Sport

Dag­skráin í dag: Liver­pool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City

Sindri Sverrisson skrifar
Darwin Nunez og félagar í Liverpool eiga erfiðan leik fyrir höndum í kvöld.
Darwin Nunez og félagar í Liverpool eiga erfiðan leik fyrir höndum í kvöld. Getty

Það er Meistaradeildarmessa í kvöld á Stöð 2 Sport 2 þar sem meðal annars verður fylgst með því helsta sem gerist í slag Liverpool og Leverkusen, Real Madrid og AC Milan, og Sporting Lissabon og Manchester City.

Ruben Amorim, sem tekur við Manchester United á mánudaginn, stýrir Sporting í Meistaradeildarleik í síðasta sinn í kvöld og myndi eflaust skora stig hjá stuðningsmönnum United með því að hrella erkifjendur þeirra í City.

Fleiri leikir úr Meistaradeildinni eru í beinni útsendingu í dag en flgst er með öllum kvöldleikjunum í einu í Meistaradeildarmessunni að vanda.

Á Stöð 2 Sport fá Stefán Árni Pálsson og Tómas Steindórsson góðan gest í Körfuboltakvöldi Extra þar sem farið er yfir málin í Bónus-deild karla á léttu nótunum, og NFL-deildin er í sviðsljósinu í Lokasókninni að Meistaradeild lokinni á Stöð 2 Sport 2.

Vodafone Sport

17.35 PSV - Girona (Meistaradeild Evrópu)

19.50 Liverpool - Leverkusen (Meistaradeild Evrópu)

00.05 Maple Leafs - Bruins (NHL)

Stöð 2 Sport

20.00 Körfuboltakvöld Extra (Bónus-deild karla)

Stöð 2 Sport 2

12.55 Sporting Lissabon - Man. City (UEFA Youth League)

14.55 Lille - Juventus (UEFA Youth League)

19.30 Meistaradeildarmessan (Meistaradeild Evrópu)

22.00 Meistaradeildarmörkin (Meistaradeild Evrópu) 

22.45 Lokasóknin (NFL)

Stöð 2 Sport 3

17.35 Slovan Bratislava - Dinamo Zagreb (Meistaradeild Evrópu)

19.50 Real Madrid - AC Milan (Meistaradeild Evrópu)

Stöð 2 Sport 4

19.50 Sporting Lissabon - Manchester City (Meistaradeild Evrópu)

Stöð 2 Sport 5

19.50 Dortmund - Sturm Graz (Meistaradeild Evrópu)

Stöð 2 Sport 6

19.50 Bologna - Monaco (Meistaradeild Evrópu)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×