Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar 7. október 2025 15:01 Langir biðlistar, börn sem komast ekki inn, leikskólar undirmannaðir og undir miklu álagi. Mér líður stundum eins og ég sé staddur í Groundhog Day og forystumenn flokka keppast við að verja eða gagnrýna kerfið, ekki út frá því hvað þeim finnst, heldur eftir því hvort þeir sitja í meirihluta eða minnihluta. Rót vandans er í raun einföld, þó að leikskóli sé lögbundið skólastig og sveitarfélög bera ábyrgð á rekstri þá vantar skýran lagaramma um hvenær barn fái tryggt pláss og hvaða þjónusta telst lágmarks. Þetta veldur því að sveitarfélögin hafa hvata til að reka kerfið á mörkunum, hvatinn er einfaldlega sá að vandinn verði ekki svo stór að hann valdi pólitískum vandamálum. Nýjasta flækjan er stytting vinnuvikunnar. Ekki allir landsmenn njóta sömu styttingar, en leikskólarnir þurfa engu að síður að halda úti fullri þjónustu á meðan starfsfólk nýtur styttingar. Þar sem sveitarfélög setja ekki nægt fjármagn í málaflokkinn myndast gat í rekstri. Kópavogur var fyrstur til að bregðast við með nýju fyrirkomulagi. Skráður dvalartími styttist hjá mörgum börnum og foreldrar þurfa annaðhvort að sækja fyrr eða borga meira. Margir gagnrýndu þetta, en hvað annað er raunhæft ef ekki á að setja meiri peninga í kerfið? Nú virðist Reykjavík vera að feta sömu leið. Ungir foreldrar eru sérstaklega illa settir í þessu umhverfi. Mér finnst einkennilegt að leggja meiri byrðar á foreldra leikskólabarna í stað þess að laga rót vandans. Sú rót er hvorki „Kópavogsmódelið“ né stytting vinnuvikunnar sem slík heldur óskýr rammi leikskóla eins og hvenær hefst réttur barns til pláss, hverjir eru lágmarksopnunartímar, hvað má rukka foreldra og hvernig er fjármögnun tryggð þannig að fagmennska, undirbúningstími og mönnun standist? Persónuleg reynsla mín er ekkert einsdæmi, dóttir mín beið í 17 mánuði frá lokum fæðingarorlofs þar til hún fékk pláss í leikskóla í Reykjavík. Finnst einhverjum eðlilegt að foreldrar þurfi að brúa langt bil milli fæðingarorlofs og leikskóla með dýrum og ótryggum lausnum, eða með því að minnka við sig vinnu? Þetta er hvorki hagkvæmt fyrir heimilin, atvinnulífið né hið opinbera. Kerfi virka á hvötum og það þarf að breyta fyrirkomulaginu til að fá raunvörulegar lausnir. Í fyrsta lagi: tengjum kerfin saman, lengjum fæðingarorlof í 18 mánuði og lögfestum að barni sé tryggð innritun um leið og orlofi lýkur. Í öðru lagi: setjum landsbundinn staðal um lágmarksopnun og tryggjum fjármögnun sem tekur mið af styttingu vinnuvikunnar, undirbúningstíma og raunverulegri mönnunarþörf. Leikskólinn er ekki aukaatriði; hann er grunninnviður atvinnuþátttöku og velferðar barna. Við þurfum að hætta endurteknum bráðabirgðalausnum sem velta kostnaði og áhættu yfir á heimilin og í staðinn festa í sessi skýran og sanngjarnan ramma. Höfundur er foreldri og situr í foreldraráði Tjarnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kópavogur Reykjavík Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Langir biðlistar, börn sem komast ekki inn, leikskólar undirmannaðir og undir miklu álagi. Mér líður stundum eins og ég sé staddur í Groundhog Day og forystumenn flokka keppast við að verja eða gagnrýna kerfið, ekki út frá því hvað þeim finnst, heldur eftir því hvort þeir sitja í meirihluta eða minnihluta. Rót vandans er í raun einföld, þó að leikskóli sé lögbundið skólastig og sveitarfélög bera ábyrgð á rekstri þá vantar skýran lagaramma um hvenær barn fái tryggt pláss og hvaða þjónusta telst lágmarks. Þetta veldur því að sveitarfélögin hafa hvata til að reka kerfið á mörkunum, hvatinn er einfaldlega sá að vandinn verði ekki svo stór að hann valdi pólitískum vandamálum. Nýjasta flækjan er stytting vinnuvikunnar. Ekki allir landsmenn njóta sömu styttingar, en leikskólarnir þurfa engu að síður að halda úti fullri þjónustu á meðan starfsfólk nýtur styttingar. Þar sem sveitarfélög setja ekki nægt fjármagn í málaflokkinn myndast gat í rekstri. Kópavogur var fyrstur til að bregðast við með nýju fyrirkomulagi. Skráður dvalartími styttist hjá mörgum börnum og foreldrar þurfa annaðhvort að sækja fyrr eða borga meira. Margir gagnrýndu þetta, en hvað annað er raunhæft ef ekki á að setja meiri peninga í kerfið? Nú virðist Reykjavík vera að feta sömu leið. Ungir foreldrar eru sérstaklega illa settir í þessu umhverfi. Mér finnst einkennilegt að leggja meiri byrðar á foreldra leikskólabarna í stað þess að laga rót vandans. Sú rót er hvorki „Kópavogsmódelið“ né stytting vinnuvikunnar sem slík heldur óskýr rammi leikskóla eins og hvenær hefst réttur barns til pláss, hverjir eru lágmarksopnunartímar, hvað má rukka foreldra og hvernig er fjármögnun tryggð þannig að fagmennska, undirbúningstími og mönnun standist? Persónuleg reynsla mín er ekkert einsdæmi, dóttir mín beið í 17 mánuði frá lokum fæðingarorlofs þar til hún fékk pláss í leikskóla í Reykjavík. Finnst einhverjum eðlilegt að foreldrar þurfi að brúa langt bil milli fæðingarorlofs og leikskóla með dýrum og ótryggum lausnum, eða með því að minnka við sig vinnu? Þetta er hvorki hagkvæmt fyrir heimilin, atvinnulífið né hið opinbera. Kerfi virka á hvötum og það þarf að breyta fyrirkomulaginu til að fá raunvörulegar lausnir. Í fyrsta lagi: tengjum kerfin saman, lengjum fæðingarorlof í 18 mánuði og lögfestum að barni sé tryggð innritun um leið og orlofi lýkur. Í öðru lagi: setjum landsbundinn staðal um lágmarksopnun og tryggjum fjármögnun sem tekur mið af styttingu vinnuvikunnar, undirbúningstíma og raunverulegri mönnunarþörf. Leikskólinn er ekki aukaatriði; hann er grunninnviður atvinnuþátttöku og velferðar barna. Við þurfum að hætta endurteknum bráðabirgðalausnum sem velta kostnaði og áhættu yfir á heimilin og í staðinn festa í sessi skýran og sanngjarnan ramma. Höfundur er foreldri og situr í foreldraráði Tjarnar.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun