Segir að leikmenn lélegasta landsliðs heims hafi hótað að meiða stjörnu Man. Utd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2023 10:40 Rasmus Hojlund spilaði á Ítalíu og skilur ítölsku. Hann skildi því um hvað leikmenn San Marinó voru að tala og þeir voru að hóta því að meiða hann. AP/Felice Calabro Danir rétt sluppu með þrjú stig frá leik sínum við San Marinó í undankeppni EM í gærkvöldi en Danir fengu á sig jöfnunarmark í leiknum. San Marinó er opinberlega lélegasta landslið heims og hefur ekki unnið landsleik í 136 leikjum. Þetta var fyrsta mark liðsins í þessari undankeppni en markatalan var 0-24 fyrir leikinn. Danir voru mjög pirraðir í gærkvöldi, bæði í leiknum sem og eftir þennan nauma sigur á lélegasta landsliði heims. Þeir náðu þó að skora sigurmark undir lokin og sleppa með skrekkinn. Simon Kjaer ( Denmark player) : "I heard the San Marino players saying they intentionally wanted to injure Rasmus Højlund by going after his left knee" pic.twitter.com/cMPLJrPm5T— All Sportz (@Allsportztv) October 18, 2023 Fyrirliði liðsins, Simon Kjær, gekk þó lengra en margir höfðu séð fyrir eftir slíkan leik. Hann var brjálaður út í dómara leiksins og sakaði líka leikmenn San Marinó um að hafa hótað því að meiða stjörnuframherja danska liðsins, Rasmus Højlund. Rasmus Højlund skoraði fyrsta mark leiksins en hann var keyptur til stórliðs Manchester United í haust. „Það er augljóst að við erum að segja eitthvað inn á vellinum og þá verður dómarinn pirraður út í okkur af því að við erum að segja eitthvað. Það er bara hluti af leiknum,“ sagði Simon Kjær við TV 2 Sport eftir leikinn. „Það er síðan enginn vafi á því að það er klárt rautt spjald fyrir brotið á Højlund. Þetta er hundrað prósent viljandi og við vitum um dæmi með Neymar þar sem hann fékk hné í bakið og bakbrotnaði,“ sagði Kjær reiður. Denmark captain Simon Kjaer says San Marino players set out to deliberately injure Manchester United star Rasmus Hojlund with a challenge that could have broken his back .https://t.co/LDFuunqiBQ— Metro (@MetroUK) October 18, 2023 Højlund fékk vissulega hné frá leikmanni San Marinó og lá sárþjáður á eftir. „Þetta er hættulegt og það eru þrír dómarar rétt hjá þessu. Þeir (leikmenn San Marinó) voru þó búnir að hóta því við hann að þeir ætluðu að fara í vinstra hnéð hans,“ sagði Kjær. „Ég fór og lét dómarann vita og spurði hvort hann vildi að ég túlkaði fyrir hann. Það er dómarinn sem ákveður línuna og hann verður að gera það sjálfur. Ég skil þetta ekki. Við höfum einnig VAR. Þú sérð þetta alla leið úr vörninni að þetta var hundrað prósent viljandi,“ sagði Kjær mjög pirraður eftir leikinn. Højlund neitaði að þakka leikmönnum San Marinó fyrir leikinn. Dómari leiksins var Viktor Kopiyevskyi frá Úkraínu. EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Sjá meira
San Marinó er opinberlega lélegasta landslið heims og hefur ekki unnið landsleik í 136 leikjum. Þetta var fyrsta mark liðsins í þessari undankeppni en markatalan var 0-24 fyrir leikinn. Danir voru mjög pirraðir í gærkvöldi, bæði í leiknum sem og eftir þennan nauma sigur á lélegasta landsliði heims. Þeir náðu þó að skora sigurmark undir lokin og sleppa með skrekkinn. Simon Kjaer ( Denmark player) : "I heard the San Marino players saying they intentionally wanted to injure Rasmus Højlund by going after his left knee" pic.twitter.com/cMPLJrPm5T— All Sportz (@Allsportztv) October 18, 2023 Fyrirliði liðsins, Simon Kjær, gekk þó lengra en margir höfðu séð fyrir eftir slíkan leik. Hann var brjálaður út í dómara leiksins og sakaði líka leikmenn San Marinó um að hafa hótað því að meiða stjörnuframherja danska liðsins, Rasmus Højlund. Rasmus Højlund skoraði fyrsta mark leiksins en hann var keyptur til stórliðs Manchester United í haust. „Það er augljóst að við erum að segja eitthvað inn á vellinum og þá verður dómarinn pirraður út í okkur af því að við erum að segja eitthvað. Það er bara hluti af leiknum,“ sagði Simon Kjær við TV 2 Sport eftir leikinn. „Það er síðan enginn vafi á því að það er klárt rautt spjald fyrir brotið á Højlund. Þetta er hundrað prósent viljandi og við vitum um dæmi með Neymar þar sem hann fékk hné í bakið og bakbrotnaði,“ sagði Kjær reiður. Denmark captain Simon Kjaer says San Marino players set out to deliberately injure Manchester United star Rasmus Hojlund with a challenge that could have broken his back .https://t.co/LDFuunqiBQ— Metro (@MetroUK) October 18, 2023 Højlund fékk vissulega hné frá leikmanni San Marinó og lá sárþjáður á eftir. „Þetta er hættulegt og það eru þrír dómarar rétt hjá þessu. Þeir (leikmenn San Marinó) voru þó búnir að hóta því við hann að þeir ætluðu að fara í vinstra hnéð hans,“ sagði Kjær. „Ég fór og lét dómarann vita og spurði hvort hann vildi að ég túlkaði fyrir hann. Það er dómarinn sem ákveður línuna og hann verður að gera það sjálfur. Ég skil þetta ekki. Við höfum einnig VAR. Þú sérð þetta alla leið úr vörninni að þetta var hundrað prósent viljandi,“ sagði Kjær mjög pirraður eftir leikinn. Højlund neitaði að þakka leikmönnum San Marinó fyrir leikinn. Dómari leiksins var Viktor Kopiyevskyi frá Úkraínu.
EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Sjá meira