Innlent

Akur­eyri skelfur vegna jarð­hræringa við Gríms­ey

Agnar Már Másson skrifar
Skjálftinn fannst á Akureyri.
Skjálftinn fannst á Akureyri. Vísir/Vilhelm

Stór skjálfti fannst á Akureyri í kvöld en hann mældist suðaustur við Grímsey klukkan 23.30. Hann var um 3,6 að stærð.

Minney Sigurðardóttir náttúruvársérfræðingur segir að fyrstu stærðarmælingar bendi til þess að skjálftinn sé 3,9 að stærð. „Hann getur verið stærri,“ bætir hún við en Minney er enn að yfirfara tölurnar.

Tilkynningar hafa borist Veðurstofunni um að skjálftinn hafi fundist á Akureyri. Frekari upplýsingar berist innan skamms, segir Minney.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×