Dagný tryggði Íslandi mikilvægan sigur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2014 19:42 Dagný Brynjarsdóttir (t.v.) skoraði sigurmark Íslands gegn Ísrael. Heimasíða KSÍ Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann í kvöld góðan útisigur á Ísrael með einu marki gegn engu, en leikið var á Ramat Gan vellinum, þjóðarleikvangi Ísraels. Þetta var annar sigur Íslands í undankeppni heimsmeistaramótsins 2015, en liðið situr nú í öðru sæti 3. riðils með sex stig eftir þrjá leiki. Íslenska liðið hafði frumkvæðið frá upphafi leiks, var meira með boltann og sótti stíft að marki heimakvenna. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir komst næst því að skora fyrir Ísland í fyrri hálfleik; eftir tæplega hálftíma leik varði Merav Shamir, markvörður Ísraels, skalla hennar eftir fyrirgjöf Fanndísar Friðriksdóttur og þegar sjö mínútur voru eftir af fyrri hálfleik skaut Sara boltanum yfir úr miðjum vítateignum. Staðan var markalaus í hálfleik, en sóknarþungi Íslands bar árangur eftir klukkutíma leik þegar Dagný Brynjarsdóttir skoraði eftir undirbúning Fanndísar. Skömmu áður hafði Þóra B. Helgadóttir varið frá Karin Sendel í besta færi Ísraels í leiknum. Íslenska liðið hélt undirtökunum það sem eftir lifði leiks og fékk þrjú ákjósanleg færi til að bæta við mörkum undir lokin; Shamir varði skalla Söru, Dagný skallaði framhjá úr dauðafæri og í uppbótartíma átti hún svo annan skalla sem hafnaði í slánni. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Ísland fagnaði góðum og mikilvægum sigri í baráttunni um að komast á HM 2015 í Kanada. Byrjunarlið Íslands var svo skipað:Markvörður: Þóra B. HelgadóttirHægri bakvörður: Elísa Viðarsdóttir (Rakel Hönnudóttir '61)Miðverðir: Glódís Perla Viggósdóttir og Mist EdvardsdóttirVinstri bakvörður: Hallbera GísladóttirMiðjumenn: Þórunn Helga Jónsdóttir (Katrín Ómarsdóttir '73), Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný BrynjarsdóttirHægri kantmaður: Fanndís FriðriksdóttirVinstri kantmaður: Dóra María LárusdóttirFramherji: Harpa Þorsteinsdóttir (Hólmfríður Magnúsdóttir '78) Ísland mætir Möltu ytra á fimmtudaginn kemur. Malta situr í botnsæti 3. riðils, en fyrr í dag tapaði liðið 11-0 fyrir Sviss. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann í kvöld góðan útisigur á Ísrael með einu marki gegn engu, en leikið var á Ramat Gan vellinum, þjóðarleikvangi Ísraels. Þetta var annar sigur Íslands í undankeppni heimsmeistaramótsins 2015, en liðið situr nú í öðru sæti 3. riðils með sex stig eftir þrjá leiki. Íslenska liðið hafði frumkvæðið frá upphafi leiks, var meira með boltann og sótti stíft að marki heimakvenna. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir komst næst því að skora fyrir Ísland í fyrri hálfleik; eftir tæplega hálftíma leik varði Merav Shamir, markvörður Ísraels, skalla hennar eftir fyrirgjöf Fanndísar Friðriksdóttur og þegar sjö mínútur voru eftir af fyrri hálfleik skaut Sara boltanum yfir úr miðjum vítateignum. Staðan var markalaus í hálfleik, en sóknarþungi Íslands bar árangur eftir klukkutíma leik þegar Dagný Brynjarsdóttir skoraði eftir undirbúning Fanndísar. Skömmu áður hafði Þóra B. Helgadóttir varið frá Karin Sendel í besta færi Ísraels í leiknum. Íslenska liðið hélt undirtökunum það sem eftir lifði leiks og fékk þrjú ákjósanleg færi til að bæta við mörkum undir lokin; Shamir varði skalla Söru, Dagný skallaði framhjá úr dauðafæri og í uppbótartíma átti hún svo annan skalla sem hafnaði í slánni. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Ísland fagnaði góðum og mikilvægum sigri í baráttunni um að komast á HM 2015 í Kanada. Byrjunarlið Íslands var svo skipað:Markvörður: Þóra B. HelgadóttirHægri bakvörður: Elísa Viðarsdóttir (Rakel Hönnudóttir '61)Miðverðir: Glódís Perla Viggósdóttir og Mist EdvardsdóttirVinstri bakvörður: Hallbera GísladóttirMiðjumenn: Þórunn Helga Jónsdóttir (Katrín Ómarsdóttir '73), Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný BrynjarsdóttirHægri kantmaður: Fanndís FriðriksdóttirVinstri kantmaður: Dóra María LárusdóttirFramherji: Harpa Þorsteinsdóttir (Hólmfríður Magnúsdóttir '78) Ísland mætir Möltu ytra á fimmtudaginn kemur. Malta situr í botnsæti 3. riðils, en fyrr í dag tapaði liðið 11-0 fyrir Sviss.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira