Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar 17. október 2025 07:31 Í Kópavogsbæ búa ríflega 5.300 barnafjölskyldur enda næst fjölmennasta sveitarfélag landsins - sem taldi 40.040 íbúa þann 1. janúar 2025. Þar af eru um 2.500 börn á leikskólaaldri sem skiptast mismunandi niður á þennan fjölda fjölskyldna - sem fá að greiða hæstu leikskólagjöld á höfuðborgarsvæðinu. Mannaaflaþörf og gjaldskrárbreytingar Bæjarstjóri Kópavogs hefur farið mikinn í fjölmiðlum undanfarin misseri í tilraunum sínum til að verja Kópavogsmódelið og þá stefnu sem hennar stjórn hefur sett í leikskólamálum bæjarins. Sé horft á þetta allt út frá rekstrarlegum forsendum er Kópavogsmódelið ekkert nema frábærar fréttir. Minni þörf fyrir mannafla þýðir að það gangi betur að manna - enda eru færri stöður sem þarf að manna. Það segir sig sjálft að þegar markvisst er farið í það að draga úr þjónustuþörfinni, þarf færri stöðugildi til að mæta þeirri eftirspurn sem er. Þrátt fyrir metnað bæjarins í því að stytta dvalartíma barna, svo foreldra greiði einungis fyrir það sem þeir raunverulega nota, er staðreyndin sú að enn þá eru um 72% leikskólabarna í Kópavogi skráð í dagvistun sem nemur lengur en 30 klukkustundum á viku (sex tímar á dag). Því nær Kópavogsmódelið aðeins til um 28% barna. Þessar tölur komu þó stjórnendum í Kópavogi á óvart, en samkvæmt erindi sem stílað var á bæjarráð Kópavogsbæjar í apríl 2025 kom fram að skráning barna í sex tíma dvöl á dag eða skemur ,,hafi farið langt umfram þær væntingar sem lagt var upp með”. Í sama erindi er tekið fram að önnur sveitarfélög hafi ekki náð sambærilegum árangri í styttingu dvalartíma ,,vegna þess að ekki hafi verið gerðar nauðsynlegar breytingar á gjaldskrá” samhliða. Það má því draga þá ályktun að stjórnendur Kópavogsbæjar hafi verið vel meðvitaðir um að mikill meirihluti foreldra leikskólabarna í Kópavogi kæmi til með að greiða mun hærri gjöld fyrir leikskóla og tæki þannig á sig allar þær gjaldskrárhækkanir sem Kópavogsmódelið bar með sér og gerir enn - en hluti módelinu felur í sér að gjaldskrá leikskóla er hækkuð ársfjórðungslega. „Bætt“ þjónusta og gölluð foreldrakönnun Engri deild hefur verið lokað í einn dag, samkvæmt fréttatilkynningum - en þar gleymist að nefna að leikskólastjórnendum var einfaldlega bannað að loka deildum þegar Kópavogsmódelið var tekið upp. Því er oft á tíðum mjög léleg og erfið mönnun á leikskólum bæjarins þegar mikil veikindi ganga meðal starfsfólks og bannað að biðla til foreldra um að létta undir - til að tryggja að forsendur módelsins haldi. Bæjarstjóri hefur einnig rætt að það sé ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga að halda uppi leikskólaþjónustu og að kostnaðarþátttaka foreldra sé mjög lítil - þó svo að gjöldin séu há. Í stóra samhenginu virðist þó gleymast að foreldrar leikskólabarna í Kópavogi eru stór hluti útsvarsgreiðanda bæjarins og greiða því fyrir allt kerfið - með einum eða öðrum hætti. Dagvistun ungra barna er forsenda þess að foreldrar geti stundað atvinnu og þar með greitt téð útsvar. Sú foreldrakönnun sem bæjarstjóri vísar í, á sama tíma og hún hafnar þeirri rannsókn sem gerð var af óháðum þriðja aðila, var gerð annars vegar um miðjan desember, rétt fyrir jól, og hins vegar í júní, við upphafi sumarleyfa. Eingöngu annað foreldrið (ef tvö voru skráð) fékk tölvupóstinn með könnunni og svarhlutfallið, sem var almennt lágt, bar með sér skakka dreifingu milli kynja, heimilisaðstæðna og tekjuhópa. Svör við þeim spurningum sem sneru að dvalartíma barna stóðust ekki samanburð við rauntölur frá bænum og mesta furða að könnunin hafi verið metin marktæk. Dvalartími og sveigjanleiki Að lokum má ræða það að meðalvistunartími barna í Kópavogi hefur lækkað stöðugt frá því að Kópavogsmódelið var tekið upp. Skráningartími er orðin mun nær raunverulegum nýtingartíma - sem þýðir það - að ,,nauðsynlegar breytingar á gjaldskrá” hafa virkað vel á foreldra. Þeir greiða nú eingöngu fyrir þann tíma sem þeir nauðsynlega þurfa atvinnu sinnar vegna - og allur sveigjanleiki er þar með horfinn. Enda var það markmið meirihluta bæjarstjórnar, eins og bæjarstjóri hefur ítrekað í fjölmiðlum, ,,að minnka álag og togstreitu í leikskólum bæjarins” - en Kópavogsmódelið hefur lítið annað gert en að velta því álagi yfir á heimilin og foreldrana. Höfundur er meðstjórnandi Samleik – samtaka foreldrar leikskóla barna í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Börn og uppeldi Kópavogur Mest lesið Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í Kópavogsbæ búa ríflega 5.300 barnafjölskyldur enda næst fjölmennasta sveitarfélag landsins - sem taldi 40.040 íbúa þann 1. janúar 2025. Þar af eru um 2.500 börn á leikskólaaldri sem skiptast mismunandi niður á þennan fjölda fjölskyldna - sem fá að greiða hæstu leikskólagjöld á höfuðborgarsvæðinu. Mannaaflaþörf og gjaldskrárbreytingar Bæjarstjóri Kópavogs hefur farið mikinn í fjölmiðlum undanfarin misseri í tilraunum sínum til að verja Kópavogsmódelið og þá stefnu sem hennar stjórn hefur sett í leikskólamálum bæjarins. Sé horft á þetta allt út frá rekstrarlegum forsendum er Kópavogsmódelið ekkert nema frábærar fréttir. Minni þörf fyrir mannafla þýðir að það gangi betur að manna - enda eru færri stöður sem þarf að manna. Það segir sig sjálft að þegar markvisst er farið í það að draga úr þjónustuþörfinni, þarf færri stöðugildi til að mæta þeirri eftirspurn sem er. Þrátt fyrir metnað bæjarins í því að stytta dvalartíma barna, svo foreldra greiði einungis fyrir það sem þeir raunverulega nota, er staðreyndin sú að enn þá eru um 72% leikskólabarna í Kópavogi skráð í dagvistun sem nemur lengur en 30 klukkustundum á viku (sex tímar á dag). Því nær Kópavogsmódelið aðeins til um 28% barna. Þessar tölur komu þó stjórnendum í Kópavogi á óvart, en samkvæmt erindi sem stílað var á bæjarráð Kópavogsbæjar í apríl 2025 kom fram að skráning barna í sex tíma dvöl á dag eða skemur ,,hafi farið langt umfram þær væntingar sem lagt var upp með”. Í sama erindi er tekið fram að önnur sveitarfélög hafi ekki náð sambærilegum árangri í styttingu dvalartíma ,,vegna þess að ekki hafi verið gerðar nauðsynlegar breytingar á gjaldskrá” samhliða. Það má því draga þá ályktun að stjórnendur Kópavogsbæjar hafi verið vel meðvitaðir um að mikill meirihluti foreldra leikskólabarna í Kópavogi kæmi til með að greiða mun hærri gjöld fyrir leikskóla og tæki þannig á sig allar þær gjaldskrárhækkanir sem Kópavogsmódelið bar með sér og gerir enn - en hluti módelinu felur í sér að gjaldskrá leikskóla er hækkuð ársfjórðungslega. „Bætt“ þjónusta og gölluð foreldrakönnun Engri deild hefur verið lokað í einn dag, samkvæmt fréttatilkynningum - en þar gleymist að nefna að leikskólastjórnendum var einfaldlega bannað að loka deildum þegar Kópavogsmódelið var tekið upp. Því er oft á tíðum mjög léleg og erfið mönnun á leikskólum bæjarins þegar mikil veikindi ganga meðal starfsfólks og bannað að biðla til foreldra um að létta undir - til að tryggja að forsendur módelsins haldi. Bæjarstjóri hefur einnig rætt að það sé ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga að halda uppi leikskólaþjónustu og að kostnaðarþátttaka foreldra sé mjög lítil - þó svo að gjöldin séu há. Í stóra samhenginu virðist þó gleymast að foreldrar leikskólabarna í Kópavogi eru stór hluti útsvarsgreiðanda bæjarins og greiða því fyrir allt kerfið - með einum eða öðrum hætti. Dagvistun ungra barna er forsenda þess að foreldrar geti stundað atvinnu og þar með greitt téð útsvar. Sú foreldrakönnun sem bæjarstjóri vísar í, á sama tíma og hún hafnar þeirri rannsókn sem gerð var af óháðum þriðja aðila, var gerð annars vegar um miðjan desember, rétt fyrir jól, og hins vegar í júní, við upphafi sumarleyfa. Eingöngu annað foreldrið (ef tvö voru skráð) fékk tölvupóstinn með könnunni og svarhlutfallið, sem var almennt lágt, bar með sér skakka dreifingu milli kynja, heimilisaðstæðna og tekjuhópa. Svör við þeim spurningum sem sneru að dvalartíma barna stóðust ekki samanburð við rauntölur frá bænum og mesta furða að könnunin hafi verið metin marktæk. Dvalartími og sveigjanleiki Að lokum má ræða það að meðalvistunartími barna í Kópavogi hefur lækkað stöðugt frá því að Kópavogsmódelið var tekið upp. Skráningartími er orðin mun nær raunverulegum nýtingartíma - sem þýðir það - að ,,nauðsynlegar breytingar á gjaldskrá” hafa virkað vel á foreldra. Þeir greiða nú eingöngu fyrir þann tíma sem þeir nauðsynlega þurfa atvinnu sinnar vegna - og allur sveigjanleiki er þar með horfinn. Enda var það markmið meirihluta bæjarstjórnar, eins og bæjarstjóri hefur ítrekað í fjölmiðlum, ,,að minnka álag og togstreitu í leikskólum bæjarins” - en Kópavogsmódelið hefur lítið annað gert en að velta því álagi yfir á heimilin og foreldrana. Höfundur er meðstjórnandi Samleik – samtaka foreldrar leikskóla barna í Kópavogi.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun