Sandra laus frá Jitex: Maður léttist um nokkur kíló í hjartanu Sandra Sigurðardóttir, fyrrum markvörður sænska liðsins Jitex virðist loksins vera að losna undan samningi við félagið. Sandra rifti samningi sínum við Jitex fyrr í sumar vegna vanefnda en Svíarnir litu svo á að hún væri enn samningsbundinn sínu félagi og mætti því ekki fara heim til Stjörnunnar. FIFA hefur nú úrskurðað í málinu og það Söndru í vil. Íslenski boltinn 30. ágúst 2011 15:15
Þróttur á leið niður en FH upp Þróttur er í slæmri stöðu á botni Pepsi-deildar kvenna en liðið tapaði í dag fyrir Fylki, 2-1. FH-ingar eru á leið upp úr 1. deildinni eftir stórsigur á grönnum sínum í Haukum. Íslenski boltinn 27. ágúst 2011 16:40
KR lagði Grindavík í botnslag - myndir KR vann 2-1 sigur á Grindavík í Pepsi-deild kvenna í gærkvöldi. Sigurinn var afar dýrmætur fyrir Vesturbæjarliðið en liðin voru bæði með 10 stig í næstneðsta sæti deildarinnar fyrir leikinn. Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á KR-vellinum og smellti af. Íslenski boltinn 27. ágúst 2011 11:30
KR stöðvaði sigurgöngu Grindavíkurliðsins KR-konur unnu 2-1 sigur á Grindavík í afar mikilvægum leik í fallbaráttu Pepsi-deildar kvenna sem fram fór á KR-vellinum í kvöld. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn í 8. og 9. sæti deildarinnar en með þessum sigri slapp KR-liðið úr allra mestu fallhættunni. Íslenski boltinn 26. ágúst 2011 20:24
Stjörnukonur geta orðið meistarar í næsta leik - unnu sigur í Eyjum Stjarnan náði aftur sjö stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir 2-0 sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld. Þessi sigur þýðir að Stjarnan getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn með því að vinna Aftureldingu á heimavelli á þriðjudaginn kemur. Íslenski boltinn 26. ágúst 2011 20:10
Afturelding hélt upp á bæjarhátíð með sigri á Þór/KA Afturelding vann óvæntan 1-0 sigur á Þór/KA á Varmá í kvöld í 16. umferð Pepsi-deildar kvenna en bæjarhátíð er nú í fullum gangi í Mosfellsbænum og því vel við hæfi að heimastúlkur skyldu vinna góðan sigur. Íslenski boltinn 26. ágúst 2011 18:59
Valskonur unnu í Kópavogi - forskot Stjörnunnar niður í fjögur stig Nýkrýndir bikarmeistarar Vals minnkuðu forskot Stjörnunnar á toppi Pepsi-deildar kvenna í fjögur stig með því að vinna 3-1 sigur á Breiðabliki í Kópavoginum í kvöld. Stjarnan getur aftur aukið forskotið á morgun þegar liðið heimsækir ÍBV út í Eyjar. Íslenski boltinn 25. ágúst 2011 20:25
Valur fer til Glasgow - Þór/KA mætir Potsdam Þór/KA mætir Turbine Potsdam frá Þýskalandi og Valur mætir Glasgow City frá Skotlandi í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu kvenna. Íslenski boltinn 23. ágúst 2011 12:42
Bikardrottningin í Valsliðinu Valskonur urðu bikarmeistarar þriðja árið í röð eftir 2-0 sigur á KR í úrslitaleik á laugardaginn. Embla Sigríður Grétarsdóttir hefur þar með orðið bikarmeistari fimm ár í röð og hún jafnaði líka met Guðrúnar Sæmundsdóttur með því að vinna bikarinn í sjöu Íslenski boltinn 22. ágúst 2011 08:00
Hólmfríður: Þetta er skemmtilegasti leikurinn á árinu Hólmfríður Magnúsdóttir var búin að leggja upp mark eftir þrjár mínútur þegar Valskonur tryggðu sér bikarmeistaratitilinn eftir 2-0 sigur á KR í Laugardalnum. Hólmfríður varð líka bikarmeistari þegar hún spilaði síðast hérna heima með KR sumurin 2007 og 2008. Íslenski boltinn 20. ágúst 2011 19:15
Málfríður: Komum trylltar inn í seinni hálfleikinn Málfríður Sigurðardóttir, fyrirliði Vals, tók við bikarnum eftir að Valskonur unnu 2-0 sigur á KR í bikarúrslitaleik kvenna á Laugardalsvellinum í kvöld. Þetta er fyrsti stóri bikarinn sem Málfríður tekur á móti en hún er á sínu fyrsta ári sem fyrirliði liðsins. Íslenski boltinn 20. ágúst 2011 19:03
Lilja: Svekkjandi að fá á sig mark svona snemma Lilja Dögg Valþórsdóttir, fyrirliði KR, var stolt af sínu liði þrátt fyrir 2-0 tap á móti Val í bikaúrslitaleik kvenna á Laugardalsvellinum í dag. KR-liðið sem fékk á sig mark snemma leiks var óheppið að jafna ekki leikinn í lok fyrri hálfleiksins en KR-stelpur réðu síðan lítið við Valsliðið í þeim seinni. Íslenski boltinn 20. ágúst 2011 18:44
Laufey og Rakel: Vorum með reynsluna á bak við okkur Laufey Ólafsdóttir og Rakel Logadóttir áttu báðar fínan dag þegar Valskonur tryggðu sér bikarmeistaratitilinn þriðja árið í röð með 2-0 sigri á KR í úrslitaleiknum. Rakel skoraði fyrsta mark leiksins og Laufey var mjög öflug á miðjunni. Íslenski boltinn 20. ágúst 2011 18:31
Valskonur búnar að vinna tíu bikarleiki í röð Valur og KR spila til úrslita í Valitor-bikar kvenna á Laugardalsvellinum í dag en Valskonur eiga möguleika á að vinna þriðja bikarmeistaratitilinn í röð. Valsliðið hefur unnið tíu bikarleiki í röð eða alla bikarleiki sína síðan að Valur tapaði 0-4 á móti KR í bikarúrslitaleiknum 2008. Íslenski boltinn 20. ágúst 2011 14:45
Pála Marie: Ekki reikna með stórsigri Pála Marie Einarsdóttir, leikmaður Vals, segir Valsstelpur ætla með bikarinn á Hlíðarenda, þar sem hann á heima. Hún segir stemmninguna í liðinu góða. Íslenski boltinn 20. ágúst 2011 12:45
Ólöf Gerður: Ekkert stress, bara gaman Ólöf Gerður Jónsdóttir Ísberg leikmaður KR segir bikarúrslitaleikinn á laugardaginn stóra stund og skemmtilegt að taka þátt í henni. Hún segist ekki stressuð fyrir leikinn. Íslenski boltinn 20. ágúst 2011 12:00
Erkifjendurnir berjast um bikarinn Reykjavíkurliðin KR og Valur mætast í úrslitaleik Valitor-bikars kvenna á Laugardalsvelli í dag. Flestir reikna með sigri Valskvenna, enda liðið með sterkari leikmenn og reyndara en ungt lið KR. Íslenski boltinn 20. ágúst 2011 11:00
Valskonur bikarmeistarar þriðja árið í röð Valskonur eru bikarmeistarar þriðja árið í röð og í þrettánda skiptið frá upphafi eftir 2-0 sigur á KR í úrslitaleik Valitors-bikarsins á Laugardalsvellinum í dag. Íslenski boltinn 20. ágúst 2011 10:33
Berglind: Þarf allt að smella og þær að eiga smá slæman dag Berglind Bjarnadóttir leikmaður KR segir allt þurfa að ganga upp hjá KR og Valur að eiga slæman dag til þess að Vesturbæjarliðið eigi möguleika. Hún er spennt fyrir bikarúrslitaleiknum. Íslenski boltinn 19. ágúst 2011 15:30
Kristín Ýr: Langar ekki að endurtaka tap á móti KR eins og 2008 Kristín Ýr Bjarnadóttir, framherji Vals, segir minni ríg milli kvennaliða KR og Vals frá því sem áður var. Hún segir leikinn á laugardag upp á líf eða dauða. Íslenski boltinn 19. ágúst 2011 14:45
Valskonur ekki í vandræðum Valur vann í gær 4-0 sigur á Aftureldingu í Pepsi-deild kvenna en liðið er engu að síður sjö stigum á eftir toppliði Stjörnunnar. Íslenski boltinn 17. ágúst 2011 06:00
Stjörnustúlkur komnar með tíu stiga forskot á toppnum Það virðist ekkert geta stöðvað Stjörnustúlkur á þessu tímabili en þær unnu Þór/KA, 2-0, í Garðabænum í dag og náðu þar með tíu stiga forskoti á toppi deildarinnar. Íslenski boltinn 14. ágúst 2011 18:24
Sjö stiga forskot Stjörnukvenna eftir sigur í Frostaskjóli - myndir Staða Stjörnunnar á toppi Pepsi-deildar karla er enn sterkari eftir leiki gærkvöldsins en Stjörnuliðið nýtti sér jafntefli Vals fyrir norðan vann 3-2 sigur á KR í Frostaskjóli og náði sjö stiga forskoti á toppnum þegar fimm umferðir eru eftir af Íslandsmótinu. Íslenski boltinn 10. ágúst 2011 08:30
Stjörnukonur komnar með sjö stiga forskot á toppnum Stjörnukonur stigu stórt skref í átt að fyrsta Íslandsmeistaratitli félagins með því að vinna 3-2 sigur á KR í Vesturbænum í kvöld. Stjarnan er nú komið með sjö stiga forskot á toppnum þar sem að Valskonur töpuðu stigum yfir norðan. Það urðu óvænt úrslit í Kópavoginum þegar nýliðar Grindavíkur unnu sinn annan leik í röð og komust þar með af botninum. Íslenski boltinn 9. ágúst 2011 21:45
Þór/KA náði stigi á móti Val með marki úr víti í uppbótartíma Valur tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttunni á Þórsvellinum í kvöld þegar Þór/KA og Valur gerðu 1-1 jafntefli í leik liðanna í 13. umferð Pepsi-deildar kvenna. Mateja Zver tryggði Þór/KA stig með því að jafna metin úr vítaspyrnu á fjórðu mínútu í uppbótartíma. Staða Stjörnunnar á toppnum gæti því vænkast enn frekar eftir þessa umferð. Íslenski boltinn 9. ágúst 2011 20:26
Eyjakonur með fyrsta sigurinn sinn í tæpan mánuð - burstuðu Þrótt 5-0 Nýliðar ÍBV unnu langþráðan sigur í Pepsi-deild kvenna í kvöld þegar liðið heimsótti Þrótt á Valbjarnarvöllinn en Eyjakonur fögnuðu þar 5-0 stórsigri. Þetta var fyrsti sigur ÍBV-liðsins síðan 12. júlí þegar liðið vann 1-0 sigur á Íslandsmeisturum Vals. Íslenski boltinn 9. ágúst 2011 20:03
Stjörnustúlkur með væna forystu - myndir Stjarnan er í góðri stöðu í Pepsi-deild kvenna eftir 2-1 sigur á Val í toppslag deildarinnar í gær. Stjörnustúlkur lentu reyndar 1-0 undir í leiknum. Íslenski boltinn 5. ágúst 2011 10:15
Helga kvaddi Stjörnuna með dýrmætu marki Stjarnan er komin með aðra höndina á Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu kvenna eftir dramatískan 2-1 sigur á Val í Garðabænum í gærkvöldi. Valskonur voru með yfirburði á vellinum fyrstu 60 mínútur leiksins en rautt spjald Caitlin Miskel gaf Stjörnustelpum líflínu sem þær nýttu til fullnustu. Íslenski boltinn 5. ágúst 2011 00:01
Helga: Var búin að lofa mömmu að skora Helga Franklínsdóttir átti magnaða innkomu í 2-1 sigri Stjörnunnar á Val í kvöld. Hún fiskaði vítaspyrnu og skoraði sigurmarkið í viðbótartíma. Íslenski boltinn 4. ágúst 2011 22:51
Mist: Þetta er ógeðsleg tilfinning Mist Edvardsdóttir miðvörður Vals var sár eftir 2-1 tap gegn Stjörnunni í toppslag Pepsi-deildar kvenna í Garðabænum í kvöld. Íslenski boltinn 4. ágúst 2011 22:40