Fótbolti

Hákon sat hjá í há­vaða­roki í Vín

Aron Guðmundsson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson hefur skorað þrjú mörk í undankeppni EM 2024.
Hákon Arnar Haraldsson hefur skorað þrjú mörk í undankeppni EM 2024. vísir/hulda margrét

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tók sína seinni æfingu í Vínarborg í dag, fyrir leikinn gegn Slóvakíu í undankeppni EM, við alvöru íslenskar aðstæður. Hávaðarok.

Leikmenn létu þó veðrið ekki stoppa sig, mikil stemning var á æfingunni en Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður Lille, var sá eini sem tók ekki þátt á æfingu dagsins. 

Hákon Arnar, sem æfði í gær, kenndi sér meins í kálfa í dag og því var ákveðið að hann myndi sitja hjá á æfingu dagsins.

Ísland mætir Slóvakíu í Bratislava á fimmtudaginn og Portúgal í Lissabon á sunnudaginn. Þetta eru síðustu leikir íslenska liðsins í undankeppni EM 2024.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×