Viggó skoraði átta mörk í leiknum og var markahæstur í liði Leipzig. Mesta athygli vakti samt stórkostleg stoðsending hans á 8. mínútu.
Seltirningurinn negldi þá boltanum óvænt inn á línuna úr hægri skyttustöðunni, fyrir aftan vörn Flensburg, inn á Serbann Luka Rogan sem skoraði.
Sendingu Viggós má sjá hér fyrir neðan.
Viggó með eina flottustu linusendingu sem ég séð lengi pic.twitter.com/keSvhWljB5
— Tommi Tanölg (@TomasJohannss) November 3, 2024
Leipzig tapaði leiknum, 35-29, og er í 11. sæti deildarinnar með átta stig. Liðið hefur tapað þremur leikjum í röð. Rúnar Sigtryggsson þjálfar Leipzig og sonur hans, Andri Már, leikur með liðinu. Hann skoraði þrjú mörk gegn Flensburg.
Viggó kom til landsins í gær, til móts við félaga sína í íslenska landsliðinu sem mætir því bosníska í undankeppni EM 2026 í Laugardalshöll á miðvikudagskvöldið.