Innlent

Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni

Lovísa Arnardóttir skrifar
Kaspar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Kaspari Sólveigarsyni, 26 ára, en hann fór frá heimili sínu kringum hádegi í gær.

Í tilkynningu lögreglunnar segir að Kaspar sé sköllóttur, með rauðbirkið skegg, með mörg húðflúr á líkama sínum og eyrnalokka í eyrum og mögulega í nefi. Ekki er vitað um klæðnað nema að Kaspar var með lítinn bláan bakpoka.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Kaspars eru beðin um að hafa samband við lögregluna tafarlaust í síma 112.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×