Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2024 07:31 Jonathan Pasqual kemur hér í mark á heimsmeistaramótinu í járnmanni á Hawaiieyjum á dögunum. Getty/Sean M. Haffey Eitt er að klára járnkarl sem er ein erfiðasta þrekraunin í íþróttaheiminum en hvað þá að gera það þegar þú ert á sama tíma að berjast við krabbamein á seinni stigum. Til að klára járnkarl þarftu að synda 3,9 kílómetra, hjóla 180 kílómetra og hlaupa maraþonhlaup serm er 42,2 kílómetrar. Afrek Bandaríkjamannsins Jonathan Pascual á HM í járnkarli á dögunum hefur því vakið aðdáun og jafnvel undrun marga. Keppnin fór fram á Hawaiieyjum. Pascual er fimmtugur og hefur klárað sextán járnkarla á ferlinum og 22 hálfa járnkarla. Þessi síðasti járnkarl var þó af allt annarri stærðargráðu en allir hinir á undan. Krabbamein á fjórða stigi Ástæðan er að Pascual er með krabbamein á fjórða stigi og er því dauðvona þó að hann sjálfur neiti að líta á það þannig. Hann ætlar ekki að gefast upp og þátttaka hans í járnkarlinum sýnir það svart á hvítu. Heimsmeistaramótið í járnkarli er stærsta mót ársins og Pascual var með þrátt fyrir að hafa fengið þessi skelfilegu tíðindi frá læknum sínum. Hann greindist árið 2022 en krabbameinið hans er mjög sjaldgæft. Krabbinn hefur nú dreift sér í lungun, mænuna og mjöðmina. Hann viðurkennir að það sé mun erfiðara að æfa núna vegna öndunarerfiðleika og verkja. Þegar kom að keppninni þá hafði Pascual mestar áhyggjur af upphafshlutanum. Bólgnaði allur upp í sundinu Erfiðast fyrir hann var nefnilega að klára sundið og hann rétt náði þar tímamörkunum. Það sást vel á honum hversu mikið þetta tók þá því hann bólgnaði allur upp í sundinu. „Eftir því sem ég er lengur í vatninu því meira bólgna ég upp í andlitinu. Meira að segja tungan mín bólgnar upp. Það verður því erfiðara og erfiðara að anda. Ég var bókstaflega að skríða áfram þarna undir lokin,“ sagði Pascual í viðtali við Hawaii News Now. Hann náði að klára sundið tveimur mínútum áður en tíminn rann út. Heldur að þú hafi fengið dauðadóm „Þetta var eini hluti keppninnar þar sem tilfinningarnar tóku yfir og ég grét. Ég hugsaði með sjálfum mér. Jonathan nú áttu möguleika á því að klára þetta,“ sagði Pascual. Pascual tókst því að komast áfram á næsta stig, kláraði hjólahlutann og hlaupið en hann kom síðan í markið eftir meira en sextán tíma þrekraun. „Þegar þú ert kominn með krabbamein á fjórða stigi þá er fólk að fljótt að afskrifa þig. Fólk heldur að þú hafi fengið dauðadóm. Ég trúi því að það sé mýta og ætla mér að afsanna það,“ sagði Pascual. Hér fyrir má sjá umfjöllun um þetta ótrúlega afrek. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rbok3Mb_EoI">watch on YouTube</a> Þríþraut Mest lesið Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Enski boltinn „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ Körfubolti Syntu samanlagt næstum því 24 hringi í kringum Ísland Sport Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Fótbolti Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Fótbolti Sér möguleika í riðli Íslands: „Mér finnst þetta ekkert svartnætti“ Fótbolti Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Fótbolti Mbappé gæti mætt í Dalinn í október en óvíst hvar Ísland endar Fótbolti „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ Handbolti „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Körfubolti Fleiri fréttir Settu Íslandsmet í nýrri grein á HM Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Mbappé gæti mætt í Dalinn í október en óvíst hvar Ísland endar „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ Sér möguleika í riðli Íslands: „Mér finnst þetta ekkert svartnætti“ Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Syntu samanlagt næstum því 24 hringi í kringum Ísland Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Dagskráin: Lokaspretturinn í baráttunni um fyrsta titil NBA tímabilsins Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ „Við erum frábærir sóknarlega“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna Danmörk í úrslitaleikinn á móti Noregi Valsmenn enduðu taphrinuna Uppgjörið: Fram-Grótta 38-33 | Þorsteinn Gauti skaut Gróttu á kaf Mist Funa komin heim „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Lemina sviptur fyrirliðabandinu Svíar tóku fimmta sætið Salah leikmaður mánaðarins í sjötta sinn Sjá meira
Til að klára járnkarl þarftu að synda 3,9 kílómetra, hjóla 180 kílómetra og hlaupa maraþonhlaup serm er 42,2 kílómetrar. Afrek Bandaríkjamannsins Jonathan Pascual á HM í járnkarli á dögunum hefur því vakið aðdáun og jafnvel undrun marga. Keppnin fór fram á Hawaiieyjum. Pascual er fimmtugur og hefur klárað sextán járnkarla á ferlinum og 22 hálfa járnkarla. Þessi síðasti járnkarl var þó af allt annarri stærðargráðu en allir hinir á undan. Krabbamein á fjórða stigi Ástæðan er að Pascual er með krabbamein á fjórða stigi og er því dauðvona þó að hann sjálfur neiti að líta á það þannig. Hann ætlar ekki að gefast upp og þátttaka hans í járnkarlinum sýnir það svart á hvítu. Heimsmeistaramótið í járnkarli er stærsta mót ársins og Pascual var með þrátt fyrir að hafa fengið þessi skelfilegu tíðindi frá læknum sínum. Hann greindist árið 2022 en krabbameinið hans er mjög sjaldgæft. Krabbinn hefur nú dreift sér í lungun, mænuna og mjöðmina. Hann viðurkennir að það sé mun erfiðara að æfa núna vegna öndunarerfiðleika og verkja. Þegar kom að keppninni þá hafði Pascual mestar áhyggjur af upphafshlutanum. Bólgnaði allur upp í sundinu Erfiðast fyrir hann var nefnilega að klára sundið og hann rétt náði þar tímamörkunum. Það sást vel á honum hversu mikið þetta tók þá því hann bólgnaði allur upp í sundinu. „Eftir því sem ég er lengur í vatninu því meira bólgna ég upp í andlitinu. Meira að segja tungan mín bólgnar upp. Það verður því erfiðara og erfiðara að anda. Ég var bókstaflega að skríða áfram þarna undir lokin,“ sagði Pascual í viðtali við Hawaii News Now. Hann náði að klára sundið tveimur mínútum áður en tíminn rann út. Heldur að þú hafi fengið dauðadóm „Þetta var eini hluti keppninnar þar sem tilfinningarnar tóku yfir og ég grét. Ég hugsaði með sjálfum mér. Jonathan nú áttu möguleika á því að klára þetta,“ sagði Pascual. Pascual tókst því að komast áfram á næsta stig, kláraði hjólahlutann og hlaupið en hann kom síðan í markið eftir meira en sextán tíma þrekraun. „Þegar þú ert kominn með krabbamein á fjórða stigi þá er fólk að fljótt að afskrifa þig. Fólk heldur að þú hafi fengið dauðadóm. Ég trúi því að það sé mýta og ætla mér að afsanna það,“ sagði Pascual. Hér fyrir má sjá umfjöllun um þetta ótrúlega afrek. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rbok3Mb_EoI">watch on YouTube</a>
Þríþraut Mest lesið Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Enski boltinn „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ Körfubolti Syntu samanlagt næstum því 24 hringi í kringum Ísland Sport Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Fótbolti Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Fótbolti Sér möguleika í riðli Íslands: „Mér finnst þetta ekkert svartnætti“ Fótbolti Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Fótbolti Mbappé gæti mætt í Dalinn í október en óvíst hvar Ísland endar Fótbolti „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ Handbolti „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Körfubolti Fleiri fréttir Settu Íslandsmet í nýrri grein á HM Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Mbappé gæti mætt í Dalinn í október en óvíst hvar Ísland endar „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ Sér möguleika í riðli Íslands: „Mér finnst þetta ekkert svartnætti“ Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Syntu samanlagt næstum því 24 hringi í kringum Ísland Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Dagskráin: Lokaspretturinn í baráttunni um fyrsta titil NBA tímabilsins Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ „Við erum frábærir sóknarlega“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna Danmörk í úrslitaleikinn á móti Noregi Valsmenn enduðu taphrinuna Uppgjörið: Fram-Grótta 38-33 | Þorsteinn Gauti skaut Gróttu á kaf Mist Funa komin heim „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Lemina sviptur fyrirliðabandinu Svíar tóku fimmta sætið Salah leikmaður mánaðarins í sjötta sinn Sjá meira