Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2024 07:31 Jonathan Pasqual kemur hér í mark á heimsmeistaramótinu í járnmanni á Hawaiieyjum á dögunum. Getty/Sean M. Haffey Eitt er að klára járnkarl sem er ein erfiðasta þrekraunin í íþróttaheiminum en hvað þá að gera það þegar þú ert á sama tíma að berjast við krabbamein á seinni stigum. Til að klára járnkarl þarftu að synda 3,9 kílómetra, hjóla 180 kílómetra og hlaupa maraþonhlaup serm er 42,2 kílómetrar. Afrek Bandaríkjamannsins Jonathan Pascual á HM í járnkarli á dögunum hefur því vakið aðdáun og jafnvel undrun marga. Keppnin fór fram á Hawaiieyjum. Pascual er fimmtugur og hefur klárað sextán járnkarla á ferlinum og 22 hálfa járnkarla. Þessi síðasti járnkarl var þó af allt annarri stærðargráðu en allir hinir á undan. Krabbamein á fjórða stigi Ástæðan er að Pascual er með krabbamein á fjórða stigi og er því dauðvona þó að hann sjálfur neiti að líta á það þannig. Hann ætlar ekki að gefast upp og þátttaka hans í járnkarlinum sýnir það svart á hvítu. Heimsmeistaramótið í járnkarli er stærsta mót ársins og Pascual var með þrátt fyrir að hafa fengið þessi skelfilegu tíðindi frá læknum sínum. Hann greindist árið 2022 en krabbameinið hans er mjög sjaldgæft. Krabbinn hefur nú dreift sér í lungun, mænuna og mjöðmina. Hann viðurkennir að það sé mun erfiðara að æfa núna vegna öndunarerfiðleika og verkja. Þegar kom að keppninni þá hafði Pascual mestar áhyggjur af upphafshlutanum. Bólgnaði allur upp í sundinu Erfiðast fyrir hann var nefnilega að klára sundið og hann rétt náði þar tímamörkunum. Það sást vel á honum hversu mikið þetta tók þá því hann bólgnaði allur upp í sundinu. „Eftir því sem ég er lengur í vatninu því meira bólgna ég upp í andlitinu. Meira að segja tungan mín bólgnar upp. Það verður því erfiðara og erfiðara að anda. Ég var bókstaflega að skríða áfram þarna undir lokin,“ sagði Pascual í viðtali við Hawaii News Now. Hann náði að klára sundið tveimur mínútum áður en tíminn rann út. Heldur að þú hafi fengið dauðadóm „Þetta var eini hluti keppninnar þar sem tilfinningarnar tóku yfir og ég grét. Ég hugsaði með sjálfum mér. Jonathan nú áttu möguleika á því að klára þetta,“ sagði Pascual. Pascual tókst því að komast áfram á næsta stig, kláraði hjólahlutann og hlaupið en hann kom síðan í markið eftir meira en sextán tíma þrekraun. „Þegar þú ert kominn með krabbamein á fjórða stigi þá er fólk að fljótt að afskrifa þig. Fólk heldur að þú hafi fengið dauðadóm. Ég trúi því að það sé mýta og ætla mér að afsanna það,“ sagði Pascual. Hér fyrir má sjá umfjöllun um þetta ótrúlega afrek. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rbok3Mb_EoI">watch on YouTube</a> Þríþraut Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Potter á að töfra Svía inn á HM Fótbolti Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - Tindastóll | Heldur draumabyrjun Stólanna áfram? Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Furðulegasta hlaup ársins innihélt skyldustopp á Taco Bell Dagskráin: Körfuboltakvöld, sprettkeppni í Formúlu 1 og enski boltinn Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sjá meira
Til að klára járnkarl þarftu að synda 3,9 kílómetra, hjóla 180 kílómetra og hlaupa maraþonhlaup serm er 42,2 kílómetrar. Afrek Bandaríkjamannsins Jonathan Pascual á HM í járnkarli á dögunum hefur því vakið aðdáun og jafnvel undrun marga. Keppnin fór fram á Hawaiieyjum. Pascual er fimmtugur og hefur klárað sextán járnkarla á ferlinum og 22 hálfa járnkarla. Þessi síðasti járnkarl var þó af allt annarri stærðargráðu en allir hinir á undan. Krabbamein á fjórða stigi Ástæðan er að Pascual er með krabbamein á fjórða stigi og er því dauðvona þó að hann sjálfur neiti að líta á það þannig. Hann ætlar ekki að gefast upp og þátttaka hans í járnkarlinum sýnir það svart á hvítu. Heimsmeistaramótið í járnkarli er stærsta mót ársins og Pascual var með þrátt fyrir að hafa fengið þessi skelfilegu tíðindi frá læknum sínum. Hann greindist árið 2022 en krabbameinið hans er mjög sjaldgæft. Krabbinn hefur nú dreift sér í lungun, mænuna og mjöðmina. Hann viðurkennir að það sé mun erfiðara að æfa núna vegna öndunarerfiðleika og verkja. Þegar kom að keppninni þá hafði Pascual mestar áhyggjur af upphafshlutanum. Bólgnaði allur upp í sundinu Erfiðast fyrir hann var nefnilega að klára sundið og hann rétt náði þar tímamörkunum. Það sást vel á honum hversu mikið þetta tók þá því hann bólgnaði allur upp í sundinu. „Eftir því sem ég er lengur í vatninu því meira bólgna ég upp í andlitinu. Meira að segja tungan mín bólgnar upp. Það verður því erfiðara og erfiðara að anda. Ég var bókstaflega að skríða áfram þarna undir lokin,“ sagði Pascual í viðtali við Hawaii News Now. Hann náði að klára sundið tveimur mínútum áður en tíminn rann út. Heldur að þú hafi fengið dauðadóm „Þetta var eini hluti keppninnar þar sem tilfinningarnar tóku yfir og ég grét. Ég hugsaði með sjálfum mér. Jonathan nú áttu möguleika á því að klára þetta,“ sagði Pascual. Pascual tókst því að komast áfram á næsta stig, kláraði hjólahlutann og hlaupið en hann kom síðan í markið eftir meira en sextán tíma þrekraun. „Þegar þú ert kominn með krabbamein á fjórða stigi þá er fólk að fljótt að afskrifa þig. Fólk heldur að þú hafi fengið dauðadóm. Ég trúi því að það sé mýta og ætla mér að afsanna það,“ sagði Pascual. Hér fyrir má sjá umfjöllun um þetta ótrúlega afrek. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rbok3Mb_EoI">watch on YouTube</a>
Þríþraut Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Potter á að töfra Svía inn á HM Fótbolti Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - Tindastóll | Heldur draumabyrjun Stólanna áfram? Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Furðulegasta hlaup ársins innihélt skyldustopp á Taco Bell Dagskráin: Körfuboltakvöld, sprettkeppni í Formúlu 1 og enski boltinn Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sjá meira