Þjálfari San Marinó sakar Dani um óheiðarleika Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. október 2023 07:59 Fabrizio Costantini er þjálfari San Marinó sem situr í 207. sæti styrkleikalista FIFA. getty/Emmanuele Ciancaglini Fabrizio Costantini, þjálfari karlalandsliðsins San Marinó í fótbolta, segir að Danir hafi sýnt af sér óíþróttamannslega hegðun í leik liðanna í undankeppni EM 2024 í gær. Þau undur og stórmerki gerðust að San Marinó skoraði í leiknum gegn Danmörku. Markið gerði Alessandro Golinucci á 61. mínútu. Þetta var fyrsta mark San Marinó í undankeppni EM í fjögur ár og fyrsta mark liðsins í keppnisleik í tvö ár. Leikmenn San Marinó fögnuðu markinu langþráða vel og innilega. Gleði þeirra var þó skammvinn því níu mínútum síðar skoraði Yussuf Poulsen sigurmark Danmerkur og bjargaði andliti frænda okkar. Costantini var ekki sáttur við markið og taldi að Danir hefðu átt að sparka boltanum út af áður þar sem leikmaður San Marinó lá meiddur á vellinum. „Þetta var ekki íþróttamannsleg hegðun. Leikmaður okkar var meiddur og Danir héldu áfram. Ég var ekki sáttur við það,“ sagði Costantini. „Það voru mörg börn sem horfðu á leikinn. Þetta var ekki sanngjarnt. Okkar maður var meiddur. Ég sjálfur hefði sparkað boltanum út af. Við erum vanir að tapa en ekki svona. Ég er reiður. En ég vil óska Dönum góðs gengis þar sem þeir eru nánast komnir á EM.“ Kasper Hjulmand, þjálfari Danmerkur, var ósammála því að Danir hefðu átt að sparka boltanum út af þar sem leikmaður San Marinó hafi ekki verið meiddur, heldur með krampa. Danir eru í 2. sæti H-riðils undankeppninnar og tryggja sér sæti á EM með sigri á Slóvenum í næsta leik sínum. San Marinó-menn eru hins vegar á botni riðilsins án stiga og með markatöluna 1-26. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Fleiri fréttir EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Sjá meira
Þau undur og stórmerki gerðust að San Marinó skoraði í leiknum gegn Danmörku. Markið gerði Alessandro Golinucci á 61. mínútu. Þetta var fyrsta mark San Marinó í undankeppni EM í fjögur ár og fyrsta mark liðsins í keppnisleik í tvö ár. Leikmenn San Marinó fögnuðu markinu langþráða vel og innilega. Gleði þeirra var þó skammvinn því níu mínútum síðar skoraði Yussuf Poulsen sigurmark Danmerkur og bjargaði andliti frænda okkar. Costantini var ekki sáttur við markið og taldi að Danir hefðu átt að sparka boltanum út af áður þar sem leikmaður San Marinó lá meiddur á vellinum. „Þetta var ekki íþróttamannsleg hegðun. Leikmaður okkar var meiddur og Danir héldu áfram. Ég var ekki sáttur við það,“ sagði Costantini. „Það voru mörg börn sem horfðu á leikinn. Þetta var ekki sanngjarnt. Okkar maður var meiddur. Ég sjálfur hefði sparkað boltanum út af. Við erum vanir að tapa en ekki svona. Ég er reiður. En ég vil óska Dönum góðs gengis þar sem þeir eru nánast komnir á EM.“ Kasper Hjulmand, þjálfari Danmerkur, var ósammála því að Danir hefðu átt að sparka boltanum út af þar sem leikmaður San Marinó hafi ekki verið meiddur, heldur með krampa. Danir eru í 2. sæti H-riðils undankeppninnar og tryggja sér sæti á EM með sigri á Slóvenum í næsta leik sínum. San Marinó-menn eru hins vegar á botni riðilsins án stiga og með markatöluna 1-26.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Fleiri fréttir EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Sjá meira