Íslenski boltinn

Embla spilar með systur sinni hjá KR í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Systurnar Embla og Mist Grétarsdætur.
Systurnar Embla og Mist Grétarsdætur. Mynd/Heimasíða KR
Systurnar Embla og Mist Grétarsdætur hafa báðar samið við KR og ætla að spila með liðinu í 1. deild kvenna í sumar þar sem KR-konur reyna að endurheimta sætið sitt í Pepsi-deild kvenna. Þetta kemur fram á heimasíðu KR.

Embla Sigríður Grétarsdóttir verður 32 ára gömul í næsta mánuði. Hún kom fyrst til KR árið 1998 og lék með Vesturbæjarliðinu til ársins 2008. Embla gekk til liðs við félagið að nýju í vetur eftir fimm ára dvöl hjá Val. Embla er fjórði leikjahæsti KR-ingurinn með 245 leiki og vantar aðeins sjö leiki til að ná Olgu Færseth sem er í 3. sæti.

Mist Grétarsdóttir er ellefu árum yngri en Embla, fædd 1993, en hún kemur til KR frá Sindra þar sem hún hefur spilað frá 2010, alls 35 leiki í deild, bikar og Lengjubikar. Mist lék einnig fjóra leiki með Álftanesi á Faxaflóamótinu í ár og fyrir tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×