Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar 17. október 2025 07:31 Í Kópavogsbæ búa ríflega 5.300 barnafjölskyldur enda næst fjölmennasta sveitarfélag landsins - sem taldi 40.040 íbúa þann 1. janúar 2025. Þar af eru um 2.500 börn á leikskólaaldri sem skiptast mismunandi niður á þennan fjölda fjölskyldna - sem fá að greiða hæstu leikskólagjöld á höfuðborgarsvæðinu. Mannaaflaþörf og gjaldskrárbreytingar Bæjarstjóri Kópavogs hefur farið mikinn í fjölmiðlum undanfarin misseri í tilraunum sínum til að verja Kópavogsmódelið og þá stefnu sem hennar stjórn hefur sett í leikskólamálum bæjarins. Sé horft á þetta allt út frá rekstrarlegum forsendum er Kópavogsmódelið ekkert nema frábærar fréttir. Minni þörf fyrir mannafla þýðir að það gangi betur að manna - enda eru færri stöður sem þarf að manna. Það segir sig sjálft að þegar markvisst er farið í það að draga úr þjónustuþörfinni, þarf færri stöðugildi til að mæta þeirri eftirspurn sem er. Þrátt fyrir metnað bæjarins í því að stytta dvalartíma barna, svo foreldra greiði einungis fyrir það sem þeir raunverulega nota, er staðreyndin sú að enn þá eru um 72% leikskólabarna í Kópavogi skráð í dagvistun sem nemur lengur en 30 klukkustundum á viku (sex tímar á dag). Því nær Kópavogsmódelið aðeins til um 28% barna. Þessar tölur komu þó stjórnendum í Kópavogi á óvart, en samkvæmt erindi sem stílað var á bæjarráð Kópavogsbæjar í apríl 2025 kom fram að skráning barna í sex tíma dvöl á dag eða skemur ,,hafi farið langt umfram þær væntingar sem lagt var upp með”. Í sama erindi er tekið fram að önnur sveitarfélög hafi ekki náð sambærilegum árangri í styttingu dvalartíma ,,vegna þess að ekki hafi verið gerðar nauðsynlegar breytingar á gjaldskrá” samhliða. Það má því draga þá ályktun að stjórnendur Kópavogsbæjar hafi verið vel meðvitaðir um að mikill meirihluti foreldra leikskólabarna í Kópavogi kæmi til með að greiða mun hærri gjöld fyrir leikskóla og tæki þannig á sig allar þær gjaldskrárhækkanir sem Kópavogsmódelið bar með sér og gerir enn - en hluti módelinu felur í sér að gjaldskrá leikskóla er hækkuð ársfjórðungslega. „Bætt“ þjónusta og gölluð foreldrakönnun Engri deild hefur verið lokað í einn dag, samkvæmt fréttatilkynningum - en þar gleymist að nefna að leikskólastjórnendum var einfaldlega bannað að loka deildum þegar Kópavogsmódelið var tekið upp. Því er oft á tíðum mjög léleg og erfið mönnun á leikskólum bæjarins þegar mikil veikindi ganga meðal starfsfólks og bannað að biðla til foreldra um að létta undir - til að tryggja að forsendur módelsins haldi. Bæjarstjóri hefur einnig rætt að það sé ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga að halda uppi leikskólaþjónustu og að kostnaðarþátttaka foreldra sé mjög lítil - þó svo að gjöldin séu há. Í stóra samhenginu virðist þó gleymast að foreldrar leikskólabarna í Kópavogi eru stór hluti útsvarsgreiðanda bæjarins og greiða því fyrir allt kerfið - með einum eða öðrum hætti. Dagvistun ungra barna er forsenda þess að foreldrar geti stundað atvinnu og þar með greitt téð útsvar. Sú foreldrakönnun sem bæjarstjóri vísar í, á sama tíma og hún hafnar þeirri rannsókn sem gerð var af óháðum þriðja aðila, var gerð annars vegar um miðjan desember, rétt fyrir jól, og hins vegar í júní, við upphafi sumarleyfa. Eingöngu annað foreldrið (ef tvö voru skráð) fékk tölvupóstinn með könnunni og svarhlutfallið, sem var almennt lágt, bar með sér skakka dreifingu milli kynja, heimilisaðstæðna og tekjuhópa. Svör við þeim spurningum sem sneru að dvalartíma barna stóðust ekki samanburð við rauntölur frá bænum og mesta furða að könnunin hafi verið metin marktæk. Dvalartími og sveigjanleiki Að lokum má ræða það að meðalvistunartími barna í Kópavogi hefur lækkað stöðugt frá því að Kópavogsmódelið var tekið upp. Skráningartími er orðin mun nær raunverulegum nýtingartíma - sem þýðir það - að ,,nauðsynlegar breytingar á gjaldskrá” hafa virkað vel á foreldra. Þeir greiða nú eingöngu fyrir þann tíma sem þeir nauðsynlega þurfa atvinnu sinnar vegna - og allur sveigjanleiki er þar með horfinn. Enda var það markmið meirihluta bæjarstjórnar, eins og bæjarstjóri hefur ítrekað í fjölmiðlum, ,,að minnka álag og togstreitu í leikskólum bæjarins” - en Kópavogsmódelið hefur lítið annað gert en að velta því álagi yfir á heimilin og foreldrana. Höfundur er meðstjórnandi Samleik – samtaka foreldrar leikskóla barna í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Börn og uppeldi Kópavogur Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Í Kópavogsbæ búa ríflega 5.300 barnafjölskyldur enda næst fjölmennasta sveitarfélag landsins - sem taldi 40.040 íbúa þann 1. janúar 2025. Þar af eru um 2.500 börn á leikskólaaldri sem skiptast mismunandi niður á þennan fjölda fjölskyldna - sem fá að greiða hæstu leikskólagjöld á höfuðborgarsvæðinu. Mannaaflaþörf og gjaldskrárbreytingar Bæjarstjóri Kópavogs hefur farið mikinn í fjölmiðlum undanfarin misseri í tilraunum sínum til að verja Kópavogsmódelið og þá stefnu sem hennar stjórn hefur sett í leikskólamálum bæjarins. Sé horft á þetta allt út frá rekstrarlegum forsendum er Kópavogsmódelið ekkert nema frábærar fréttir. Minni þörf fyrir mannafla þýðir að það gangi betur að manna - enda eru færri stöður sem þarf að manna. Það segir sig sjálft að þegar markvisst er farið í það að draga úr þjónustuþörfinni, þarf færri stöðugildi til að mæta þeirri eftirspurn sem er. Þrátt fyrir metnað bæjarins í því að stytta dvalartíma barna, svo foreldra greiði einungis fyrir það sem þeir raunverulega nota, er staðreyndin sú að enn þá eru um 72% leikskólabarna í Kópavogi skráð í dagvistun sem nemur lengur en 30 klukkustundum á viku (sex tímar á dag). Því nær Kópavogsmódelið aðeins til um 28% barna. Þessar tölur komu þó stjórnendum í Kópavogi á óvart, en samkvæmt erindi sem stílað var á bæjarráð Kópavogsbæjar í apríl 2025 kom fram að skráning barna í sex tíma dvöl á dag eða skemur ,,hafi farið langt umfram þær væntingar sem lagt var upp með”. Í sama erindi er tekið fram að önnur sveitarfélög hafi ekki náð sambærilegum árangri í styttingu dvalartíma ,,vegna þess að ekki hafi verið gerðar nauðsynlegar breytingar á gjaldskrá” samhliða. Það má því draga þá ályktun að stjórnendur Kópavogsbæjar hafi verið vel meðvitaðir um að mikill meirihluti foreldra leikskólabarna í Kópavogi kæmi til með að greiða mun hærri gjöld fyrir leikskóla og tæki þannig á sig allar þær gjaldskrárhækkanir sem Kópavogsmódelið bar með sér og gerir enn - en hluti módelinu felur í sér að gjaldskrá leikskóla er hækkuð ársfjórðungslega. „Bætt“ þjónusta og gölluð foreldrakönnun Engri deild hefur verið lokað í einn dag, samkvæmt fréttatilkynningum - en þar gleymist að nefna að leikskólastjórnendum var einfaldlega bannað að loka deildum þegar Kópavogsmódelið var tekið upp. Því er oft á tíðum mjög léleg og erfið mönnun á leikskólum bæjarins þegar mikil veikindi ganga meðal starfsfólks og bannað að biðla til foreldra um að létta undir - til að tryggja að forsendur módelsins haldi. Bæjarstjóri hefur einnig rætt að það sé ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga að halda uppi leikskólaþjónustu og að kostnaðarþátttaka foreldra sé mjög lítil - þó svo að gjöldin séu há. Í stóra samhenginu virðist þó gleymast að foreldrar leikskólabarna í Kópavogi eru stór hluti útsvarsgreiðanda bæjarins og greiða því fyrir allt kerfið - með einum eða öðrum hætti. Dagvistun ungra barna er forsenda þess að foreldrar geti stundað atvinnu og þar með greitt téð útsvar. Sú foreldrakönnun sem bæjarstjóri vísar í, á sama tíma og hún hafnar þeirri rannsókn sem gerð var af óháðum þriðja aðila, var gerð annars vegar um miðjan desember, rétt fyrir jól, og hins vegar í júní, við upphafi sumarleyfa. Eingöngu annað foreldrið (ef tvö voru skráð) fékk tölvupóstinn með könnunni og svarhlutfallið, sem var almennt lágt, bar með sér skakka dreifingu milli kynja, heimilisaðstæðna og tekjuhópa. Svör við þeim spurningum sem sneru að dvalartíma barna stóðust ekki samanburð við rauntölur frá bænum og mesta furða að könnunin hafi verið metin marktæk. Dvalartími og sveigjanleiki Að lokum má ræða það að meðalvistunartími barna í Kópavogi hefur lækkað stöðugt frá því að Kópavogsmódelið var tekið upp. Skráningartími er orðin mun nær raunverulegum nýtingartíma - sem þýðir það - að ,,nauðsynlegar breytingar á gjaldskrá” hafa virkað vel á foreldra. Þeir greiða nú eingöngu fyrir þann tíma sem þeir nauðsynlega þurfa atvinnu sinnar vegna - og allur sveigjanleiki er þar með horfinn. Enda var það markmið meirihluta bæjarstjórnar, eins og bæjarstjóri hefur ítrekað í fjölmiðlum, ,,að minnka álag og togstreitu í leikskólum bæjarins” - en Kópavogsmódelið hefur lítið annað gert en að velta því álagi yfir á heimilin og foreldrana. Höfundur er meðstjórnandi Samleik – samtaka foreldrar leikskóla barna í Kópavogi.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun