Kópavogur

Fréttamynd

Bæjar­stjórinn í Kópa­vogi hendir fyrir vagninn

Það geta allir gert mistök, jafnvel tekið einhverjar ákvarðnir sem við nánari skoðun eru ekkert sérstaklega góðar og þá ef tími og möguleiki er á, breytt ákvörðunum sínum. Það er hins vegar ekki góður siður að kenna öðrum um eigin mistök og rangar ákvarðarnir.

Skoðun
Fréttamynd

Gómuðu fíkni­efna­sala sem flúði á hlaupahjóli

Maður grunaður um fíkniefnasölu flúði undan lögreglu á hlaupahjóli. Lögreglumenn eltu manninn uppi og reyndist hann vera með nokkuð magn fíkniefna á sér og töluverða fjármuni. Maðurinn reyndist ekki vera með fullnægjandi skilríki og var vistaður í fangaklefa.

Innlent
Fréttamynd

Reisa styttu af Birni í Kópa­vogi

Handmótuð brjóstmynd af rapparanum Birni, steypt í brons í Elchingen í Þýskalandi, verður fest á steinstöpul og henni fundinn staður undir berum himni í Kópavogi til frambúðar. Ragnhildur Stefánsdóttir myndhöggvari gerði styttuna en hún prýðir plötuumslagið á næstu plötu Birnis. Þórsteinn Svanhildarson, sem gengur undir listamannsnafninu Doddi digital, sá um hönnun og sjónræna útfærslu plötunnar.

Lífið
Fréttamynd

Fjölga ferðum og auka tíðni á­kveðinna leiða Strætó í haust

Auka á þjónustu Strætó í haust á ákveðnum leiðum. Ákveðnar leiðir munu ganga lengra fram á kvöld og tíðni ákveðinna leiða verður aukinn á annatíma og á milli annatíma. Þjónustuaukningunni er ætla að venja fólk við aukinni tíðni áður en nýtt leiðanet tekur gildi með tilkomu Borgarlínunnar árið 2031.

Innlent
Fréttamynd

Ráðu­neytið ó­gilti lóða­út­hlutun fyrir milljarða

Bæjarráð Kópavogs hefur falið bæjarstjóra að undirbúa málshöfðun til ógildingar úrskurðar innviðaráðuneytisins, sem úrskurðaði á dögunum að lóðaúthlutun bæjarins hefði verið ólögmæt. Væntar tekjur af úthlutuninni voru 2,7 milljarðar króna. Fulltrúi minnihlutans segir fjárhag bæjarins í verulegu uppnámi vegna málsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi

Einn gisti í fangageymslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt fyrir að hafa reynt að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi. Fram kemur í dagbók að málið sé til rannsóknar en ekki kemur fram í dagbók lögreglunnar hvaða hótel um ræðir. Atvikið á sér þó stað hjá stöð 1 sem sér um Austurbæ, miðbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnes.

Innlent
Fréttamynd

Er Kópavogsbær vel rekinn?

Ársreikningur Kópavogs fyrir árið 2024 var nýverið samþykktur í bæjarstjórn Kópavogs. Það er nýlunda að rekstrarniðurstaða sé jákvæð um 4,19 milljarða. Í fjölda ára hefur niðurstaðan verið í námunda við núllið, stundum nokkuð neikvæð en sjaldan mikið yfir því.

Skoðun
Fréttamynd

Fjöl­menni á sjö­tíu ára af­mæli Kópa­vogs

Fjölmargir lögðu leið sína á afmælishátíð í Kópavogi í dag sem haldin er í tilefni sjötíu ára afmælis bæjarins. Í Smáralind var boðið upp á afmælisköku af stærri gerðinni og Samkór Kópavogs söng afmælissönginn og fleiri lög. Halla Tómasdóttir forseti heimsækir Kópavog á morgun klukkan 15:30 og tekið verður á móti henni í Salnum.

Lífið
Fréttamynd

Bók skilað eftir 56 ára út­lán

Bók sem tekin var í útlán árið 1969 var skilað til Bókasafns Kópavogs í vikunni. Sjálfur Jón úr Vör afgreiddi lánþegann en hann var fyrsti bæjarbókavörður bæjarins.

Lífið
Fréttamynd

Hönnunarunnendur skáluðu í Kópa­vogi

Húsfyllir var í hönnunarversluninni Vest á miðvikudagskvöld þegar danska hönnunarmerkið Bolia var kynnt með glæsilegum viðburði. Meðal gesta var Mie Bækgaard Nielsen frá Bolia, sem mætti sérstaklega til landsins og deildi áhugaverðum sögum um hönnunarferlið og stefnu merkisins með viðstöddum. 

Lífið
Fréttamynd

Viðsnúningur eftir krappan dans

Rekstur sveitarfélaga virðist með miklum ágætum ef marka má nýjustu uppgjör þeirra flestra fyrir árið 2024. Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir þetta kærkomið eftir erfiðan, langan tíma.

Innlent
Fréttamynd

Byssum stolið úr bíl­skúr í Kópa­vogi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi eða nótt tilkynning um að brotist hefði verið inn í bílskúr í Kópavogi og tveimur byssum stolið þaðan. Einnig barst tilkynning um hópslagsmál barna í Breiðholti en það mál var, samkvæmt dagbók lögreglu, afgreitt á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjót­garði

Karlmaður sigldi í dag ölvaður utan í annan bát og svo í grjótgarð. Maðurinn var handtekinn og málið afgreitt á lögreglustöð. Frá þessu er greint í dagbók lögreglu. Ekki er tekið fram hvar atvikið átti sér stað en lögreglumenn á stöð í Kópavogi og Breiðholti sinntu erindinu.

Innlent
Fréttamynd

Pizzur í stað smur­brauðs á nýrri Króníku

Búið er að skipta út smurbrauðinu á veitingastaðnum Krónikunni fyrir pizzur. Nýr matseðill er hannaður af Lucas Keller sem áður rak Cocoo‘s Nest. Veitingastaðnum var breytt til að taka betur mið af þörfum ungra barnafjölskyldna sem koma reglulega á svæðið en veitingastaðurinn er rekinn við Gerðasafn í Kópavogi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skóflu­stunga að padelveislu í Kópa­vogi

Allt stefnir í að padelvöllum í Kópavogi fjölgi úr tveimur í tólf í ágúst og aðgengi þar með sexfaldist að íþróttinni vinsælu. Tennishöllin tekur skóflustungu að sex nýjum völlum á morgun en þar eru fyrir tveir vellir.

Innlent
Fréttamynd

Ræddi við for­eldra og hætta við miklar hækkanir

Kópavogsbær hefur hætt við brattar hækkanir á gjaldskrá vegna sumarnámskeiða bæjarins. Bæjarstjórinn segist hafa rætt við foreldra í bænum um málið og ákveðið að leggja fram nýja tillögu á fundi bæjarráðs. 

Innlent