Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Valur Páll Eiríksson skrifar 5. nóvember 2024 11:37 Wendell Green leitar á ný mið eftir brottrekstur frá Keflavík. Vísir/Anton Brink Magnús Sverrir Þorsteinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, segir það hafa verið erfiða ákvörðun að láta Bandaríkjamanninn Wendell Green fara frá félaginu. Vandræði utan vallar hafi haft sitt að segja auk vonbrigða innan vallar. „Við vorum stórorðir fyrir tímabil og allar spár sögðu til um það að við ætlum okkur stóra hluti. Við höfum ekki farið þannig af stað. Það var nokkuð ljóst að það þurfti að fara í breytingar,“ segir Magnús Sverrir í samtali við íþróttadeild. Það sé þá alltaf erfitt að láta menn fara. „Það er alltaf leiðinlegt þegar verið er að reka menn eða losa menn. Auðvitað vonast maður alltaf til að menn standi sig þegar þeir koma og spila fyrir okkur. Það gerðist því miður ekki í þetta skiptið,“ segir Magnús enn fremur. Magnús Sverrir er formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur.Íslenski draumurinn Einhverjar sögusagnir hafa verið á kreiki um að Green hafi verið til vandræða utan vallar. Magnús kveðst ekki vilja fara í kjölinn á því en neitar því ekki að það hafi haft áhrif við ákvörðunartökuna. „Það virðist vera að eitthvað sé komið út um það. Ég veit ekki alveg hvernig á að svara því. Það er búið að vera meira vesen. Þetta er bæði innan og utan vallar,“ segir Magnús og inntur eftir svörum segir hann: „Það eru komnar einhverjar sögur á kreik með það. Ég ætla hvorki að játa þeim eða neita þeim en þetta er bæði innan vallar og utan, þessi brottrekstur.“ Leit sé þá komið á fullt eftir nýjum Bandaríkjamanni í stað Green. „Heldur betur. Það er allt á fleygiferð með það.“ Næstu tveir leikir Keflavíkur í Bónus deild karla eru við sigurlausu botnliðin ÍR og Hauka áður en kemur að landsleikjahléi. Tímapunkturinn til að fá inn nýjan mann gæti því verið verri fyrir Keflvíkinga. Keflavík ÍF Bónus-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
„Við vorum stórorðir fyrir tímabil og allar spár sögðu til um það að við ætlum okkur stóra hluti. Við höfum ekki farið þannig af stað. Það var nokkuð ljóst að það þurfti að fara í breytingar,“ segir Magnús Sverrir í samtali við íþróttadeild. Það sé þá alltaf erfitt að láta menn fara. „Það er alltaf leiðinlegt þegar verið er að reka menn eða losa menn. Auðvitað vonast maður alltaf til að menn standi sig þegar þeir koma og spila fyrir okkur. Það gerðist því miður ekki í þetta skiptið,“ segir Magnús enn fremur. Magnús Sverrir er formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur.Íslenski draumurinn Einhverjar sögusagnir hafa verið á kreiki um að Green hafi verið til vandræða utan vallar. Magnús kveðst ekki vilja fara í kjölinn á því en neitar því ekki að það hafi haft áhrif við ákvörðunartökuna. „Það virðist vera að eitthvað sé komið út um það. Ég veit ekki alveg hvernig á að svara því. Það er búið að vera meira vesen. Þetta er bæði innan og utan vallar,“ segir Magnús og inntur eftir svörum segir hann: „Það eru komnar einhverjar sögur á kreik með það. Ég ætla hvorki að játa þeim eða neita þeim en þetta er bæði innan vallar og utan, þessi brottrekstur.“ Leit sé þá komið á fullt eftir nýjum Bandaríkjamanni í stað Green. „Heldur betur. Það er allt á fleygiferð með það.“ Næstu tveir leikir Keflavíkur í Bónus deild karla eru við sigurlausu botnliðin ÍR og Hauka áður en kemur að landsleikjahléi. Tímapunkturinn til að fá inn nýjan mann gæti því verið verri fyrir Keflvíkinga.
Keflavík ÍF Bónus-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira