Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar 7. október 2025 15:01 Langir biðlistar, börn sem komast ekki inn, leikskólar undirmannaðir og undir miklu álagi. Mér líður stundum eins og ég sé staddur í Groundhog Day og forystumenn flokka keppast við að verja eða gagnrýna kerfið, ekki út frá því hvað þeim finnst, heldur eftir því hvort þeir sitja í meirihluta eða minnihluta. Rót vandans er í raun einföld, þó að leikskóli sé lögbundið skólastig og sveitarfélög bera ábyrgð á rekstri þá vantar skýran lagaramma um hvenær barn fái tryggt pláss og hvaða þjónusta telst lágmarks. Þetta veldur því að sveitarfélögin hafa hvata til að reka kerfið á mörkunum, hvatinn er einfaldlega sá að vandinn verði ekki svo stór að hann valdi pólitískum vandamálum. Nýjasta flækjan er stytting vinnuvikunnar. Ekki allir landsmenn njóta sömu styttingar, en leikskólarnir þurfa engu að síður að halda úti fullri þjónustu á meðan starfsfólk nýtur styttingar. Þar sem sveitarfélög setja ekki nægt fjármagn í málaflokkinn myndast gat í rekstri. Kópavogur var fyrstur til að bregðast við með nýju fyrirkomulagi. Skráður dvalartími styttist hjá mörgum börnum og foreldrar þurfa annaðhvort að sækja fyrr eða borga meira. Margir gagnrýndu þetta, en hvað annað er raunhæft ef ekki á að setja meiri peninga í kerfið? Nú virðist Reykjavík vera að feta sömu leið. Ungir foreldrar eru sérstaklega illa settir í þessu umhverfi. Mér finnst einkennilegt að leggja meiri byrðar á foreldra leikskólabarna í stað þess að laga rót vandans. Sú rót er hvorki „Kópavogsmódelið“ né stytting vinnuvikunnar sem slík heldur óskýr rammi leikskóla eins og hvenær hefst réttur barns til pláss, hverjir eru lágmarksopnunartímar, hvað má rukka foreldra og hvernig er fjármögnun tryggð þannig að fagmennska, undirbúningstími og mönnun standist? Persónuleg reynsla mín er ekkert einsdæmi, dóttir mín beið í 17 mánuði frá lokum fæðingarorlofs þar til hún fékk pláss í leikskóla í Reykjavík. Finnst einhverjum eðlilegt að foreldrar þurfi að brúa langt bil milli fæðingarorlofs og leikskóla með dýrum og ótryggum lausnum, eða með því að minnka við sig vinnu? Þetta er hvorki hagkvæmt fyrir heimilin, atvinnulífið né hið opinbera. Kerfi virka á hvötum og það þarf að breyta fyrirkomulaginu til að fá raunvörulegar lausnir. Í fyrsta lagi: tengjum kerfin saman, lengjum fæðingarorlof í 18 mánuði og lögfestum að barni sé tryggð innritun um leið og orlofi lýkur. Í öðru lagi: setjum landsbundinn staðal um lágmarksopnun og tryggjum fjármögnun sem tekur mið af styttingu vinnuvikunnar, undirbúningstíma og raunverulegri mönnunarþörf. Leikskólinn er ekki aukaatriði; hann er grunninnviður atvinnuþátttöku og velferðar barna. Við þurfum að hætta endurteknum bráðabirgðalausnum sem velta kostnaði og áhættu yfir á heimilin og í staðinn festa í sessi skýran og sanngjarnan ramma. Höfundur er foreldri og situr í foreldraráði Tjarnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kópavogur Reykjavík Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Langir biðlistar, börn sem komast ekki inn, leikskólar undirmannaðir og undir miklu álagi. Mér líður stundum eins og ég sé staddur í Groundhog Day og forystumenn flokka keppast við að verja eða gagnrýna kerfið, ekki út frá því hvað þeim finnst, heldur eftir því hvort þeir sitja í meirihluta eða minnihluta. Rót vandans er í raun einföld, þó að leikskóli sé lögbundið skólastig og sveitarfélög bera ábyrgð á rekstri þá vantar skýran lagaramma um hvenær barn fái tryggt pláss og hvaða þjónusta telst lágmarks. Þetta veldur því að sveitarfélögin hafa hvata til að reka kerfið á mörkunum, hvatinn er einfaldlega sá að vandinn verði ekki svo stór að hann valdi pólitískum vandamálum. Nýjasta flækjan er stytting vinnuvikunnar. Ekki allir landsmenn njóta sömu styttingar, en leikskólarnir þurfa engu að síður að halda úti fullri þjónustu á meðan starfsfólk nýtur styttingar. Þar sem sveitarfélög setja ekki nægt fjármagn í málaflokkinn myndast gat í rekstri. Kópavogur var fyrstur til að bregðast við með nýju fyrirkomulagi. Skráður dvalartími styttist hjá mörgum börnum og foreldrar þurfa annaðhvort að sækja fyrr eða borga meira. Margir gagnrýndu þetta, en hvað annað er raunhæft ef ekki á að setja meiri peninga í kerfið? Nú virðist Reykjavík vera að feta sömu leið. Ungir foreldrar eru sérstaklega illa settir í þessu umhverfi. Mér finnst einkennilegt að leggja meiri byrðar á foreldra leikskólabarna í stað þess að laga rót vandans. Sú rót er hvorki „Kópavogsmódelið“ né stytting vinnuvikunnar sem slík heldur óskýr rammi leikskóla eins og hvenær hefst réttur barns til pláss, hverjir eru lágmarksopnunartímar, hvað má rukka foreldra og hvernig er fjármögnun tryggð þannig að fagmennska, undirbúningstími og mönnun standist? Persónuleg reynsla mín er ekkert einsdæmi, dóttir mín beið í 17 mánuði frá lokum fæðingarorlofs þar til hún fékk pláss í leikskóla í Reykjavík. Finnst einhverjum eðlilegt að foreldrar þurfi að brúa langt bil milli fæðingarorlofs og leikskóla með dýrum og ótryggum lausnum, eða með því að minnka við sig vinnu? Þetta er hvorki hagkvæmt fyrir heimilin, atvinnulífið né hið opinbera. Kerfi virka á hvötum og það þarf að breyta fyrirkomulaginu til að fá raunvörulegar lausnir. Í fyrsta lagi: tengjum kerfin saman, lengjum fæðingarorlof í 18 mánuði og lögfestum að barni sé tryggð innritun um leið og orlofi lýkur. Í öðru lagi: setjum landsbundinn staðal um lágmarksopnun og tryggjum fjármögnun sem tekur mið af styttingu vinnuvikunnar, undirbúningstíma og raunverulegri mönnunarþörf. Leikskólinn er ekki aukaatriði; hann er grunninnviður atvinnuþátttöku og velferðar barna. Við þurfum að hætta endurteknum bráðabirgðalausnum sem velta kostnaði og áhættu yfir á heimilin og í staðinn festa í sessi skýran og sanngjarnan ramma. Höfundur er foreldri og situr í foreldraráði Tjarnar.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar