Innlent

Dóp­salar hand­teknir sem reyndust dvelja ó­lög­lega á Ís­landi

Agnar Már Másson skrifar
Lögreglan handtók mennina í Breiðholti.
Lögreglan handtók mennina í Breiðholti.

Erlendir menn voru í dag handteknir í Breiðholti vegna sölu á fíkniefnum, vörslu fíkniefna og ólöglegrar dvalar í landinu, að sögn lögreglu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem greint er frá verkefnum milli klukkan 5 og 17 í dag en máli erlendu mannanna er ekki lýst frekar í dagbókarfærslunni.

Í öðrum fregnum frá lögregluembættinu er greint frá tilkynningum um „fólk að dópa og angra annað fólk“ í miðbænum.

Í Kópavogi var óskað eftir aðstoð lögreglu við að vísa fólki út úr íbúð sinni. Í Mosfellsbæ var tilkynnt um vinnuslys í verslun þar sem maður steig á brotna flösku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×