Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. júlí 2025 12:16 Halla Hrund Logadóttir þingmaður Framsóknar greiddi ekki atkvæði í lokaatkvæðagreiðslunni um veiðigjaldafrumvarpið. Vísir/Vilhelm Halla Hrund Logadóttir þingkona Framsóknarflokksins segist styðja markmið ríkisstjórnarinnar um að auka ábata þjóðarinnar af sjávarútvegi. Hún ákvað að taka ekki þátt í málþófi stjórnarandstöðunnar í veiðigjaldamálinu og tók ekki þátt í lokaatkvæðagreiðslu um frumvarpið í gær. Þetta kemur fram í færslu sem hún birti á Facebook í dag. Í niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar frá því í gær kemur nafn Höllu Hrundar hvergi fram. Jóhann Friðrik Friðriksson varaþingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi greiddi aftur á móti atkvæði gegn frumvarpinu, og má af því ráða að hann hafi tekið sæti hennar á þinginu. Í færslunni segist Halla hafa skýrt skoðun sína á málinu á þingi, á fundum og í fjölmiðlum. „Sú skoðun er í anda þess sem ég hef lengi talað fyrir í orkumálunum: Það er eðlilegt að nýting takmarkaðra náttúruauðlinda færi þjóðinni arð og hann á að aukast. Þess vegna styð ég markmið ríkisstjórnarinnar um að auka ábata þjóðarinnar af sjávarútvegi. Það er mikilvægt, og rétt áhersla sem ber að fagna.“ segir í færslunni. Hún segir megináhersluna í rýni sinni á frumvarpið að útfærsla á aukinni gjaldtöku þurfi að haldast í hendur við byggðir og samkeppnishæfa atvinnugrein. „Við þekkjum öll söguna um áhrif fyrri lagabreytinga á byggðir landsins, þróun sem skildi eftir sig sár á sál þjóðarinnar. Þess vegna er sjálfsagt að ný kynslóð stjórnmálamanna kalli eftir skýru mati á áhrifum lagabreytinga á byggðir landsins áður en þær eru samþykktar.“ Hún segist vona að næst ljúki þingstörfum með meiri sátt milli þingflokkanna. „Betri bragur er á slíku en þeirri stigvaxandi átakapólitík sem nú ræður ríkjum sem er óviðunandi og þingi ekki sæmandi, sama hvaða flokki fólk tilheyrir. Við þurfum líka að gæta þess að halda skynsamlegu tungutaki því það þjónar hvorki okkur né öðrum að líkja stöðu Íslands, friðsamasta ríki heims í alþjóðlegum samanburði, við stríðsástand eða að lýðræðinu sé ógnað,“ segir í færslunni en slík orðræða var áberandi hjá stjórnarflokkunum í síðustu viku. „Að mínu mati er samtal og samvinna mikilvægasta aflið sem við þurfum að virkja. Sjáum ekki óvini í hverju horni. Veljum aðra leið. Horfum heldur til samvinnupólitíkur Norðurlandanna þar sem undirbúningur mála er lengri með aðkomu ólíkra flokka og ræðutími í þinginu því styttri,“ segir hún jafnframt í færslunni, sem lesa má í heild sinni á Facebooksíðu Höllu Hrundar. Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu sem hún birti á Facebook í dag. Í niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar frá því í gær kemur nafn Höllu Hrundar hvergi fram. Jóhann Friðrik Friðriksson varaþingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi greiddi aftur á móti atkvæði gegn frumvarpinu, og má af því ráða að hann hafi tekið sæti hennar á þinginu. Í færslunni segist Halla hafa skýrt skoðun sína á málinu á þingi, á fundum og í fjölmiðlum. „Sú skoðun er í anda þess sem ég hef lengi talað fyrir í orkumálunum: Það er eðlilegt að nýting takmarkaðra náttúruauðlinda færi þjóðinni arð og hann á að aukast. Þess vegna styð ég markmið ríkisstjórnarinnar um að auka ábata þjóðarinnar af sjávarútvegi. Það er mikilvægt, og rétt áhersla sem ber að fagna.“ segir í færslunni. Hún segir megináhersluna í rýni sinni á frumvarpið að útfærsla á aukinni gjaldtöku þurfi að haldast í hendur við byggðir og samkeppnishæfa atvinnugrein. „Við þekkjum öll söguna um áhrif fyrri lagabreytinga á byggðir landsins, þróun sem skildi eftir sig sár á sál þjóðarinnar. Þess vegna er sjálfsagt að ný kynslóð stjórnmálamanna kalli eftir skýru mati á áhrifum lagabreytinga á byggðir landsins áður en þær eru samþykktar.“ Hún segist vona að næst ljúki þingstörfum með meiri sátt milli þingflokkanna. „Betri bragur er á slíku en þeirri stigvaxandi átakapólitík sem nú ræður ríkjum sem er óviðunandi og þingi ekki sæmandi, sama hvaða flokki fólk tilheyrir. Við þurfum líka að gæta þess að halda skynsamlegu tungutaki því það þjónar hvorki okkur né öðrum að líkja stöðu Íslands, friðsamasta ríki heims í alþjóðlegum samanburði, við stríðsástand eða að lýðræðinu sé ógnað,“ segir í færslunni en slík orðræða var áberandi hjá stjórnarflokkunum í síðustu viku. „Að mínu mati er samtal og samvinna mikilvægasta aflið sem við þurfum að virkja. Sjáum ekki óvini í hverju horni. Veljum aðra leið. Horfum heldur til samvinnupólitíkur Norðurlandanna þar sem undirbúningur mála er lengri með aðkomu ólíkra flokka og ræðutími í þinginu því styttri,“ segir hún jafnframt í færslunni, sem lesa má í heild sinni á Facebooksíðu Höllu Hrundar.
Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira