjá því.

    Fótbolti