Innlent

Hleypti lík­lega ó­vart úr

Jón Þór Stefánsson skrifar
Lögregla girti svæðið af.
Lögregla girti svæðið af. Vísir/Viktor Freyr

Talið er að skoti hafi verið hleypt af óvart síðastliðið föstudagskvöld á hótelherbergi Svörtu perlunnar í miðbæ Reykjavíkur.

Fimm voru handteknir vegna málsins, einn á vettvangi og fjórir síðar um kvöldið og nóttina bæði á höfuðborgarsvæðinu og utan þess. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald og fimmenningarnir látnir lausir.

„Þarna var verið að fara ógætilega með skotvopn,“ segir E. Agnes Eide Kristínardóttir, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

„Ég held að við getum alveg sagt að þetta hafi verið óvart, en samt sem áður er þetta ekki það sem við viljum sjá.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×